Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 31

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 31
31 Verð á einum slíkum kafbáti er á bilinu 16 til 40 milljónir króna, en það fer þó m.a. eftir dýpisþol- inu, en þó fyrst og fremst eftir búnaðinum sem settur er um borð. „Sem dæmi getum við komið fyrir fullkomnum neðan- sjávarmyndavélum, hliðarsónar, fiskileitartækjum, seltumæli, hitamælum o.fl.“ Eins og áður segir kom fljót- lega fram áhugi bandaríska flot- ans á að fá kafbát frá Hafmynd og segir Torfi að kaup á honum hafi verið staðfest. „Bandaríski varnar- málaráðherrann er búinn að sam- þykkja fjárveitinguna og við reiknum með að afhenda bátinn um mitt næsta ár. Hann verður útbúinn til sprengjuleitar með nákvæmustu staðsetningartækj- um sem völ er á. Staðsetningar- tæknin er svo fullkomin að unnt er að koma á sama punktinn aftur eftir klukkustund með þriggja metra nákvæmni. Þetta er afar mikilvægt vegna þess að menn vilja geta fundið sama hlutinn aftur, t.d. tundurdufl.“ Bandaríski flotinn kaupir kafbát frá Hafmynd Hafmynd hefur kynnt þessa tækni á sýningum erlendis og einnig í gegnum umfjöllun og auglýsingar í fagtímaritum. Sömuleiðis hefur vefsíða fyrirtæk- isins www.gavia.is reynst gott markaðstæki. „Á tiltölulega skömmum tíma erum við orðnir vel þekktir fyrir þessa tækni og þessi sala til bandaríska hersins kemur okkur að mínu mati end- anlega á kortið því þar á bæ verða menn að hafa mjög ríkar ástæður til þess að leita að tækjabúnaði út fyrir Bandaríkin. Hafmynd er eina fyrirtækið utan Bandaríkj- anna sem bandaríski flotinn hefur leitað til með slíkan búnað og við lítum að sjálfsögðu á það sem mikla viðurkenningu á þeim tæknibúnaði sem við höfum verið að þróa.“ Neðansjávarmyndatökur fyrir Landssamband smábátaeig- enda „Ég lít svo á að kafbáturinn nýtist öllum þeim sem þurfa að vita eitthvað um hafsbotninn eða það sem gerist undir yfirborði sjávar. Hér á landi kemur þessi tækni að góðum notum fyrir t.d. eftirlit og viðgerðir á skólplögnum, vatns- leiðslum og neðansjávarstrengj- um. Þá nýtist hún vel til sjómæl- inga, mengunar- og öryggiseftir- lits með höfnum. Að ógleymdri leit í sjó, t.d. að skipsflökum,“ segir Torfi. „Við höfum verið í góðri sam- vinnu um þróun tækisins við Hafrannsóknastofnunina og Há- skóla Íslands og nú liggur fyrir að við munum hafa samstarf við Landssamband smábátaeigenda um neðansjávarmyndatökur þar sem reynt verður að afla upplýs- inga um hafsbotninn á veiðislóð, allt niður á fimm hundruð metra dýpi.“ Hönnun, þróun og smíði á Íslandi Hafmynd var á sínum tíma stofn- uð um þróun og hönnun á sjálf- virkum kafbátum. „Fyrirtæki var stofnað um þetta verkefnið árið 1999 og formleg starfsemi þess hófst á árunum 2000 og 2001. Það er enginn vafi að áhugi bandaríska flotans hefur opnað okkur ýmsar leiðir. Við erum með mörg járn í eldinum, bæði í Evr- ópu og Asíu,“ segir Torfi. Eins og áður segir er kafbátur- inn algjörlega íslensk uppfinning. Báturinn hefur verið hannaður og þróaður hér á landi og hann er sömuleiðis smíðaður hér. „Þetta er hannað og álagsprófað í tölvum og síðan eru teikningarnar sendar í tölvustýrða rennibekki í vél- smiðjum í Reykjavík. Þegar stykkin koma síðan til baka eru þau þrýstiprófuð. Við getum þrýstiprófað kafbátinn niður á tvö þúsund metra dýpi í sérstökum þrýstitanki.“ Fyrirtækið er í eigu nokkurra einstaklinga og Nýsköpunarsjóðs. N Ý S K Ö P U N Kafbátnum er stýrt með tölvu. Hér er Bretinn Richard Yeo að stýra farinu. Auðvelt er að setja kafbátinn saman. Í raun er hólkunum smellt saman, rétt eins og þegar linsu er smellt á mynda- vél. Sótt hefur verið um einkaleyfi á þessari hönnun, sem er eitt sex einka- leyfa sem sótt hefur verið um vegna kafbátsins. Á öndverðri 20. öld varð bylting í sjávarútvegi Íslend- inga þegar vélin leysti af hólmi árar og segl. Allir vildu eignast vélbát eða togara. Þetta ævin- týri Íslandssögunnar er við- fangsefni Jóns Þ. Þór í 2. bindi Sögu sjávarútvegs á Íslandi, sem Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér. Jón Þ. Þór kemur víða við í öðru bindi þessa viðamikla verks, en fyrsta bindið kom út í fyrra- haust. Hér ræðir Jón um bjarta tíma og dapra í sögu báta- og togaraflota Íslendinga, furðufugla sem vildu byggja íshús, ævintýraleg aflabrögð á Halamiðum, togarasöluna miklu til Frakklands og síldarkrakkið, saltfiskverkun, upphaf hraðfrysting- ar, landhelgismál og landhelgisgæslu, svo fátt eitt sé nefnt. Varpað er ljósi á þróun útvegs allt í kring- um landið, fyrir vestan og austan, norðan og sunn- an. Jón Þ. Þór hefur dregið að sér gríðarlegan fróð- leik um allar hliðar útgerðar á Íslandi sem hann tvinnar saman af mikilli kunnáttu. Saga sjávarútvegs á Íslandi: Annað bindið komið út Jón Þ. Þór.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.