Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2004, Page 37

Ægir - 01.01.2004, Page 37
37 F J Á R M Á L Vegna hættu tíðra skyndilokana sem fylgja ótvírætt mikilli sókn er talið vera verulegt óhagræði af að bregða umtalsvert út af núver- andi aflareglu. Álitið er að fimm ára þorskur og yngri hafi verið um þrír fjórðu hlutar afla liðins árs sem er afar slæm nýting ár- ganganna. Ljóst er því að nýting fiskistofna hefir veruleg áhrif á af- komu útvegs, eignir, skuldir, gjöld og tekjur og hversu miklið vinnuafl og fjármunir eru bundn- ir í greininni. Á undanförnum árum hafa skuldir sjávarútvegsins aukist stöðugt, eða allt frá árinu 1996 og fram til ársins 2001. Á árinu 2002 virðast þó hafa orðið nokkur umskipti sem benda til þess að forsvarsmenn fyrirtækjanna telja það betri kost að greiða niður skuldir en að auka fjárfestingu í vélum og tækjum með auknum lántökum til viðbótar því sem fæst frá veltufé úr rekstri. Nokk- ur raunlækkun skulda virðist hafa hafist fyrr eða árið 2001, sbr. mynd 1 sem sýnir skuldir sjávar- útvegs við meginhluta lánakerfis. Aðrar skuldir greinarinnar eru taldar hafa hreyfst nokkuð í takti við skuldir lánakerfisins en grein- argóðar upplýsingar um þær liggja ekki fyrir fyrr en seint á öðru ári eftir rekstrarár. Metnar eignir greinarinnar hafa aukist nokkuð undanfarin ár. Virðist hrein eignastaða sjávarútvegs sterk. Hefir hún styrkst um fjórt- án milljarða kóna að raunvirði á um tveimur árum. Liggur ei fyrir að hversu miklu leyti hún á rætur sínar að rekja til aukinna bók- færðra aflaheimilda. Í kjölfar inn- byrðis viðskipta með aflaheimild- ir á milli fyrirtækja hafa þau get- að styrkt eiginfjárstöðu sína þar eð aflaheimildir í eigu fyrirtækja eru eigi bókfærðar í ársreikning- um fyrr en viðskipti hafa átt sér stað með þær. Auknar skuldir á undanförnum árum hafa haft í för með sér aukna vaxtabyrði greinarinnar. Líklegt er þó að hún hafi lækkað á milli ár- anna 2001 og 2002, sé tekið mið af meginhluta lánakerfis. Eins og kemur fram í töflu 3 voru raun- vextir þeir sem sjávarútvegurinn bar um 800 milljónum króna lægri árið 2002 en árið áður. Er- lendir raunvextir hafa lækkað en innlendir hækkað þegar miðað er við innlend kjör allra lána. Raunvextir verðtryggðra lána 0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 140.000 160.000 180.000 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Erl gengistr. Innlend Alls Tafla 2 - Áætlaðar eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi árin 1986-2002 í milljörðum króna Eigið fé Eignir Skuldir Hreint verðl. Eiginfjár- Áralls alls eigið fé 2001 hlutfall 1986 42,3 36,8 5,5 15,3 13,0% 1987 68,2 45,8 22,4 50,9 32,8% 1988 85,9 70,6 15,3 29,0 17,8% 1989 103,0 88,0 15,0 23,6 14,6% 1990 102,4 87,1 15,3 22,3 14,9% 1991 112,9 93,9 19,0 25,6 16,8% 1992 110,6 94,4 16,2 21,6 14,6% 1993 116,8 101,8 15,0 19,3 12,8% 1994 116,5 95,6 20,9 26,6 17,9% 1995 122,0 93,6 28,4 35,6 23,3% 1996 156,7 116,1 40,6 49,8 25,9% 1997 167,6 123,5 44,1 53,1 26,3% 1998 191,2 139,7 51,5 60,8 26,9% 1999 222,4 160,3 62,1 70,1 27,9% 2000 242,7 165,2 77,5 83,8 31,9% 2001 279,6 195,5 84,1 84,1 30,1% 2002* 188,0 *Spá -2,0% 0,0% 2,0% 4,0% 6,0% 8,0% 10,0% 12,0% 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Miðaðir við innlend kjör allra lána Meðaltal yfir lánstíma Mynd 1 - Lán innlánsstofnana, fjárfestingarlánasjóða og lánasjóða ríkis ásamt endurlánuðu erlendu lánsfé og beinum erlendum lántökum árin 1980 til 2002. Mynd 2 - Raunvextir lána bankakerfis, fjárfestingarlánasjóða og lánasjóða ríkis til sjávarútvegs ásamt vöxtum beinna erlendra lántaka og endurlánaðs erlends lánsfjár árin 1990 til 2002.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.