Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 16
16 þinginu. Þetta var vissulega löng barátta sem skilaði loks árangri. Fyrir það er ég þakklátur,” segir Ingi Björn sem fór fyrst inn á þing fyrir Borgaraflokkinn. Faðir hans, Albert heitinn Guðmundsson, stofnaði þann flokk á sínum tíma eftir að leiðir hans og Sjálf- stæðisflokksins skildu. Ingi Björn hafði hreint ekki ætlað sér að skella sér í hinn pólitíska slag, en mál æxluðust þó á þann veg. Erfiðlega gekk að finna kandídat í efsta sæti Borgaraflokksins í Vesturlands- kjördæmi og úr varð að Ingi Björn tók það sæti og var nokkrum vikum síðar kominn inn á þing. „Þing- sætið kom mér mjög á óvart, ég verð að viðurkenna að ég hafði vart leitt hugann að þeim möguleika,” segir Ingi Björn og rifjar upp að í kjölfarið hafi hann einbeitt sér að því að setja sig inn í hina ýmsu mála- flokka, m.a. landbúnaðarmálin, enda er Vesturland mikið landbúnaðarhérað. Síðar átti þingflokkur Borgaraflokksins eftir að klofna og stofnuðu þeir Ingi Björn og Hreggviður Jónsson Frjálslynda hægriflokkinn. Næsta kjörtíma- bil sat Ingi Björn hins vegar á þingi sem þingmaður Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Satt best að segja hafði ég aldrei áhuga á pólitík og ég vil orða það svo að ég hafi slysast inn á þing. Í ræðustól hafði ég aldrei komið og pólitíska frétt í blöðunum las ég ekki fyrr en ég var orðinn þingmað- ur. Sennilega hef ég fengið móteitur gegn pólitík í æsku. En eftir að ég var kominn inn á þing hellti ég mér af fullum krafti í slaginn og í kjölfarið kviknaði áhuginn á pólitísku starfi. Strax þetta fyrsta sumar þvældist ég um allt kjördæmið og reyndi eftir mætti að setja mig inn í öll mál. Það tók vissulega tíma að komast inn í starfið og losna við sviðsskrekkinn. En eftir á að hyggja líkaði mér þetta starf ágætlega og það er vissulega gríðarlega góð reynsla að hafa setið í átta ár á Alþingi,” segir Ingi Björn. Er og verð Valsari Undanfarin ár hefur Ingi Björn Albertsson átt og rekið veitingastaðinn Si Senor í Lækjargötu í Reykja- vík. „Það má segja að ég reyni að gera allt hér nema elda. Þér er því alveg óhætt að koma í heimsókn hingað, það er engin hætta á öðru en þú fáir hér skínandi góðan mat,” segir Ingi Björn og hlær. Fótboltann segist Ingi Björn hafa lagt á hilluna. Til fjölda ára spilaði hann sem kunnugt er með Val og síðan kom hann víða við í þjálfun. „Núna er ég bara á hliðarlínunni og fylgist með börnum mínum og barnabörnum. Elsti strákurinn minn er í Val, sá í miðið í Víkingi Ólafsvík og yngsti í Fylki. Og afa- strákurinn er síðan í KR! En sjálfur er og verð ég Valsari, því verður aldrei breytt. Ég var í fótboltan- um meira og minna í fjörutíu ár og ég held að það sé alveg nóg. Lappirnar mínar eru ónýtar eftir fótbolt- Ingi Björn Albertsson er nú veitingamaður á Si Senor í miðborg Reykjavíkur. Hann segir átta ára þingsetu hafa verið góða reynslu, en hins vegar sakni hann ekki þingmennskunnar. Myndir: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.