Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 23

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 23
E Y J A F J Ö R Ð U R 23 vissulega mjög mikilvægur grunnur að byggja á,“ segir Ás- geir. Nákvæmi er lykilatriði Eldi á sæeyrum er flókið ferli sem Ásgeir lýsir svo: „Við erum með klakdýr, sem að stofni til eru frá árinu 1988. Við fáum hrogn og svil frá þessum dýrum og frjóvg- um. Eftir einn sólarhring klekjast hrognin og til verða sundlægar lirfur. Eftir að lirfutímabilinu lýkur eru lirfur settar í botnnám- sker þar sem þær nærast á þör- ungum. Í þessum kerjum eru sæeyrun alin þar til þau eru nægi- lega stór til þess að flytja þau yfir í önnur ker þar sem þau fara á þurrfóður. Síðan tekur við eldi uns sæeyrun eru komin í mark- aðsstærð. Hér á Hauganesi ein- beitum við okkur að eldi á sæeyr- um þar til þau eru á bilinu 10 til 20 millimetrar að stærð, eða 6-10 mánuða gömul. Þegar þessari stærð er náð eru sæeyrun tilbúin til áframeldis og við hjá Stofnfiski erum með áætlanir um að byggja upp áframeldisstöð á Reykjanesi ásamt því að selja ungviði til ann- arra eldisstöðva. Hugmyndin er sú að flytja sæeyrun úr stöðinni hér á Hauganesi og suður á Reykjanes þar sem þau verði alin í markaðsstærð. Mikilvægt er að staðsetja slíka eldisstöð í nágrenni við Keflavíkurflugvöll, enda eru sæeyru flutt lifandi á markaði. Þau þola allt að 40 klukkustunda flutning og því er raunhæft að flytja þau lifandi alla leið til Jap- ans.“ Athyglisverð uppbygging Eldisstöðin á Hauganesi er á tveimur hæðum í eigin húsnæði Stofnfisks. Ásgeir hefur stýrt uppbyggingu stöðvarinnar, varð- andi búnað og annað, og hann og tveir starfsmenn stöðvarinnar, sem báðir eru af Hauganesi, hafa unnið ötullega að því að koma búnaðinum upp og fylgja eldinu úr hlaði. Ófáar vinnustundirnar eru að baki og það vekur athygli blaðamanns Ægis hversu vel er fyrir öllum hlutum hugsað. Bún- aðurinn er einfaldur, en virkar eins og til er ætlast. Á tölvuskjá er unnt að fylgjast með öllum þráðum eldisins, hitastigi eldis- vökvans í hverjum eldissal og öðru sem skiptir máli til að tryggja góðan árangur. Ásgeir nefnir að heimamenn á Árskógsströnd og Hauganesi hafi stutt vel við uppbyggingu eldis- stöðvarinnar og fyrir það sé hann þakklátur. Þá nefnir hann að gott samstarf hafi verið við fóðurverk- smiðjuna Laxá hf. um þróun á þurrfóðri fyrir sæeyru og það muni halda áfram. Tvö þúsund ára hefð Um tvöþúsund ára hefð er fyrir neyslu á sæeyrum í Japan og Kína. Sæeyru geta orðið allt að þrjátíu sentímetrar að lengd, en markaðsstærðin er 8-10 sentí- metrar að lengd, ca. 100-200 grömm. Eldi á sæeyrum hófst í kjölfarið á gegndarlausri ofveiði á þessari tegund. Sem dæmi hafa veiðar á sæeyrum verið alfarið bannaðar í Bandaríkjunum. Eldi á sæeyrum hefur í raun ekki náð fótfestu víða, enda er óhætt að segja að það sé afar sérhæft og krefst mik- illar kunnáttu. Stærstu eldislönd- in í heiminum eru Kína, Ástralía, Bandaríkin, Suður-Afríka, Írland og Ísland. Þá er töluvert sæeyrna- eldi í Japan, sem byggir á hafbeit. Þá var ekki aftur snúið Ásgeir E. Guðnason lauk námi á fiskeldisfræði- braut Fjölbrautaskóla Suðurlands á Kirkjubæjar- klaustri vorið 1991 og tók síðan verknám hjá Haf- rannsóknastofnuninni, í fiskeldisstöðinni Stað í Grindavík. Að námi loknu starfaði Ásgeir áfram við stöðina og þar segist hann hafa aflað sér mik- illar reynslu í eldi á mörgum tegundum, t.d. þorsk, lúðu, sandhverfu og síðast en ekki síst sæeyrum. Áður en Ásgeir fór í fiskeldið hafði hann verið í nokkur ár til sjós og tók m.a. próf frá Stýrimanna- skólanum. Þrátt fyrir að þykja sjómennskan um margt skemmtileg ákvað Ásgeir að fara í land og niðurstaðan var sú að takast á við verkefni sem tengdust sjávarútveginum á einn eða annan hátt. Fiskeldið varð fyrir valinu. „Á þessum tíma hafði ég áhuga á því að fara í þorskeldi - fá mér trillu og veiða smáþorsk til áframeldis í kvíum. En svo kynntist ég sæeyrunum og þá var ekki aftur snúið,“ rifjar Ásgeir upp. Eftir að hafa starfað um hríð hjá fiskeldisstöð Hafró í Grindavík, ákvað Ásgeir að taka næsta skref í eldi á sæeyrum. Hann stofnaði fyrirtækið Sæbýli hf. í Vogum á Vatnsleysu- strönd í október 1993 og átti 80% í því í upphafi á móti Agnari Steinarssyni, líffræðingi, hjá Hafrannsóknastofnuninni, og Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, núverandi framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ásgeir var framkvæmdastjóri Sæbýlis fram á mitt ár 1999 og starfaði þar áfram sem eldisstjóri til ársins 2000. Þá lá leiðin norður í land. Ásgeir stofnaði fyrirtækið Haliotis, sem er latneska heitið á sæeyra. Í upphafi fékk Ásgeir til liðs við sig Útgerðarfélag Akureyringa og fjárfestingasjóðinn Tækifæri, en síðar komu Stofnfiskur, Framtak og fleiri aðilar inn í félagið. Um áramótin 2001-2002 var Haliotis sameinað Stofn- fiski hf og hefur fyrirtækið síðan verið rekið á Hauganesi við Eyjafjörð undir nafni Stofnfisks. Ásgeir Guðnason, stöðvarstjóri Stofnfisks á Hauganesi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.