Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2004, Side 17

Ægir - 01.01.2004, Side 17
Fiskifélagið hefur frá stofnun 1911 verið í Reykjavík og lengst af unnið að margvíslegum verk- efnum fyrir sjávarútveg og í nánu samstarfi við stjórnvöld. Í frétt frá Fiskifélaginu segir að fyrir fimm árum hafi verið gerð veruleg skipulagsbreyting á félaginu og starfseminni eingöngu beint að sameiginlegum hagsmunum sjáv- arútvegsins. Síðan hafi Fiskifélag- ið verið virkur samstarfsvettvang- ur helstu hagsmunasamtaka í ís- lenskum sjávarútvegi og einkum beint kröftum sínum í þágu um- hverfismála, sem stöðugt verða fyrirferðameiri varðandi sjávarút- veg. „Félagið hefur einnig - með sjávarútvegsráðuneytinu og Haf- rannsóknastofnun - annast starf- rækslu skólaskipsins Drafnar þar sem grunnskólabörnum um allt land hefur verið gefinn kostur á ferð með skipinu og þau frædd um það helsta er varðar nýtingu auðlinda hafsins,“ segir í tilkynn- ingu frá Fiskifélaginu. Tveir starfsmenn fylgja Fiskifé- laginu til Akureyrar og aðrir tveir (íhlutastarfi) verða kyrrir í Reykjavík. Reiknað er með að fjölga um einn til tvo starfsmenn innan tíðar. Fiskifélagið er til húsa í Glerár- götu 28 á Akureyri. Fram- kvæmdastjóri félagsins er sem fyrr Pétur Bjarnason. 17 F R É T T I R Lynghálsi 4 - 110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: simnet.is/jonbergsson - E-mail: jonbergsonehf@simnet.is Fiskifélagið til Akureyrar Fiskifélag Íslands hefur flutt starfsstöð sína úr Reykjavík til Akureyrar Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.