Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 34

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 34
34 E N D U R B Æ T T S K I P „Mér líst vel á þetta. Það má segja að þetta sé nýtt skip,” segir Sigurður Kristjónsson, útgerðarmaður neta- og snur- voðarbátsins Magnúsar SH- 205, sem kom til heimahafnar á Hellissandi 9. október sl. eft- ir gagngerar endurbætur hjá Þorgeiri & Ellert hf. á Akra- nesi. Magnús SH er 142 brúttólestir að stærð. Ekki er ofsögum sagt að Magn- ús SH-205 sé eins og nýr eftir þessar breytingar, enda ekki margir þumlungarnir í skipinu sem ekki voru „teknir í nefið”. Útgerð Magnúsar, Skarðsvík ehf. á Hellissandi, sem er í eigu þeirra feðga Sigurðar Kristjónssonar og Sigurðar V. Sigurðssonar, keypti þetta skip á Patreksfirði, en áður hét það Sigurvon BA 55. Það má í raun segja að skipið sé aftur komið heim því árið 1974 var það smíðað í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Ólafsvíkinga og bar þá nafnið Garðar II SH. Áður hafði skipið borið nöfnin Eyja- berg VE, Garðar II SF og Sigur- von RE. „Alveg með ólíkindum” Endurbætur á Magnúsi SH hófust 6. mars sl. og því tóku þær í það heila um sjö mánuði. „Blessaður vertu, skipið var allt tekið í gegn og það má segja að það sé óþekkj- anlegt frá því sem það var. Þor- geir & Ellert hafa séð um þessar breytingar og það er mjög góð vinna á þessu öllu,” segir Sigurð- ur Kristjónsson. Gamli Magnús SH, sem er 116 brúttólestir að stærð, er nú til sölu án aflaheimilda. Aflaheim- ildirnar af honum, á milli 6 og 700 tonn, hafa verið færðar yfir á nýja skipið, þar af eru 4-500 tonn af þorski. „Til að byrja með förum við á net. Við seljum aflann á mörkuð- um,” segir Sigurður, sem er fjarri því að vera ánægður með hvernig þrengt hafi verið að útgerðum netabáta á undanförnum árum. „Við höfum verið markvisst skornir niður ár frá ári. Það er al- veg með ólíkindum að stjórn- málamenn skuli hafa látið hafa sig út í þetta kjaftæði. Það er ein- faldlega enginn kraftur í útgerð þessara báta lengur vegna þess að það er búið að taka allan kvóta af okkur. Ég fullyrði að það hafa engir farið jafn illa út úr þessu kerfi og bátar af þessari stærð. Þessir bátar hafa enga aðra mögu- leika en veiða úthlutaðan kvóta, en margir stærri togarar hafa þann möguleika að sækja í úthaf- ið, t.d. í Barentshaf eða í út- hafskarfann. Og trillurnar fara endalaust fram úr heimildum og komast upp með það. Það er al- veg með ólíkindum. Kannski er vandamálið það að við höfum enga til þess að tala okkar máli,” segir Sigurður, sem er sjálfur hættur að róa. „Já, ég er kominn í land. Ég er í því að borga reikn- ingana og annað sem þarf að gera í landi,” segir hann. Skipstjóri á Magnúsi SH-205 er Sigurður V. Sigurðsson en Atli Már Gunnarsson er yfirvélstjóri. Magnús SH-205 Að útgerð Magnúsar SH, sem heitir Skarðsvík ehf., standa feðgarnir Sigurður Kristjónsson og Sigurður V. Sigurðsson. Myndir: Alfons Finnsson Magnús SH-205 hét áður Sigurvon BA-55. Þessi mynd var tekin fyrir breytingarnar og eins og sjá má er skipið gjörbreytt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.