Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 32

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 32
Einn þýðingarmesti þátturinn í því ferli að skila hágæða hrá- efni að landi felst í góðri kæl- ingu. Á síðustu árum hefur notkun á nýjum gerðum kæli- véla, sem framleiða vökvaís úr sjó eða söltu vatni, verið að ryðja sér til rúms. Í dag er hægt að fá þessar vélar í mörg- um stærðum og auk þess er hægt að fá ýmsan viðbótarbún- að, svo sem ísgeymslutank og forkælingarbúnað, til þess að auka notkunarmöguleika þeirra. Þær vökvaísvélar sem nú eru á markaði geta skilað að hámarki 40% íshlutfalli í vökvaís við bestu aðstæður. Bestu aðstæður þýða að sjórinn er vel kaldur þegar hann kemur inn á vélina og til að tryggja góðan árangur er æskilegt að hafa forkæli með í kerfinu, en þeir gera talsvert gagn þegar framleiða þarf þykkan vökvaís auk þess að afköst vélar- innar verða meiri. Vökvaísinn er yfirleitt við hitastig milli -1°C og -3°C en það ræðst af saltmagni í sjó. Hægt er að framleiða vökvaís inn á tank og eiga þar nægar ís- birgðir til þess að mæta toppum í vinnslu. Margir kostir vökvaíss Vökvaís hefur marga kosti fram yfir hefðbundinn ís. Hann skilar hröðum varmaburði frá afla yfir í ís og er þess valdandi að mjög hröð kæling næst, ef rétt er ísað. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hröð kæling hefur mjög góð áhrif á gæði fisks og er þetta því góður eiginleiki. Vökvaísinn fer auk þess vel með afla og eru litlar lík- ur á áferðarskemmdum. Hefð- bundinn ís getur aftur á móti haft þannig áhrif á aflann að það sjáist mar á yfirborði fisksins. Hefðbundinn ís hefur þó einnig sína kosti. Þannig er t.d. hægt að ísa meira magn af fiski í hvert ker ef hann er notaður, sem kemur sér vel ef pláss er takmarkað um borð. Þá bráðnar hefðbundinn ís mun hægar en vökvaís eða krapaís. Kæling á upp- sjávarfiski Vökvaís er bú- inn til úr sjó eða saltblönduðu vatni og því er blandan sölt ef ísað er í lokaðan tank eða ker. Þetta á einna helst við þegar hann er notaður til kælingar á uppsjávarfiski. Við aðrar aðstæður fær vökvinn yfirleitt að leka úr kerinu og situr þar ísinn eftir með lágt salthlutfall. Það þarf því að hafa saltmagnið í huga þegar kæla á fisk sem nota á sem hráefni í fiskmjöl. Á þetta sérstaklega við um kolmunna og loðnu sem draga salt hraðar í sig en síld. Þetta þarf þó ekki að koma í veg fyrir notkun hans þar sem hægt er að lensa pæklinum undan afl- anum og situr þá ísinn, með litlu sem engu saltmagni, eftir. Við þessar aðstæður væri þykkari vökvaís heppilegri kostur þar sem þá þyrfti ekki að lensa eins miklu undan aflanum. Þarf meira magn af vökvaís Með aukinni notkun á vökvaís- vélum er eitt sem hafa verður í huga, að þegar ísað er með 1000 kg af 40% vökvaís þá er magn af hreinum ís 400 kg (bestu aðstæð- ur). Í fæstum tilvikum er ísinn svo þykkur, algengt er að hann sé á milli 20% og 35% sem þýðir 200 til 350 kg af hreinum ís. Því þarf meira magn af vökvaís en hefðbundnum ís til þess að kæla afla og halda honum við rétt hita- stig (0°C+). Á bilinu 0 til 5°C skiptir hver hitagráða til eða frá verulegu máli 32 K Æ L I N G Á F I S K I Höfundur greinarinnar er Bjarki Magnússon. Bjarki hefur lokið BSc prófi í véla- og iðnað- arverkfræði frá Há- skóla Íslands og stundar nú rannsóknir á geymslutækni við Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins til MSc prófs. Samanburður á kælingu með vökvaís og hefðbundnum ís Vökvaís hefur marga kosti fram yfir hefðbundinn ís. Hann skilar hröðum varmaburði frá afla yfir í ís og er þess valdandi að mjög hröð kæling næst, ef rétt er ísað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.