Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2004, Qupperneq 28

Ægir - 01.01.2004, Qupperneq 28
28 H VA L A S K O Ð U N væru þeir Norður-Siglingamenn endanlega gengnir af göflunum. Fjórði hvalaskoðunarbáturinn var síðan Bjössi Sör, sem Norður- Sigling keypti árið 2002 og hóf að gera út á síðasta ári. „Bjössi Sör á sér merka sögu. Hann var smíðaður árið 1975 og var síðasti báturinn sem bátasmiðja KEA smíðaði. Af okkar bátum sýnist mér að mest hafi verið vandað til smíði á þessum báti og viðurinn í honum er sérstaklega góður,“ seg- ir Hörður. Við endursmíði bátanna segir Hörður að stuðst hafi verið við teikningar sem norskur verkfræð- ingur, tengdafaðir Árna Sigur- bjarnarsonar, lét þeim í té. Einnig hafi faðir þeirra, Sigurbjörn Sör- ensson, lagt þeim bræðrum ómet- anlegt lið við endurbætur bát- anna. „En verkþekkinguna og að- stoð við endursmíði bátanna sótt- um við til Akureyrar og þar vil ég sérstaklega nefna Trausta Adams- son og syni hans, sem hafa unnið frábært starf fyrir okkur. Einnig hefur Hallur Guðlaugsson á Fá- skrúðsfirði lagt okkur lið,“ segir Hörður. 50-60 störf sem tengjast hvalaskoðun frá Húsavík Þegar á allt er litið skýtur Hörður á að fjárfesting Norður-Siglingar í bátum og öðrum fasteignum nemi um eitt hundrað milljónum króna. Hann segist telja að þess- um fjármunum hafi verið vel var- ið. Nóg hefur verið að gera fyrir alla þessa báta í hvalaskoðunar- ferðum frá Húsavík. Þegar mest er fara hátt í fimm hundruð manns í hvalaskoðun með Norð- ur-Siglingu frá Húsavík á dag og þá er mikið líf á hafnarsvæðinu. Hörður upplýsir að hjá Norður- Siglingu séu nú 12 heilsársstörf og á sumrin bætist við fjöldi manns í vinnu í tengslum við hvalaskoðunina. Til viðbótar segir Hörður að margfeldisáhrifin af hvalaskoðuninni séu veruleg í bænum, t.d. varðandi gistingu, sölu veitinga og almenna verslun og þar að auki er mikil aðsókn að afþreyingu á Húsavík, t.d. í Hvalamiðstöðina. „Mér sýnist því að bein og afleidd störf vegna hvalaskoðunarinnar frá Húsavík séu á bilinu 50-60. Til viðmiðun- ar er þetta álíka fjöldi starfa og í Kísiliðjunni í Mývatnssveit,“ seg- ir Hörður Sigurbjarnarson. Knörrinn Hét áður Hrönn EA, Hrönn ÓF, Árni Gunnlaugsson ÍS, Sævar ÞH og Auðunn EA. Eikar- bátur - smíðaður á Akureyri 1963. Haukur Hét áður Haukur ÍS, Jakob Valgeir ÍS og Sigurður Baldvin KE. Eikarbátur - smíðaður í Reykjavík árið 1973. Náttfari Hét áður Haftindur HF, Halldóra HF, Ása ÍS, Björn í Vík SH, Morgunstjarnan SH, Morg- unstjarnan KE, Páll Rósinkransson KE, Morgunstjarnan KE og Þróttur SH. Eikarbátur - smíðaður í Stykkishólmi 1965. Bjössi Sör Hét áður Breiðdælingur SU, Helga RE, Ásrún RE, Naustavík EA og Sólrún EA. Eikarbát- ur - smíðaður á Akureyri 1975.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.