Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 34
34 K Æ L I T Æ K N I Gauti Hallsson, framkvæmda- stjóri Kælismiðjunnar Frosts, er staðsettur á Akureyri. „Höfuð- stöðvar fyrirtækisins voru áður fyrir sunnan, en nú eru þær hér á Akureyri. Við erum með þjón- ustumenn bæði hér og í Garðabæ, sem þjóna jöfnum höndum við- skiptavinum okkar um allt land. Í Garðabæ eru sex starfsmenn, en hér á Akureyri eru starfsmennirn- ir fimmtán, þar af tíu þjónustu- menn. Þau verkefni sem við erum fyrst og fremst að fást við er að hanna, smíða og setja upp ný kælikerfi, breyta eldri kerfum og annast almennt viðhald á þeim. Þetta á við um t.d. frystihús, frystigeymslur, ísverksmiðjur, rækjuverksmiðjur, kjöt- og mjólkurvinnslur svo og kælikerfi um borð í fiskiskipum. Við höfum einnig sett upp kælikerfi í mörgum verslunum og sjáum um allt viðhald á þeim. Þessi kælikerfi eru mörg hver tengd við vakttölvur hjá okkur sem láta okkur vita ef eitthvað ber út af. Ef einhver bilun verður lætur tölvan okkar þjónustumenn vita strax og þá er hægt að bregð- ast fljótt við og koma í veg fyrir tjón á vörum, allan sólarhring- inn.“ Umfangsmikill innflutningur Kælismiðjan Frost er nokkuð umfangsmikil í innflutningi á nýjum búnaði og varahlutum í kælikerfi. Til dæmis er fyrirtækið umboðsaðili fyrir York Refriger- ation á Íslandi, sem hefur á sínum snærum vörumerkin Sabroe, Frick, Gram og Stål. Fyrirtækið sér um viðgerðar- og varahlutaþjónustu fyrir York og hafa margir þjónustumenn fyrir- tækisins sótt námskeið erlendis til þess að afla sér þekkingar á því sviði. Einnig sér Kælismiðjan Frost um viðgerðir og viðhald á Howden og Grasso kæliþjöppum auk annarra merkja. Þá er fyrir- tækið sölu- og þjónustuaðili fyrir plötufrysta frá Dybvad Stål Industri, iðnaðar-, frysti -og kæli- klefahurðir frá Dan-Doors, kæli- miðilsdælur og annan búnað frá Witt og frysti-og kælikerfi frá Profroid Industries. Verkefni erlendis Eins og áður segir er Kælismiðjan Frost með verkefni út um allt land og einnig hefur fyrirtækið tekið að sér metnaðarfull verkefni erlendis. Þannig hefur Frost unn- ið að því á síðustu mánuðum að smíða og setja upp gríðarstóran frysti í Kollafjord Pelagic í Fær- eyjum, afar fullkominni vinnslu- stöð fyrir uppsjávartegundir, í samvinnu við Skagann hf. „Þetta er stórt verkefni, hér er um að ræða stærsta frysti sem við höfum sett upp til þessa,“ segir Gauti um þetta viðamikla verkefni í Færeyjum og bætir við að í mörg undanfarin ár hafi Kælismiðjan Frost annað slagið tekið að sér uppsetningu kælikerfa um borð í fiskiskipum í smíðum fyrir Ís- lendinga erlendis. „Okkar mark- aður er fyrst og fremst hér á Ís- landi, en það er vissulega mjög góð búbót fyrir okkur að takast á við verkefni erlendis,“ segir Gauti. Í sóknarhug Rekstur Kælismiðjunnar Frosts gekk ágætlega á síðasta ári og Gauti telur að fyrirtækið hafi alla burði til sóknar á markaðnum, enda hafi starfsmenn þess yfir yf- irgripsmikilli þekkingu og reynslu að ráða. Hann telur að eftir sem áður verði sjávarútveg- urinn sá geiri atvinnulífsins sem Frost muni leggja mesta áherslu á, en enginn vafi sé á að sótt verði fram á öðrum sviðum. Í því sam- bandi nefnir hann að Kælismiðj- an Frost hafi verið að selja kæli- kerfi til tölvuhýsingarfyrirtækja og einnig sé vaxandi áhersla á loftkælingu á vinnustöðum. „Ég á von á því að starfsfólk muni al- mennt gera auknar kröfur varð- andi loftræstingu á vinnustöðum, auk þess sem reglur á þessu sviði verða sífellt strangari,“ segir Gauti Hallsson, framkvæmda- stjóri Kælismiðjunnar Frosts. Kælismiðjan Frost hefur sett upp nýja heimasíðu á slóðinni www.frost.is og þar má nálgast ýmsar upplýsingar um fyrirtækið og þjónustu þess. Á nýju heima- síðunni er m.a. möguleiki að fylgast með fréttum af verkum og nýjungum hjá Frost, einnig er gert ráð fyrir að hægt verði að auglýsa til sölu og auglýsa eftir notuðum búnaði, en þörf fyrir slíkt hefur vaxið töluvert á sl. árum. Einnig er fyrirhugað að bjóða upp á ýmsan fróðleik tengdan kælitækninni. Kælismiðjan Frost ehf: Leggur áherslu á kælikerfin Kælismiðjan Frost ehf. er stærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar hér á landi og rekur þjónustudeildir á Akureyri og í Garðabæ. Fyrirtækið hefur í mörg undanfarin ár verið í fararbroddi í upp- byggingu og þjónustu á kælikerfum fyrir helstu útgerðar- og matvælavinnslufyrirtæki landsins. Rösklega 80% af veltu Kælismiðjunnar Frosts koma af verkefnum sem fyrirtækið vinnur fyrir sjávarútveginn - útgerð og fiskvinnslu. Gauti Hallsson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts ehf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.