Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 33

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 33
33 K Æ L I N G Á F I S K I þegar um geymsluþol fisksins er að ræða. Fyrir hverja gráðu sem hitinn er lækkaður á þessu bili þá lengist geymsluþolið um einn til einn og hálfan sólarhring. Því er ekki aðeins mikilvægt að kæla aflann hratt niður, heldur er einnig mikilvægt að honum sé haldið við 0°C+ og þarf því að gera ráð fyrir varmastreymi að afl- anum þegar ísað er. Dæmi Kæla þarf 1000 kg af þorski sem kemur við 8°C upp úr sjó. Ger- um ráð fyrir að varmarýmd hans sé 3,76kJ/ (kg°C). Geyma þarf aflann í 2 sólarhringa í ís fram að löndun og er miðað við að honum sé landað með 3% ís í afla (af heildarþyngd afla og íss). Gefum okkur að umhverfishiti í lest (2°C) valdi tapi á kæliorku um sem nemur 2500kJ/sólarhring fyrir þessi 1000 kg af fiski. Ísað er í ker sem eru með opin drengöt og er því gert ráð fyrir að vökvi leki jafnóðum út. • Bræðsluvarmi í hverju kílói af hreinum ís: 331kJ • Bræðsluvarmi í hverju kílói af 40% vökvaís: 132kJ • Bræðsluvarmi í hverju kílói af 35% vökvaís: 116kJ • Bræðsluvarmi í hverju kílói af 20% vökvaís: 66kJ • Orka sem þarf til kælingar nið ur í 0°C er: 30.080kJ • Orka sem þarf til þess að við halda 0°C í 2 sólarhringa er: 5.000kJ • Samtals orka sem þarf til kæl ingar: 35.080kJ Magn sem þarf til þess að eiga 3% ís (prósenta af heildarþyngd ís + fiskur) í lok ferðar: Hefðbundinn ís: 31kg. Vökvaís (40%): 78kg Vökvaís (35%): 89kg Vökvaís (20%): 155kg • Magn af hefðbundnum ís sem þarf til kælingar: 136kg • Magn af vökvaís (40%) sem þarf til kælingar: 344kg • Magn af vökvaís (35%) sem þarf til kælingar: 391kg • Magn af vökvaís (20%) sem þarf til kælingar: 687kg Þó svo að rúmmálsþyngd hefð- bundins íss sé talsvert minni en rúmmálsþyngd vökvaís þá er hér einnig um mun á rúmmáli að ræða. En hafa ber í huga að 40% vökvaís kemst nálægt hefðbundna ísnum hvað þetta varðar og væri spennandi að sjá hver niðurstaðan væri ef ísvélar sem framleiða þykkari ís yrðu teknar í gagnið. Þetta dæmi sýnir svo ekki verð- ur um villst að mjög mikilvægt er að vita nákvæmlega hversu þykkur vökvaísinn er og þekkja hversu mikið magn þarf til þess að ná árangri í kælingu miðað við gefna ísprósentu. Eins er ljóst að ef lágmarka á fjölda íláta þá borg- ar sig augljóslega að ísa með eins þykkum ís og mögulegt er hverju sinni. Kominn til að vera Ljóst er að vökvaísinn er kominn til að vera og er von á nýrri gerð af ísvélum sem geta framleitt þykkari vökvaís en áður hefur þekkst. Hann mun þó ekki fara yfir 60% sem er hámark ef dæla á ísnum. Þó ber að hafa í huga þær takmarkanir sem saltinnihald og minni kæliorka hafa í för með sér. En ef menn eru meðvitaðir um það þá er hægt að nýta vökvaísinn til þess að koma með hráefni að landi sem fer í hæsta gæðaflokk. Hefðbundinn ís verður að sjálf- sögðu áfram notaður til kælingar þar sem eiginleikar hans njóta sín best og einnig þar sem þessum tveimur kerfum verður blandað til þess að ná fram hámarksár- angri við að auka verðmæti sjáv- arfangs. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Vökvaísinn hefur smám saman verið að ryðja sér til rúms, enda þykir hann um margt heppilegri en hefðbundinn ís. Þessi mynd var tekin á fiskmarkaði Fishgate í Bretlandi. „Fyrir hverja gráðu sem hitinn er lækkaður á þessu bili þá lengist geymsluþolið um einn til einn og hálfan sólarhring. Því er ekki aðeins mikilvægt að kæla aflann hratt niður, heldur er einnig mik- ilvægt að honum sé haldið við 0°C+ og þarf því að gera ráð fyrir varmastreymi að aflanum þegar ísað er.“ „Rannsóknir hafa leitt í ljós að hröð kæling hefur mjög góð áhrif á gæði fisks og er þetta því góður eiginleiki. Vökvaísinn fer auk þess vel með afla og eru litlar líkur á áferðarskemmdum. Hefðbundinn ís getur aftur á móti haft þannig áhrif á aflann að það sjáist mar á yfirborði fisksins.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.