Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 13
13
R A N N S Ó K N A R N E F N D S J Ó S LY S A
Í lögunum um Rannsóknar-
nefnd sjóslysa kemur fram að hún
starfi sjálfstætt og óháð stjórn-
völdum og öðrum rannsóknarað-
ilum, ákæruvaldi og dómstólum.
Nefndin ákveði sjálf hvenær efni
séu til rannsóknar sjóslyss um-
fram það sem henni er skylt sam-
kvæmt lögunum. Lögsaga nefnd-
arinnar tekur „til allra íslenskra
skipa, svo og allra erlendra skipa í
siglingum að og frá landinu þegar
sjóslys varðar íslenska hagsmuni.
Heimilt er nefndinni að rannsaka
önnur slys eða atvik sem verða á
erlendum skipum er koma til
landsins eða í íslenska efnahags-
lögsögu ef nefndin telur ástæðu
til þess eða þess er óskað af fána-
ríki.“
Rannsóknarnefndinni er ætlað
að rannsaka:
1. Sjóslys þar sem skráð skip
eiga hlut að máli og sem verða á
íslensku yfirráðasvæði,
2. Sjóslys þar sem skip skráð á
Íslandi á hlut að máli, hvar sem
það er statt í heiminum,
3. Slys og önnur atvik til sjós
og á vötnum sem verða á óskráð-
um skipum, þ.m.t. skipum undir
6 metrum að lengd.
Þá kemur fram í lögum um
Rannsóknarnefnd sjóslysa að
skipstjóra eða þeim er kemur í
hans stað sé skylt að annast skrán-
ingu og tilkynningu allra slysa á
mönnum sem verða á skipi.
Skráningar- og tilkynningar-
skyldan tekur m.a. til hvers konar
vinnuslysa á sjó, eitrana, atvinnu-
sjúkdóma og annarra þeirra at-
vika sem þýðingu kunna að hafa í
því sambandi.
Skýrslum Rannsóknarnefndar
sjóslysa skal ekki beitt sem sönn-
unargögnum í opinberum mál-
um, enda er markmið sjóslysa-
rannsókna samkvæmt lögum um
nefndina að greina orsakaþætti
sjóslysa í því skyni að koma í veg
fyrir að slys af sömu eða sambæri-
legum orsökum endurtaki sig til
sjós. Tilgangurinn er ekki að
skipta sök eða ábyrgð.
Á síðasta vorþingi voru sam-
þykkt lög nr. 57/2003 um breyt-
ingu á lögum um rannsókn sjó-
slysa, nr. 68/2000. Þar er megin-
breytingin m.a. sú að þegar við á
skal Rannsóknarnefnd sjóslysa
láta rannsókn ná til fyrirkomu-
lags tilkynninga um sjóslys, til
leitar, björgunaraðgerða og ann-
arra aðgerða sem ætla má að dragi
úr afleiðingum sjóslysa.
Lög frá árinu 2000 um Rannsóknarnefnd sjóslysa:
Markmiðið að koma í veg fyrir
slys og auka öryggi sjófarenda
Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar samkvæmt
lögum nr. 68 frá árinu 2000 með síðari tíma
breytingum. Lögin taka til slysa og atvika til
sjós og einnig til svokallaðra köfunarslysa.
Rannsóknir nefndarinnar miða að því að koma
í veg fyrir slys um borð í skipum og auka öryggi
sjófarenda. Rannsóknarnefndin hefur ekki með
höndum svokallaða meinta refsiverða háttsemi
í tengslum við sjóslys - þau mál heyra undir lög
um meðferð opinberra mála.
Fimm manna nefnd
Í Rannsóknarnefnd
sjóslysa eru eftirtaldir
aðalmenn:
Ingi Tryggvason, lögfræðingur,
formaður, Hilmar Snorrason,
skipstjóri og skólastjóri Slysa-
varnaskóla sjómanna, Pálmi Jóns-
son, vélfræðingur, Emil Ragnars-
son, skipaverkfræðingur og Pétur
Ágústsson, skipstjóri og útgerð-
armaður
Ingi. Hilmar. Pálmi. Emil. Pétur.