Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2004, Side 41

Ægir - 01.01.2004, Side 41
41 K Æ L I T Æ K N I Optimar hf. í Reykjavík þjón- ustar sjálfvirk og handvirk frysti- kerfi, vacum-dælur, RSW kerfi, ósonkerfi og fiskvinnslukerfi fyrir bæði fiskiskip og frystihús. Einnig framleiðir fyrirtækið og markaðssetur Optim-Ice ís- þykknivélar ásamt forkælum og forðatönkum. Þessar vélar voru áður á hendi Ískerfa, sem Optim- ar keypti á síðasta ári, og frá árinu 1999 voru þær markaðssettar undir nafninu Liquid Ice. Merkilegt þróunarstarf „Það verður að segjast þeim Ís- kerfismönnum til hróss að þeir unnu mjög merkilegt starf við að þróa lausnir á þessu sviði. Áður höfðu Brunnar unnið að þessari þróun. Ískerfi héldu þróuninni áfram og þegar við komum að þessu á síðasta ári voru ísþykkni- vélarnar fulltækar fyrir markað- inn og hafa nú þegar reynst mjög vel. Reynslan hefur sýnt að þessi lausn er framúrskarandi til ísunar í kössum og körum í lestum fiskiskipa. Eigendur þeirra skipa sem hafa tekið þessa tækni í notkun gefa henni mjög góða ein- kunn og segja að þeir selji aflann á hæstu mögulegu verðum á mörkuðunum. Þetta segir okkur að vel hafi tekist til með þróun á þessari tækni og hún sé mjög vel boðleg,“ segir Guðmundur. Á fjölda vörusýninga erlendis á þessu ári „Þessi tækni er farin að vekja töluverða athygli erlendis. Við höfum fengið fjölda fyrirspurna og gerum ráð fyrir að verða mjög sýnilegir á ýmsum sjávarútvegs- sýningum út um allan heim á þessu ári. Við byrjum á sýningu í Chile í mars og síðan rekur hver sýningin aðra út árið. Á næstunni munum við leggja sérstaka áherslu á Noregsmarkaðinn, enda er mikil vakning í Nor- egi eins og hér á Íslandi varðandi ferska fiskinn. Ég geri ráð fyrir að þetta sé ákveðið svar bæði Norðmanna og Íslendinga við fiskvinnslunni í Kína og menn meti það svo að leggja verði mikla áherslu á kælingu og ferskleika fisksins, allt frá því að hann kemur inn fyrir borðstokkinn út á sjó og þar til hann er kominn á borð neyt- enda erlendis. Varðandi þróun á krapalausn- um leyfi ég mér að fullyrða að við Íslendingar erum í forystu í heiminum. Við vitum hverjir keppinautar okkar eru á þessu sviði og hvaða áhuga þeir hafa sýnt okkar framleiðsluvörum. Úti í heimi bera menn sem sagt virð- ingu fyrir okkar lausnum og ég tel alveg ljóst að við erum með í höndunum tækni sem getur, ef rétt er á málum haldið, náð langt á heimsmarkaði,“ segir Guð- mundur. Rekkalausnir „Menn hafa lagt mikið undir í að þróa ísþykknitæknina. Við leggj- um áherslu á að fylgja okkar við- skiptavinum eftir og taka áhafn- irnar í kennslustund þar sem ítar- lega er farið yfir hvernig notkun kerfisins skuli háttað. Eins og er eru fyrirliggjandi nokkrar pantanir í ísþykknivélar hér innanlands og einnig erlendis frá. Við erum einnig að setja á markað nýja framleiðslu, svokall- aðar rekkalausnir sem hægt er að tengja við frysti- og kælikerfi sem eru til staðar hjá viðkomandi kaupanda. Við höfum verið að prufukeyra fyrsta slíka kerfið og það verður sett upp á næst- unni í Íran.“ Guðmundur segir að Optimar hafi þróað smíði á ísþykknikerf- unum frá a-ö. „Já, það er það skemmtilega við þetta. Þó að nokkrir aðilar séu að búa til slíkar vélar, þá eiga þeir það flestir sam- merkt að þeir eru að kaupa sjálfan ísgeneratórinn af einum framleið- anda í Flensborg í Þýskalandi. Trúlega erum við eitt þriggja fyr- irtækja í heiminum sem smíðum „hjartað“ í kerfinu alveg frá grunni og teljum okkur hafa náð mjög góðum árangri á því sviði.“ Einbeitum okkur að sjávarútveginum „Það er ekki gott að segja hvernig þetta þróast. Þó svo að mikill og vaxandi áhugi sé á krapalausnun- um er ekkert fast í hendi í þeim efnum. Það er oft þungt að koma nýrri vöru á markað og við gerum okkur grein fyrir því að til fram- tíðar mun íslenski markaðurinn ekki duga okkur. Þess vegna horf- um við út fyrir landsteinana og að því erum við að vinna. Það mun síðar koma í ljós hvernig okkur tekst til, en við munum sem sagt Aukin spurn eftir ískrapakerfum Óhætt er að segja að á síðustu mánuðum hafi orðið mikil vakning í notkun á ísþykknikerfum, sem margir spá að sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. Guðmundur Jón Marteinsson, framkvæmdastjóri Optimar, segir að Optim-Ice ísþykknivélar séu nú komnar í um fjörutíu fiskiskip á norðanverðu Atlantshafi, þar af tæplega þrjátíu hér á landi.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.