Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2003, Page 27

Ægir - 01.09.2003, Page 27
27 N Ý F U N D N A L A N D Flæmska hattinum, en Kristján segir að nokkur íslensk skip stundi þar veiðar undir baltnesk- um fánum. „Við erum með nokk- ur af þessum skipum hér í við- skiptum og það sama má segja um norsk skip sem hafa komið á Flæmska hattinn í kjölfar þess að rækjuveiðar drógust töluvert saman í Barentshafinu,“ segir Kristján. Óhætt er að segja að prýðileg rækjuveiði hafi verið á síðustu mánuðum á Flæmska hattinum. „Í upphafi árs voru þar fá skip að veiðum, en norsku skipin komu hingað í apríl og hafa fiskað mjög vel. Fyrir vikið hefur verið óvenjulega mikið um að vera hjá okkur í sumar og það stefnir í að rækjumagnið verði það mesta sem hefur verið landað hér á einu ári. Kanadamenn juku rækju- kvótann á þessu ári um 34 þús- und tonn og var þessari aukningu fyrst og fremst úthlutað til rækjuveiða á grunnslóð, enda virðist vera gríðarlega mikil rækja við Labrador, en hins vegar sést þar enginn þorskur.“ Hjá Harbour Grace CS Inc. eru sex fastráðnir starfsmenn og milli 80-90 lausráðnir verkamenn, sem annast löndun og útskipun. Um margt líkt íslenskum út- gerðarbæ Kristján hefur gert þriggja ára samning um hið nýja starf á Ný- fundnalandi. Harbour Grace er að hans sögn um þrjú þúsund manna byggðar- lag. „Um margt er þetta líkt ís- lenskum útgerðarbæ. Hér á árum áður snérist hér allt um fiskveiðar og fiskvinnslu, en á því hefur orð- ið veruleg breyting í kjölfar þess að þorskveiðarnar hrundu. En þær veiðar sem hér eru stundaðar eru árstíðabundnar, t.d. krabba- og rækju- og skötuselveiðar. Fólk er hér mjög vinalegt og mér hefur verið mjög vel tekið. Yfir sumar- mánuðina er hér heitt og rakt, en á vetrum er kaldara en maður á að venjast á Íslandi, enda er rakinn töluvert meiri og nokkuð vinda- samt,“ segir Kristján Aðalsteins- son.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.