Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 14
14 T Æ K N I Skaginn hf. er þessar vikurnar með markvissa kynningu á þess- ari nýju vinnslutækni, með eilítið breyttum áherslum frá því upp- haflega var lagt upp með. Í þess- ari vinnslulínu er megináhersla lögð á gæði afurðanna, vinnslu ferskra afurða, að lengja líftíma þeirra og bæta afurðaskiptinguna. Skaginn hefur þróað að fullu for- snyrtilínu, roðkæli, nýja gerð af roðdráttarvél og pökkunarlínu. Beingarðstakan hefur hins vegar ekki verið fullþróuð. Góð reynsla á Vopnafirði Þá hefur roðfrystingin breyst í undirkælingu. „Áhersla á breytt vinnubrögð í snyrtingu og aukin kæling í öllu vinnsluferlinu hefur leitt til lengingar á líftíma ferskr- ar vöru og aukinna bragðgæða. Það má því segja að leiðin sé vörðuð ánægjulegum niðurstöð- um, sem ekki voru hluti af meg- ináherslum í byrjun. Margar nýj- ungar eru í þessari vinnsluaðferð og hefur Skaginn hf. sótt um einkaleyfi á fjórum þeirra. Eru þau mislangt komin í ferlinu, allt frá því að vera í umsagnarferli til þess að einkaleyfi er útgefið,“ seg- ir m.a. í skýrslu Skagans hf. um bætta arðsemi í landvinnslu. Nýverið kynntu Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og Skaginn hf. skýrsluna og reynsluna af notkun línunnar á kynningar- fundum í Reykjavík og á Akur- eyri. Fundirnir voru mjög vel sóttir, sem segir nokkuð um áhuga stjórnenda fiskvinnslufyrir- tækja á þessari tækniþróun. Á fundunum greindi Einar Víglundsson, framleiðslustjóri hjá Tanga hf. á Vopnafirði, en þar hefur fyrsta vinnslulínan verið tekin í notkun, frá mjög jákvæð- um niðurstöðum af notkun lín- unnar. Einar sagði að í hnotskurn mætti segja að línan hafi skilað aukinni nýtingu hráefnis og betri afköstum, hlutfallslega minna af hráefninu hafi farið í blokk og marning en áður og þar með hafi stærri hluti hráefnisins farið í dýrari afurðir, flakasnyrting og ormatínsla hafi reynst auðveldari en áður, geymsluþol afurðanna hafi aukist og þar með hafi skap- ast möguleikar á skipaútflutningi á ferskum fiski. Einar sagði jafn- framt að tekið hafi verið upp skiptikerfi, sem gerir það að verk- um að vinnslan stoppar aldrei á þeim tíma sem hún er keyrð. Þetta hafi skilað miklu. Einar sagðist telja að ef ekki hefði verið farið út í að taka í notkun þennan nýja vinnslubúnað hefði frystihús í óbreyttri mynd lagst af á Vopnafirði. Tæknin hafi gert það að verkum að mögulegt var að leggja aukna áherslu á útflutning á ferskum fiski. Að veita flakinu styrk Í áðurnefndri skýrslu Skagans hf. um bætta arðsemi í landvinnslu er aðferðafræðinni í þessari nýju tækni lýst ítarlega. Hún er sögð byggjast á tveimur grunnatrið- um: • Að viðhalda lágu hitastigi hráefnisins í gegnum allt vinnsluferlið, frá löndun til afhendingar hjá kaupanda. • Að veita flakinu styrk svo það þoli meðhöndlun sem fylgir roðdrætti og snyrtingu án þess að það skemmist. Skaginn hf. á Akranesi: Kynnir nýja aðferð við vinnslu á fiskflökum í undirkældu vinnsluferli Fyrir tæpum tveimur árum hóf Skaginn hf. í samvinnu við HB á Akra- nesi að prófa sig áfram með svokallaða roðfrystingu, sem hefði það að markmiði að auka styrk fiskflakanna til þess að unnt væri að ná bein- garðinum úr flakinu með lágmarks skurði. Þessi aðferð var kynnt á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í september 2002. Frekari þróun þessarar vinnslutækni leiddi af sér ný tæki þar sem haft var að leiðar- ljósi að sem hæst hlutfall hráefnisins færi í verðmestu afurðirnar. Hitastigið mælt í fisk- inum mælt við löndun. Þessi fiskur var kældur í krapa út á sjó. Flökin fara í gegnum roðflettivélina. Snyrting á lotustýrðri forsnyrtilínu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.