Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 27
27 Á árinu 2002 var farið með um 12 þúsund manns í hvalaskoðun í Norður-Noregi, rúmlega helming af því sem við hjá Norður-Sigl- ingu fórum með í hvalaskoðun sama ár. Hvort sem hrefnuveiðum Norðmanna er um að kenna eða ekki, þá er það staðreynd að þessi atvinnugrein hefur ekki skotið jafn sterkum rótum og hér á Ís- landi,“ segir Hörður. Áhugi á eikarbátum Norður-Sigling á Húsavík gerir út fjóra eikarbáta, Knörrinn, Hauk, Náttfara og Bjössa Sör. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í endurbætur á þessum bátum, en Hörður segist ekki sjá eftir einni einustu mínútu sem í þær hafa farið. Upphaflega var ekki ætlun- in að fara út í slíka stórútgerð, þeir bræður Árni og Hörður Sig- urbjarnarsynir höfðu það einungis á stefnuskránni að kaupa einn eikarbát og gera upp til þess að bjarga menningarverðmætum. „Okkur langaði að eignast eikar- bát til þess hreinlega að varðveita hann. Við vissum að erlendis hafði mikið verið gert af því að gera upp og varðveita slíka báta, en hér á landi var eins og öllum væri sama um þá. Í framhaldinu varð okkur hins vegar ljóst að til þess að standa undir fjárfesting- unni á Knerrinum yrðum við að gera hann út og afla tekna af hon- um með einhverjum hætti. Úr varð að við fórum í hvalaskoðun- ina árið 1995 og hún hefur síðan vaxið ár frá ári.“ Að bjarga menningar- verðmætum Hörður segist hafa kynnst eikar- bátunum þegar hann sem ungur maður fór til sjós frá Húsavík, en tvítugur hafði hann verið níu sumarvertíðir til sjós. „Ég var m.a. á tveimur eikarbátum frá Húsavík, annar þeirra hét And- vari, hinn Glaður. Einnig var ég eina vertíð á furu- og eikarbát sem var gerður út frá Flatey á Skjálfanda,“ segir Hörður og játar því að hann hafi snemma fengið sjómennskubakteríuna. Í fram- haldinu lauk hann vélstjórnar- prófi og nýtti þá menntun í tvo áratugi sem vélavörður hjá Kísil- iðjunni í Mývatnssveit og Kröflu- virkjun. Síðan tók við endurgerð eikarbátanna og útgerð þeirra til hvalaskoðunar á Skjálfanda. „Við keyptum Knörrinn í maí 1994 og höfðum þá skoðað slíka báta um allt land. Þennan bát fundum við loks á Grenivík og sáum strax að þetta var nákvæmlega báturinn sem við vorum að leita að. Knörr- inn var á sínum tíma smíðaður fyrir Hríseyinga og hét Auðunn EA fyrstu tólf árin. Báturinn var smíðaður á Akureyri, en þar var á sínum tíma mjög öflug bátasmíði og að margra mati voru þar smíð- aðir fallegustu eikarbátarnir. Þeg- ar mest var voru starfræktar fimm bátasmiðjur á Akureyri og því var þar gríðarlega mikil þekking til staðar á þessu sviði. Við unnum að því í eitt ár að gera Knörrinn upp. Báturinn var í nokkuð góðu ásigkomulagi, en það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að lagfæra. Við hófum síðan að gera Knörrinn út á hvala- og náttúrskoðun sumarið 1995 og var þetta í fyrsta skipti sem hald- ið var úti fastri áætlun í slíkar ferðir. Mörgum þótti þetta skrýt- in útgerð, ekki síst undruðust ýmsir sjómenn hvað við værum að fara út í. En fljótlega áttuðu menn sig á því að full ástæða væri til þess að bjóða upp á slíkar ferð- ir fyrir ferðamenn og lýstu ánægju sinni með þetta framtak,“ segir Hörður. Fjórir eikarbátar í hvalaskoðun Næsti hvalaskoðunarbátur Norð- ur-Siglingar var Haukur, sem Hörður segir að fundist hafi vest- ur á Bolungarvík. Þessi bátur var í slæmu ásigkomulagi og vart haffær þegar Norður-Sigling tók við honum. Því næst kom Nátt- fari, sem sömuleiðis var mjög illa farinn þegar viðgerð á honum hófst. Náttfari er langstærsti bát- ur Norður-Siglingar og segir Hörður að Húsvíkingar hafi við kaupin á Náttfara talið að nú Í tengslum við hvalaskoð- unarferðirnar hefur þetta fallega hús, Gamli Baukur, verið byggt upp á hafnar- svæðinu, en þar er m.a. veitingasala. Horft yfir miðbæ Húsavíkur og hafnarsvæðið. H VA L A S K O Ð U N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.