Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 18
E Y J A F J Ö R Ð U R 18 Tónlistin er greinilega í háveg- um höfð á Kleifaberginu, en eng- inn leggur þó eins mikla alúð við hana og stýrimaðurinn Björn Val- ur Gíslason, sem semur flest laga og texta Roðlaust og beinlaust. Hann er auðvitað með kassagítar- inn með sér úti á sjó og notar þann tíma sem gefst til þess að festa melódíur á blað. Á svipuðum slóðum og áður „Þessi nýi diskur er svona rökrétt framhald af fyrri diskinum okk- ar,“ segir Björn Valur í samtali við Ægi. „Við erum á svipuðum slóðum og áður,“ bætir hann við en vill ekki gefa alltof mikið upp um efni disksins að svo komnu máli. Ágætur tími gafst í september til þess að taka upp nýja diskinn á meðan Kleifabergið var í slipp á Akureyri. Og félagarnir í Roð- lausu og beinlausu gerðu meira. Þeir tóku sig til og unnu mynd- band við jólalagið „Í friði og ró“. Myndbandið var tekið upp um borð í trillunni Torfa ÓF og voru hljómsveitarmeðlimir allir klædd- ir jólasveinabúningum. Vakti þetta uppátæki að vonum mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem jólasveinar einn og átta stefna á haf út í september. Um sölu og dreifingu á fyrsta geisladiski Roðlaust og beinlaust önnuðust björgunarsveitir um allt land. Bróðurpartur ágóða af disk- inum rann til björgunarsveitanna. Björn Valur segist fastlega reikna með að sama fyrirkomulag verði með sölu og dreifingu á nýja diskinum. „Okkur þykir gott ef við getum með þessum hætti stutt við björgunarsveitirnar. Við erum ekki að þessu til þess að græða á því, síður en svo. Okkar markmið er að eignast aldrei pen- ing,“ segir Björn Valur. Þetta er gaman! „Við erum að brölta í þessu vegna þess að okkur finnst þetta gaman. Svona tómstundagaman áhafnar- meðlima utan vinnunnar þjappar hópnum saman og það er mjög jákvætt. Auk tónlistarinnar ger- um við ýmislegt skemmtilegt saman, t.d. efnum við til golf- móts, við höldum þorrablót og ýmislegt fleira. Um borð eru nokkrir mjög vel liðtækir kylfingar sem keppa á golfmót- um. Til þess að þeir geti haldið sér í þjálfun úti á sjó hafa þeir sett upp á æfingaaðstöðu upp á brú skipsins þar sem þeir geta slegið. Þegar við vorum á karfan- um í vor lönduðum við fyrir sunnan og á meðan á löndunum stóð skruppu golfararnir okkar á völlinn. Það er liðin tíð að menn fari á krána í landlegum, nú er farið á völlinn,“ segir Björn Valur og hlær. Aflaverðmætið um 4,5 millj- arðar króna Kleifabergið hefur jafnan verið eitt af aflahæstu skipum landsins. Björn Valur segir að skipið hafi reynst mjög vel og áhöfnin sé framúrskarandi góð. Á heimasíðu Björns Vals - www.bvg.is - eru birtar skemmtilegar upplýsingar um sjómennskuna og hvernig gengur í hverjum túr. Á síðunni kemur fram að á þeim sex árum sem Kleifabergið hefur verið gert út frá Ólafsfirði hafi það veitt um 34 þúsund tonn, þar af á þrett- ánda þúsund tonn af þorski. Afla- verðmætið á núvirði eru röskir 4,5 milljarðar króna. Að meðal- tali hefur skipið aflað á þessum sex árum fyrir um 750 milljónir króna á ári. JÓLASVEINAR á Kleifaberginu - ný plata með Roðlausu og beinlausu væntanleg á markaðinn Stýrimaðurinn og tónlistarsprautan Björn Valur fær sér kríublund í brúnni. Kleifabergsmenn á fullu í áhugamálinu - tónlistarsköpun. Nýjasta afurða Roðlaust og beinlaust er væntanleg á markaðinn innan tíð- ar. Sjómennirnir á Kleifaberginu í Ólafsfirði, sem kalla sig Roðlaust og beinlaust, láta ekki deigan síga. Fyrir tveimur árum fóru þeir í hljóðverið og festu á geisladisk nokkur ágætis lög. Í fyrra sendu þeir síðan frá sér jólalag sem vakti mikla athygli - Í friði og ró - og nú eru þeir aftur komnir á kreik með nýjan disk sem væntanlegur er á markaðinn á næstunni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.