Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 36
36 F I S K V I N N S L A notaðar eru við frystingu eru sam- einaðar í einu tæki. Þessi nýjung er nefnd „Samtvinnuð blásturs- og snertifrysting” eða „Combined Blast and Contact freezing (CBC)”. Nú síðustu mánuði hefur verið unnið að enn frekari þróun á vinnslu tengdri frystinum og er þar um byltingarkennda nýjung í vinnsluferli að ræða, að mati Sigurðar Guðna. Frystingunni er skipt í tvö þrep. Hið fyrra er formfrysting afurða. Dropalagaðar álstangir sem húðaðar eru með tefloni mynda slétt band. Áldroparnir draga orkuna úr fiskinum við snertingu. Samtvinnun á snertifrystingu og blástursfryst- ingu lokar yfirborði afurðanna á stuttri stund. Á 3 til 8 mínútum er afurðin orðin nægilega stíf og getur farið yfir á fullfrystiband. Ískristallar sem myndast í hold- inu við frystingu eru litlir vegna þess hve hröð frystingin er. Þetta tryggir að fiskurinn snýr til nán- ast saman ástands við uppþýð- ingu og hann var í fyrir frystingu. Slétt yfirborð álbandsins og loft- flæði frá hlið loka yfirborðinu sem minnkar vökvatap sem tryggir ferskleika afurðanna. Sigurður Guðni segir að í stuttu máli frysti CBC tæknin ástand afurðanna og haldi því. Frystar frá Skaganum eru nú um borð í þrem frystiskipum. Afurðir frá einu þeirra, Artic Warrior frá Boyd Line í Hull, hafa verið seld- ar til bestu veitingastaða í London eftir að gæðin voru stað- fest af óháðri gæðaeftirlitsstofn- un. Afurðirnar fengu einkunnina 10 í slíkum mælingum sem er í fyrsta sinn sem slík einkunn er gefin. Minnsti lausfrystirinn á markaðnum Auk CBC tækninnar hefur Skag- inn þróað innmötun á mörgum hæðum inn í frystinn. „Þetta ger- ir það að verkum að unnt er að hafa fleiri en eitt formfrystiband í frystinum. Í frysti með tvö form- frystibönd er efra bandið fyllt og stoppað, síðan er neðra bandið fyllt og stoppað. Síðan endurtek- ur ferlið sig. Með þessu styttist frystibandið um 50%. Af form- frystibandinu fer afurðin niður á fullfrystibönd. Þessi bönd geta verið tvö eða fleiri,“ segir Sigurður og bætir við að Skaginn hafi einkaleyfi á bæði CBC og innmötunaraðferðinni. Aðrar nýjungar í frystinum Í frystinum eru aðrar nýjungar og má þar nefna nýja afhrýmingarað- ferð sem gerir mögulegt að reka frystinn samfellt í nokkra daga án stoppa. Nýtt stýrikerfi gerir skiptingu milli frystitíma ein- falda þegar skipt er milli tegunda í vinnslu. „Frystirinn er einstakur að því leyti að hann er notaður við vinnslu ólíkra tegunda. Í sama frysti eru frystar tegundir eins og þorskflök, hörpudiskur, laxabitar, hrogn o.s.frv. Jafnframt hefur ver- ið sýnt fram á að frystirinn hentar til frystingar á hamborgurum og kjúklingum.“ Roðfrystirinn Að mati Sigurðar hentar nýja flæðilínan einstaklega vel í snyrt- ingu í tengslum við roðfrystingu. „Roðfrysting er ný byltingar- kennd aðferð í fiskverkun. Mark- miðið þá var og er að hafa full- hannaða vinnslulínu af þessari gerð tilbúna í sumar. Kjarninn í þeirri vinnslu er frysting á roði flakanna áður en roðinu er flett af. Eftir roðflettingu er beingarður- inn tekinn frá roðhliðinni. Með roðfrystingu er komið í veg fyrir skemmdir á flökum í verkun, sem leiðir til bættrar nýtingar og auk- ins hluta afurða í verðmætustu flokka.“ Byltingarkennd nýjung í landvinnslu Sigurður segir að á síðustu mán- uðum hafi verið unnið að nýrri aðferð við roðdrátt og beinhreins- un sem tengd er skelfrystingu af- urðanna. Álreimin í frystinum er notuð til að frysta skel yst á fisk- inn. Roðfrystingin lækkar hita- stig flaksins í upphafi vinnslu og er það kalt í gegnum allt vinnslu- ferlið. Snögg frysting á álbandinu rýrir ekki fiskinn og unnt er að roðrífa flakið án þess að skaða það. Flök þar sem los hefur hindr- að að þau séu roðrifin komast í gegnum vinnsluna án galla með þessari aðferð. „Jafnframt er unnið að þróun á beinatínslu þar sem beinin eru tekin úr flakinu frá roðhlið. Með þessu fæst umtalsvert betri nýt- ing, flakið klofnar ekki og auð- veldara er að skera það í verðmeiri bita. Hlutfall afurða sem fara í hæsta verðflokk hækkar því um- talsvert. Þessi nýjung veitir landvinnslu nýjan byr í seglin. Roðfrystingin Krapakerfið FIS 100 Combi. Innmötun á lausfrysti

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.