Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Á undanförnum mánuðum hefur sjáv- arútvegsumræðan fyrst og fremst snú- ist um hverjir og hvernig eigi að veiða fiskinn í sjónum. Um þetta hafa menn deilt endalaust, sbr. umræðuna um línuívilnun eða ekki línuívilnun. Smám saman hefur mönnum þó orðið ljóst að þetta er ekki stóra spurningin í íslenskum sjávarútvegi í dag. Hún snýst miklu frekar um sölu á íslensk- um sjávarafurðum. Það er eins og umræðan á markaðs- fundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í september hafi vakið menn af værum blundi, en þar voru kynntar beinharðar staðreyndir um innrás Kínverja á sjávarafurðamarkaði í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Þeir sem vinna að markaðsmálum hér- lendra sjávarafurða hafa vissulega séð hver þróunin væri í þessum efnum, en það er engu líkara en að margir máls- metandi menn, sem eiga að þekkja vel til sjávarútvegsins, hafi ekki gert sér grein fyrir hvaða ógn okkur Íslending- um stafaði af stóraukinni fiskvinnslu Kínverja. Við erum að sjá það svart á hvítu að verð á íslenskum sjávarafurðum er að lækka vegna þess m.a. að Kínverjar bjóða fiskinn á töluvert lægra verði. Lengi vel héldum við að við myndum fljóta áfram á því að íslenski fiskurinn væri margfalt betri en tvífrysti fiskur- inn frá Kína og um það væri markað- urinn meðvitaður. En svo einfalt er málið ekki. Kínverjarnir hafa tekið á gæðamálum og verða við öllum ítr- ustu kröfum kaupenda. Þeir gera ein- faldlega allt til þess að tryggja stöðu sína á mörkuðunum. En hvað er þá til ráða. Í síðasta Ægi segir Magnús H. Baldursson, sölu- stjóri hjá Brimi, að sífellt fleiri kaup- endur horfi á hvað varan kosti, en ekki hvort hún sé ein- eða tvífryst. Magnús bendir á að svar Íslendinga sé að ein- hverju leyti að leggja enn frekari áherslu á ferska fiskinn og "auka tæknivæðinguna í landvinnslunni enn frekar þannig að við náum kostnaðin- um á hverja einingu enn frekar niður. Þess vegna tel ég að tæknivæddari landvinnsluhús hér á landi verði lík- legri til þess að standa sig í þessari samkeppni í framtíðinni en minni húsin sem e.t.v. hafa ekki fjárhagslega burði til þess að fara í fjárfrekar breyt- ingar í vinnslunni." Samkeppnin við Kína Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Kræklingarækt á frumkvöðlastigi „Við afgreiðslu fjár- laga fyrir yfirstand- andi ár samþykkti Alþingi 5 millj. kr. fjárveitingu til stuðnings kræk- lingaræktar í land- inu. Þessi grein er á gjörsamlegu frum- kvöðulsstigi og hana sárvantar fjár- magn til að stíga fyrstu skrefin. Þó nokkur innanlandsmarkaður er fyrir hendi og útflutningsmöguleikar eru talsverðir. Í samtölum við kræklinga- ræktendur kemur fram að þessum litlu fjármunum sem veitt var á fjárlögum þessa árs hefur ekki enn verið úthlutað til greinarinnar og þeim finnst reyndar sjávarútvegsráðherra sýna kræklinga- rækt nokkurt tómlæti. Í Eyjafirði er nú búist við að taka megi uppskeru sem svarar 15-20 tonna framleiðslu á þessu ári og hátt á annað hundrað tonn á næsta ári ef vel geng- ur. Þar hafa menn lagt út 60 km línu sem kræklingurinn festir sig á. Á Bíldu- dal er reiknað með að megi uppskera um eitt til tvö tonn í ár en eftir næsta ár geti uppskeran farið að skipta tug- um tonna.“ (Jón Bjarnason, alþingismaður, í umræðum á Alþingi um kræklingarækt) Á einu síðkvöldi í Austurstræti „Það er búið að ákveða að svíkja kosningaloforðið um línuívilnun sem átti að koma smá- um byggðum til góða strax í haust. Áhrifamiklum út- gerðarmönnum lík- ar nefnilega ekki hugmyndin. Þeir hafa reiknað út hvernig veiðiheimildirnar muni gufa upp og störf tapast. Þess vegna, hæstv. forseti, er ástæða til að vekja athygli á því að jafnvel þó að þeir hefðu reiknað rétt er sú tilfærsla smá- munir, eins og samanburður á hornsíli og hval, geri menn sér í hugarlund hvaða kvótatilfærslur Björgúlfur Guð- mundsson og Kjartan Gunnarsson gætu dundað sér við á einu síðkveldi í Aust- urstrætinu. Sú óvissa sem yfir vofir vegna eignarhaldsins á fiskinum á sjónum ætlar þó seint að leiða menn í skilning um eðli vandans.“ (Jóhann Ársælsson, alþingismaður, í umræðum á Alþingi) Mikill vinur Færeyinga „Þó ég sé mikill vinur Færeyinga ætla ég að benda á að samkvæmt samningi við þá hafa þeir þrefalt meiri heimildir til botnfiskveiða við Íslandsstrendur en sóknardagabátarnir eða 5600 tonn og þar af 1200 tonn af þorski. Séu afla- heimildir Evrópusambandsins í botn- fiski innan lögsögunnar lagðar við, 3 þúsund tonn af karfa, er þetta hátt í fjórfalt það sem íslenskum trillukörlum á handfærabátum er skammtað. Er réttarstaða þessa manna lítilsgild í samanburði við þessa erlendu aðila?“ (Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, á aðalfundi LS) U M M Æ L I Jón Bjarnason. Jóhann Ársælsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.