Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 32
32 B R E Y T T F I S K I S K I P Árbakur EA-5 er um 740 tonna stálskip, smíðað í Fredrikshavn í Danmörku árið 1980 og lengt fjórum árum síðar. Upphaflega var skipið smíðað fyrir grænlenska útgerð og hét þá Natsek. Árið 1991 keypti Útgerðarfélag Akur- eyringa skipið og hóf útgerð þess. Brúin hækkuð umtalsvert Stærsta breytingin sem var gerð á Árbaki felst í hækkun brúar skipsins. Brúin var hækkuð um sem nemur einni hæð og við það skapaðist gott rými fyrir setu- stofu áhafnar, skipstjóraklefa, sjúkraherbergi o.fl. Andveltitank- ur er fremst í hinni nýju hæð undir brúnni. Sett var nýtt perustefni á skipið til að auka flot þess og smíðaður nýr kjölur undir skipið til þess að auka sjóhæfnina. Öllum botn- stykkjum var komið fyrir fremst í nýja kilinum. Skipt var um skut skipsins, togblakkirnar færðar til að mæta nýrri byggingu skutsins og plötur í skutrennu voru endur- nýjaðar. Í brú skipsins var smíðað nýtt stjórnpúlt og öllum tækjum raðað upp á nýtt. Þar var einnig settur nýr Simrad dýptarmælir frá Friðriki A. Jónssyni ehf. Loft- ræstikerfi var endurnýjað, settur var niður nýr loftræstiblásari frá Novenco, sem Varmaverk ehf. í Hafnarfirði hefur umboð fyrir. Loks var skipið sandblásið og málað í hólf og gólf samkvæmt kerfi frá Slippfélaginu. Ýmsar smærri lagfæringar voru einnig gerðar á skipinu í Póllandi. Eftir að heim var komið var ráðist í endurbætur á millidekki skipsins. Sett var niður krapakæl- ing frá Optimar hf. og kælikeri frá 3X-Stáli komið fyrir. Sömu- leiðis var settur niður stærðar- flokkari frá Marel hf. Með þessum nýja útbúnaði er fiskurinn stærð- arflokkaður og kældur niður í geymsluhitastig áður en hann niður í lest. Teiknistofa KGÞ á Akureyri annaðist hönnun breytinganna og bauð verkið út fyrir hönd verk- kaupa. Rafeyri hf. á Akureyri hannaði raflagnir og smíðaði raf- magnstöflur. Yfirumsjón með breytingunum á Árbaki EA hafði Stefán Finn- bogason, verkstjóri á vélaverk- stæði ÚA. Skipstjóri á Árbaki er Stefán Sigurðsson, fyrsti stýrimaður er Guðbjörn Elvarsson og Jakob Kárason er yfirvélstjóri. Viðamiklar endur- bætur á Árbaki EA-5 Árbakur hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Í nóvember og desember sl. var unnið að viðamiklum breytingum á einum þriggja ísfisktogara Útgerðarfélags Akureyringa - Árbaki EA-5 - hjá Nordship í Gdynia í Póllandi, sem BP Shipping Agency Ltd hefur umboð fyrir hér á landi. Skipinu var siglt til Póllands 27. október 2003 og heim kom það aftur 17. desember. Þá var hafist handa við lokaátak endurbótanna, sem fólst m.a. í niðursetningu nýs flokkara og ískrapa- vélar. Skipið hélt til veiða viku af janúar sl. Meðal þess sem var sett um borð í skip- ið er stærðarflokkari frá Marel hf. Jakob Kárason, yfirvélstjóri á Árbaki, við hina nýju ískrapavél frá Optimar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.