Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 31
31 B R E Y T T F I S K I S K I P „Mér líst mjög vel á þær breytingar sem hafa verið gerðar á bátnum. Þær eru allar mjög til bóta,“ segir Karl Ólafs- son, skipstjóri á drag- nóta- og togbátnum Erni KE-14, en í desem- ber sl. var byggt yfir hluta vinnsluþilfars og einnig var sett um borð í hann ný ískrapa- og sótthreinsunarkerfi. Örn KE er 159 tonna stálbátur, smíðaður í Póllandi árið 1995. Það er Sólbakki ehf. í Njarðvík sem gerir bátinn út, en að þeirri útgerð stendur hinn kunni út- gerðarmaður Örn Erlingsson. Sjö menn eru í áhöfn Arnar, frá Keflavík og Sandgerði. Útgerðin hefur gengið vel og aflabrögðin verið prýðileg. Á síðasta ári fiskaði Örn KE-14 um 1000 tonn, en var þó ekki á veiðum í þrjá mánuði. Í ár væntir Karl skipstjóri þess að báturinn verði enn aflasælli en í fyrra, enda hefur verið keyptur töluverður kvóti á hann frá því á síðasta fiskveiðiári. Í þorskígildum er kvóti yfirstand- andi fiskveiðiárs um 1.240 tonn, þar af er þorskkvótinn um 420 tonn, ýsan um 230 tonn, sand- og skarkolakvótinn er um 480 tonn, tæplega 90 tonn af skötusel, um 63 tonn af steinbít og um 50 tonn af ufsa. Betra hráefni með ískrapanum „Það var unnið að breytingum á skipinu í desember og við fórum síðan á sjó strax 2. janúar. Þetta kemur mjög vel út, það er að sjálfsögðu allt annað líf þegar öll aðgerðaraðstaða er komin undir þak. Og sömuleiðis er mikið framfaraspor að fá ískrapavél um borð. Ég held að sé óhætt að segja að hráefnið sé allt annað og betra. Fiskurinn er miklu hvítari en áður, hann blæðir miklu betur í krapanum,“ segir Karl. Allur afli Arnar KE er seldur á fiskmarkaði, með því móti fær útgerðin besta verðið, að sögn Karls. DIS-sótthreinsunarkerfi um borð í Erni KE-14 Það var Gjörvi ehf. - vélaverk- stæði í Reykjavík sem byggði yfir þilfar Arnar KE-14. Ískrapakerfið sem var sett um borð er frá STG- ísvélum. Um er að ræða svokallað STG-fjölískerfi, auk ístanks, ís- lagnakerfis í lest og á millidekki. Þá var sett um borð í bátinn svo- kallað ByoTrol-sótthreinsikerfi frá DIS ehf. í Reykjavík. Karl Ólafs- son skipstjóri segir að millidekk og lest sé þvegin eftir hverja löndun með þessu kerfi. Slíkt kerfi hefur þegar verið sett upp í tíu togurum og bátum, auk þess sem það er komið í sex fisk- vinnsluhús um allt land. Við notkun DIS-kerfisins myndast einskonar þoka úr vatni og sótthreinsiefninu ByoTrol. Vökvinn dauðhreinsar allt sem hann kemur nálægt og eiginleik- ar þrýstikerfisins eru þess eðlis að efnið smýgur allsstaðar og er því mikilvæg leið til sótthreinsunar. Auk þess að sótthreinsa aðgerðar- rýmið og lestina eru öll fiskikerin spúluð í hólf og gólf, sem og sjó- gallar áhafnarinnar. Sótthreinsi- vökvinn myndar húð sem bæði eyðir örverum og bakteríum og hindrar fjölgun þeirra. Líst mjög vel á þessar breytingar - segir Karl Ólafsson, skipstjóri á dragnóta- og togbátnum Erni KE-14 Örn KE-14 við bryggju í Sandgerði. Myndir Sverrir Jónsson. Karl Ólafsson, skipstjóri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.