Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 40

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 40
40 N Ý S K Ö P U N Óskar Friðrik orðar það svo að hann hafi verið með hugmyndina að harðkorna skósólum í magan- um í ein fimm ár. Hann þekkir vel til skóframleiðslu, enda rak hann skóframleiðslufyrirtæki í Portúgal um níu ára skeið. „Síð- astliðin þrjú ár hef ég einbeitt mér algjörlega að verkefninu og núna er varan tilbúin til fram- leiðslu,“ segir Óskar. Harðkornum blandað saman við ekta gúmmí „Sólarnir eru þannig að harðkorn- unum er blandað saman við ekta gúmmí og síðan er beitt ákveð- inni vinnsluaðferð, sem ég hef þróað, við að koma kornunum í gúmmíið og bræða sólana. Rann- sóknir hafa sýnt að gúmmí bland- að með harðkornum gefur allt að 30% meira grip en gúmmí án harðkorna. Það er því í mínum huga alveg ljóst að fyrir t.d. sjó- menn og starfsfólk í fiskvinnslu myndu svona skósólar nýtast mjög vel.“ Íslenskir neytendur kannast vel við harðkorna hjólbarða, sem komu á markaðinn fyrir nokkrum árum. „Það má segja að ég sé að vinna út frá hugmyndinni um harðkorna dekk, þó svo að fram- leiðsluferlið sé mjög ólíkt og auk þess eru notað töluvert annað efni í skósólana og stígvélin en dekk- in,“ segir Óskar. Harðkornin hafa þann eigin- leika að við viðnám virka þau eins og einskonar naglar. Þess vegna verður stöðugleiki viðkomandi mun meiri en ella þegar t.d. er gengið á ís eða á blautu gólfi í matvinnslufyrirtæki. Næsta skref er að finna fjár- magn og samstarfsaðila „Næsta skref er að finna fjármagn og samstarfsaðila í þetta verkefni. Til þessa hef ég dregið vagninn einn og fjármagnað þetta þróun- arverkefni sjálfur. En nú er komið að því að fleiri komi að verkefn- inu og ég bind miklar vonir við að það takist. Varan er tilbúin til framleiðslu, en áður en að því kemur þarf ég að fá fjárfesta að verkefninu,“ segir Óskar. Hann segir að viðtökur hafi til þessa verið framúrskarandi góðar og mikill áhugi sé fyrir því að fara í framleiðslu á skófatnaði með þessum sólum. Þegar liggja fyrir áætlanir um að stígvélin verði fjöldaframleidd í Kína en annar skófatnaður í Portúgal. Breið vöruflóra „Vöruflóran er mjög breið. Ég hef nefnt sjávarútveginn, en einnig má nefna allan matvælafram- leiðslugeirann, stígvél á börnin í leikskólum, veiðistígvél, reiðstíg- vél fyrir hestamenn og fjall- gönguskó, svo dæmi séu nefnd. Einnig eru uppi áætlanir um að framleiða öryggisskó með stáltá fyrir iðnaðarmenn og einnig venjulega götuskó fyrir almenn- ing. Ég vil gjarnan geta byrjað að prófa þennan skófatnað hér á Ís- landi áður en farið er inn á alþjóð- legan markað,“ segir Óskar. „Í mínum huga er spurningin ekki sú hvort þessar vörur koma á markað, heldur hvenær. Við skul- um hafa í huga að samkvæmt tölulegum upplýsingum má rekja um helming slysa á Íslandi til þess að fólk hreinlega hrasar eða dettur á jafnsléttu. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt atriði að fólk fái betri og öruggari skófatn- að til þess að minnka hættuna á slíkum óhöppum. Ef þessum slys- um myndi fækka um þó ekki væri nema nokkur prósent, myndi það spara viðkomandi ein- staklingum, atvinnulífinu og þjóðfélaginu öllu umtalsverða fjármuni. Bara í Bandaríkjunum detta og slasa sig um 25 þúsund manns á dag. Það er því til mikils að vinna að koma með öruggari skófatnað á markaðinn en nú er og ég full- yrði að hér er komin ákveðin lausn á því,“ segir Óskar Friðrik Jónsson. Green Diamond harðkornasólar fyrir skó og stígvél „Ég tel að þessi lausn muni m.a. nýtast mjög vel í sjávarútvegi, bæði fiskvinnslu og sjó- mennsku, enda eru sólarnir þeirrar gerðar að þeir eru ekki eins hálir og venjulegir skór,“ segir Óskar Friðrik Jónsson hjá fyrirtækinu GDTS ehf, sem undir lok síðasta árs hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpun 2003 fyrir hönnun á nýrri gerð skósóla með harðkornum. Óskar Friðrik Jónas- son, hönnuður og guðfaðir Green Diamond harðkorna- sólanna. Myndir: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.