Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 22
22 E Y J A F J Ö R Ð U R „Sæeyru eru tiltölulega ný teg- und í eldi hér á landi og því má segja að maður sé í stöðugu þróunarstarfi. Það eitt gerir þetta eldi mjög áhugavert. Hauganes er um margt góður staður fyrir sæeyrnaeldi. Hér hefur gengið vel að fá hreinan sjó og aðgangur er að heitu vatni, sem er lykilatriði vegna þess að sæeyrun þurfa heitan sjó og honum náum við með varmaskiptakerfi í eldinu hjá okkur,“ segir Ásgeir E. Guðna- son, fiskeldisfræðingur og stöðvarstjóri eldisstöðvar Stofnfisks á Hauganesi við Eyjafjörð. Sú reynsla sem fengist hefur á undanförnum árum af eldi á sæeyrum, í eldisstöð Sæbýlis hf. í Vogum á Vatnsleysuströnd, sýnir að eldisferillinn tekur um fjögur ár frá lirfustiginu þar til sæeyrað er komið í markaðsstærð. Ásgeir telur góðar líkur á því að unnt sé að stytta þennan tíma um allt að fjórðung með bættri eldistækni og síðan enn meir með kynbót- um þegar til framtíðar er litið. Einn af stærstu framleiðend- um á sæeyraungviðum í heiminum Fyrsta frjóvgun í eldisstöðinni á Hauganesi var í september 2002. „Í dag er hér í stöðinni um ein milljón af sæeyrum, sem eru sjö mánuða gömul eða yngri,“ segir Ásgeir. „Eins og staðan er núna erum við örugglega í hópi stærstu framleiðenda í heimi á sæeyrum. Við höfum til þessa einbeitt okk- ur að því að koma framleiðslunni í gang og fullvissa okkur um að eldiskerfið, sem er ný hönnun, virki eins og það á að gera. Það hefur ekki valdið okkur neinum vonbrigðum og ég tel nú að áætl- anir okkar um að framleiða þrjár til fjórar milljónir af sæeyrum á ári eigi að ganga eftir. Að mínu mati gengur eldið hér á Hauganesi að óskum og það er Sæeyru eru sjávarsniglar af ættkvíslinni Haliotis. Alls munu vera til um 100 tegundir sæeyrna, þar af eru 10-15 tegundir nýttar til manneldis. Ein þeirra er svokallað rautt sæeyra (Haliotis rufescens), sem á ensku er kallað Red Abalone, en það var fyrst flutt til Íslands frá Kaliforníu árið 1988 af Ingvari Níelssyni verk- fræðingi. Sæeyra er eitt dýrasta sjávarfang sem völ er á. Hefð er fyrir neyslu á sæeyrum í Austur- löndum fjær, t.d. Japan og Kína, þar sem efn- að fólk hefur þetta sjávarfang á borðum og sæeyru er að finna á dýrari veitingastöðum. Í Bandaríkjunum og Kanada eru líka umtalsverð- ir markaðir fyrir sæeyru, enda búa þar milljónir manna af asískum uppruna sem vilja hafa sæeyru á borðum. Það sama má segja um svæði í Suður-Ameríku. Sæeyru eru flutt lifandi á markað og hafa margar mismunandi aðferðir verið þróaðar í matreiðslu á þeim. Sæeyru halda sig við botninn og því er ekki unnt að veiða þau nema því aðeins að kafa eftir þeim. Það segir sig því sjálft að erfitt er að nálgast sæeyru og afurðirnar eru eftir því dýrar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er al- gengt skilaverð til framleiðenda 30-33 dollarar eða um 2.400 krónur. Á veitingastöðum í Jap- an eru dæmi um að kílóaverð á sæeyrum sé um sextíu þúsund krónur þegar þau eru komin á borðið. Hvað er sæeyra? Milljón sæeyru á Hauganesi Sæeyru geta orðið allt að þrjátíu sentímetrar að lengd, en markaðsstærðin er 8-10 sentímetrar að lengd, ca. 100-200 grömm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.