Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 23
23 skipin fóru. Ég var líka töluvert í útskipunum á salt- fiski og freðfiski.“ Útgerðartæknir og viðskipta- og markaðsfræðingur Eftir grunnskólaárin á Rifi fór Guðmundur fyrst í skóla í Reykholti, en síðan lá leiðin í Verslunarskól- ann í Reykjavík. „Eftir þetta fór ég á sjóinn og þá sigldum við meðal annars til Englands. Ég hafði aldrei verið mjög sterkur í ensku, líklega tók ég lé- legasta prófið í ensku í mínum bekk í Versló. Engu að síður kom á daginn að ég var einna skástur um borð í þessu skipi í ensku og það kom í minn hlut að vera túlkur fyrir skipstjórann úti í Englandi. Ég gerði mér þá grein fyrir því að þessi vankunnátta mín í ensku gæti ekki gengið lengur og því ákvað ég snarlega að fara í enskunám til Englands. Ég hafði snemma ákveðið að í útgerð skyldi ég fara. Var reyndar á tímabili að velta fyrir mér að leggja sjómennskuna fyrir mig, en niðurstaðan var sú að hella mér út í útgerðina. Ég fór því í útgerðar- tækninám í Tækniskólanum og var þar í hálft annað ár. Að því loknu vann ég í eina vertíð hjá Þorbirnin- um í Grindavík, en síðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem ég lærði viðskipta- og markaðsfræði og lauk því námi árið 1986. Eftir að ég kom heim úr námi fór ég að vinna með pabba og bróður mínum á Rifi og þá kynntist maður kvótakerfinu. Á þessum tíma höfðum við yfir litlum aflaheimildum að ráða, ekki síst vegna þess að við- miðunarárin voru bátunum á Rifi ekki hagstæð. Tog- ararnir fengu úthlutað mestum kvóta, en við áttum engan togara. Okkur þótti því kvótaúthlutunin í upphafi heldur óréttlát. Sem dæmi get ég nefnt að árið 1985 var Tjaldurinn bundinn við bryggju vegna kvótaleysis frá síðari hluta marsmánaðar og fram í nóvember. Það var hvorki hægt að kaupa kvóta né leigja, það eina sem hægt var að gera var að leggja skipinu bróðurpart úr ári. Á þessum árum fórum við Snæfellingar margar kvörtunarferðir til Reykjavíkur á fund Kristjáns Ragnarssonar og Halldórs Ásgríms- sonar, en einu svörin sem við fengum voru þau að ef við ætluðum að vinna í þessu kerfi, þá yrðum við að kaupa kvóta. Það varð úr og árið 1989 byrjuðum við að kaupa aflaheimildir um allt land. Við vorum þó ekki stórtækir í þessum kaupum vegna þess að við höfðum mjög takmarkaðan aðgang að lánsfé og lána- stofnanir voru ekki fúsar til að lána fé til kvótakaupa. Allar götur síðan höfum við keypt okkur aflaheim- ildir og styrkt þannig stöðu okkar. Árið 1992 keyptum við tvo Tjalda, línu- og neta- báta. Við áttum ekki nægilega mikinn kvóta á bæði skipin og til þess að ná endum saman fórum við einnig að gera út á keilu-, löngu- og hvítlúðuveiðar. Við leigðum líka grálúðukvóta og sú útgerð gekk ágætlega.“ Forræðið á auðlindinni er í höndum Alþingis Eftir á að hyggja telur Guðmundur að ekki sé hægt að hafa uppi harða gagnrýni á hvernig staðið var að setningu laga um stjórn fiskveiða í upphafi. „Ég held að megi segja að rétt hafi verið staðið að þessu kerfi, nema að því leyti að menn áttu strax að segja sann- leikann um veiðiréttinn. Auðvitað er það svo að rétt- urinn til veiða er ekki eign þjóðarinnar, hann er í eigu þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem fengu hann árið 1984. Ég tel að það hafi verið mikil mis- tök þegar árið 1991 var sett inn í lög um stjórn fisk- veiða ákvæði um sameign þjóðarinnar, án þess að skilgreina hvað í því felst. Í mínum huga er alveg Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir með Guðbrandi Sigurðssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra Brims.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.