Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 28
28 H R E F N U V E I Ð A R Gísli Víkingsson, verkefna- stjóri hjá Hafrannsóknastofn- uninni, segist vera ágætlega sáttur við hvernig til tókst með hrefnuveiðarnar á sl. sumri. Framundan sé mikil vinna við að vinna úr þeim rannsóknum sem voru gerðar á dýrunum og hann reiknar með að niðurstöð- ur þeirra verði lagðar fyrir árs- fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í júní á næsta ári. Til stóð að veiða 38 dýr, en inn- an þess tímaramma sem hafði ver- ið ákveðinn tókst ekki að veiða nema 36 hrefnur. „Það vantaði tvö dýr upp á töluna, sem helgað- ist af því að ekki fékkst hrefna á einu veiðisvæðinu sem við höfð- um fyrirfram skilgreint. Ég hygg að ef þessir þrír bátar hefðu feng- ið frjálsar hendur með veiði á dýr- unum hefði kvótinn verði veiddur á hálfum mánuði. Veiðunum var hins vegar stjórnað mjög ná- kvæmlega eftir svæðum, þannig að við gætum m.a. gert okkur grein fyrir útbreiðslunni,“ segir Gísli. Minni umræða en búast mátti við Gísli segir að fyrirfram hafi menn búist við mikilli umræðu um vís- indaveiðarnar og þær hafi vissu- lega verið miklar til að byrja með. Síðan hafi þær smám saman fjarað út og þegar á heildina er litið megi segja að þær hafi ekki verið eins áberandi og búast hefði mátt við. „Ég hef sáralítil viðbrögð fengið erlendis frá og það er í samræmi við þá sögu sem starfs- menn sendiráða Íslands erlendis hafa að segja.“ Gísli segir viðamikið verkefni að vinna úr fyrirliggjandi gögn- um. „Það er að sjálfsögðu mjög mikið verk. Úrvinnsla gagna mun fara fram bæði hér á landi og er- lendis,“ segir hann. Yfirlýst markmið með vísindaveiðunum er að afla vitneskju um fæðuvist- fræði hrefnunnar við Ísland. Þá verður orkubúskapurinn rannsak- aður, metnar árstíðabundnar breytingar á fjölda, útbreiðsla hrefnunnar og fæðuþörf, könnuð sníkjudýr og sjúkdómar í hrefnu- stofninum og kannað magn líf- rænna og ólífrænna mengunar- efna í hrefnunni. Minna kvikasilfur en í norsk- um hrefnum „Það er rétt að kvikasilfursmagn- ið í kjöti af hrefnunum sem veiddar voru í sumar er töluvert lægra en hefur mælst í hrefnum sem veiddust við Noreg. Til þess að mæla kvikasilfrið tókum við sýni úr sex dýrum og völdum þar sex tarfa. Við töldum að ef þessi stóru dýr væru ekki yfir mörkum, þá væru gildin enn lægri í minni dýrunum. Rétt er að hafa í huga að Norðmenn eru að veiða hrefn- ur á mjög stóru hafsvæði, allt frá Norðursjó og upp í Barentshaf og það er vitað að á öllu þessu svæði er sjórinn misjafnlega mikið mengaður. Við munum skoða þessar niðurstöður betur, en reyn- ist það tilfellið að marktækur munur sé á kvikasilfursmagni í kjöti sem við erum að veiða hér við Ísland og Norðmenn veiða, þá eru það athyglisverðar niðurstöð- ur. Það kann að staðfesta það, sem við höfum talið, að um sé að ræða tvo aðskilda stofna og ekki sé erfðafræðileg blöndun á milli þeirra,“ segir Gísli. Stefnt að því að hefja veiðar í apríl eða maí Gísli segir að sjávarútvegsráðu- neytið taki formlega ákvörðun um framhald vísindaáætlunarinn- ar. Hann segist fastlega gera ráð fyrir að strax næsta vor verði vís- indaveiðunum haldið áfram. „Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að veidd yrðu 200 dýr á tveimur árum, 100 hvort ár. Í þeirri áætlun var miðað við að hefja veiðar fyrsta júlí. Við hófum hins vegar veiðar um miðjan ágúst í sumar og höfum því ein- ungis fengið haustsýni, sem er ekki nægilegt í fullburða rann- sókn. Samkvæmt okkar áætlun- um munum við byrja næsta vor, í apríl eða maí, og veiða eitthvað fram á sumarið,“ segir Gísli og býst við því að í júní verði lögð fram skýrsla á aðalfundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins á Ítalíu um stöðu vísindaveiðanna og frumniður- stöður einhverra þátta rannsókn- anna. Unnið í vetur úr rannsóknasýnum vegna vísindaveiða á hrefnu: Úrvinnsla hér á landi og erlendis Myndir: Hafrannsóknastofnunin Vísindaveiðar sumarið 2003.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.