Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 12
12 armönnum ber að láta okkur vita um óhöpp og það sama gildir um t.d. Tilkynningaskylduna og Landhelgisgæsluna. Þessir opin- beru aðilar láta okkur orðið vita nær undantekningalaust, en skip- stjórnarmenn þyrftu að bæta sig í þessum efnum.“ Fundar að jafnaði einu sinni í mánuði Rannsóknarnefnd sjóslysa fundar að jafnaði einu sinni í mánuði og milli funda undirbúa starfsmenn hennar mál. Um þau mál sem tekin eru til rannsóknar skrifar Rannsóknarnefndin skýrslur þar sem atvikum er lýst og leitast við að skýra hvað hafi orsakað við- komandi slys. Áður en nefndin sendir skýrslurnar frá sér, er öll- um hlutaðeigandi aðilum auk Siglingastofnunar Íslands gefinn kostur á að gera við þær athuga- semdir. „Stundum gerum við til- lögur um hvernig megi bæta ör- yggi sjófarenda og það er síðan verkefni Siglingastofnunar Ís- lands að vinna það áfram. Það er óhætt að segja að mikill sigur sé unninn ef unnt reynist að læra af óhöppunum og færa hluti til betri vegar.“ Ýmsar orsakir slysa Jón A. Ingólfsson segir það sína skoðun að óhöpp og slys til sjós séu alltof mörg. „Já, ég tel að 350 til 400 óhöpp á ári sé alltof mik- ið. Sem betur fer eru mörg þess- ara óhappa og slysa ekki mjög al- varleg, en engu að síður eru þetta of mikið,“ segir Jón. Samkvæmt gögnum Rannsóknarnefndar sjó- slysa tengjast hlutfallslega flest slys til sjós hífingum og vindum. Einnig eru nokkuð algeng slys þegar menn renna til á þilfari og klemma sig. Þá má nefna að skurðir og stungur eru nokkuð al- gengar og það sama má segja um fall úr stiga,“ segir Jón. Innan tíðar má fá allar nánari upplýsingar um starfsemi Rann- sóknanefndar sjóslysa á slóðinni www.rns.is. Nú þegar má þar meðal annars sjá skýrslur um óhöpp frá árunum 1998 og 1999 og unnið er að því að færa allar skýrslur frá árinu 2000 inn á net- ið. Jón segir ætlunina að koma skýrslum síðustu ára eins fljótt inn á veraldarvefinn og mögulegt er og síðan sé að því stefnt að þær birtist á netinu strax og þær verði tilbúnar til opinberrar birtingar. „Ég geri mér ljóst að margir líta á Rannsóknarnefnd sjóslysa sem einskonar lögregluvald og að vissu leyti óvin. Þetta er mikill mis- skilningur og er að mínu mati liður í þeirri röngu mynd sem menn hafa af starfi nefndarinnar.“ Rannsóknarnefnd sjóslysa er til húsa í gamla flugstöðvarhúsinu í Stykkishólmi. Jón A. Ingólfsson hóf störf sem fram- kvæmdastjóri Rann- sóknanefndar sjóslysa í nóvember árið 2001 og í kjölfarið var að- setur nefndarinnar flutt frá Hafnarhús- inu í Reykjavík í flug- stöðvarhúsið í Stykk- ishólmi. Jón er skipstjórnarmenntaður og var skipstjóri til fjölda ára, lengst af hjá Ríkisskip. „Eftir að sú útgerð var lögð niður ákvað ég að söðla um og fór í Samvinnuhá- skólann á Bifröst og lærði þar rekstrarfræði. Að námi loknu starfaði ég sem forstöðumaður hafnarþjónustu Reykjavíkurhafn- ar í rösk fjögur og hálft ár. Þá var þessi staða auglýst. Ég sótti um og bauðst síðan að taka starfið að mér, ég ákvað að taka því, enda hef ég lengi haft áhuga á þessum málum. Það kemur sér mjög vel í þessu starfi að vera skipstjórnar- menntaður og þekkja þannig til aðstöðu sjómanna um borð í skip- unum og þeirra véla sem þeir eru að vinna við dags daglega. Ég er líka byrjaður að fara í ferðir með mismunandi fiskiskipum til að fylgjast með og læra til að halda mér ferskum og í betri tengslum við það sem er að gerast.“ Hef lengi haft áhuga á þessum málum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.