Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2004, Side 30

Ægir - 01.01.2004, Side 30
„Við erum í raun rétt að byrja að kynna þetta tæki hér á landi. Ég get nefnt að nú þegar hefur Eimskip keypt tæki um borð í sín flutningaskip,“ segir Arna þegar hún er innt eftir því hversu víða tækið sé komið hér á landi. Arna segir að Endurlífgunarráð Íslands hafi látið frá sér fara yfir- lýsingu þar sem fram kemur að ráðið hvetur til þess að slíkt end- urlífgunartæki sé tiltækt sem víð- ast, en til þessa hefur það einung- is verið á sjúkrahúsum og í sjúkrabifreiðum. Lítið og handhægt tæki - raf- stuð og aðstoð við endurlífg- un með hjartahnoði. Endurlífgunartækið frá Zoll er lítið og handhægt. Elektróður eru límdar á sjúkling, innbyggt forrit greinir hjartsláttartruflanir við- komandi, tækið gefur upplýsing- ar um hvort gefa eigi rafstuð eða fara í endurlífgun með hjarta- hnoði. Sérhannaðar elektróður hafa tvo meginkosti: 1. Engin spurning um stað- setningu á sjúklingi. 2. Nemi sem finnur hvernig er hnoðað og sendir boð til tækis sem á móti gefur skip- anir um hvernig skal hnoða; hratt, hægt, fast eða laust. Arna A. Antonsdóttir bendir á að ef einstaklingur fer í hjarta- stopp, séu fumlausar aðgerðir þeirra sem eru á vettvangi lykilat- riði og því ákaflega mikilvægt að hafa aðgang að einföldu og skil- virku endurlífgunartæki. „Stað- reyndin er auðvitað sú að maður les ekki leiðbeiningar með dauð- an mann fyrir framan sig. Þetta endurlífgunartæki er mjög einfalt í notkun og það má orða það svo að það leiði notandann áfram skref fyrir skref. Ég vil því hik- laust segja að það geti hver sem er notað tækið með miklu öryggi,“ segir Arna og bendir á að áhrifa- mesti þátturinn í endurlífgun sé sá tími sem líði frá því að mann- eskja fer í hjartastopp og þar til hjartað er komið í eðlilegan gang. Tölur sýna að ef viðkomandi er gefið rafstuð innan við mínútu frá hjartastoppi eru lífslíkurnar allt að 90%. Möguleikar á endurlífg- un minnka hins vegar um 7-10% með hverri mínútu sem líður eftir hjartastopp. Eftir tólf mínútur frá hjartastoppi eru lífslíkur sjúk- lings því aðeins 2-5%. Leiðir notandann áfram „Það eru líklega ekki nema tvö ár síðan þetta tæki frá Zoll kom fyrst á markaðinn og við erum bara rétt að byrja að kynna það hér á landi,“ segir Arna. Zoll endurlífgunartækið er eins og áður segir bandarískt og bygg- ir á nýrri tækni sem er svokallað tveggja fasa bylgjuform (Rect- ilinear Biphasic Waveform). Þessi tækni hefur þann kost að hægt er að nota minni styrk í rafstuði. AED Plus frá ZOLL veitir ekki aðeins hjartarafstuð, það aðstoðar líka við hjartahnoð og fer þannig í gegnum allan endurlífgunarfer- ilinn. Tækið leiðir notandann áfram bæði með munnlegum skipunum og einnig á myndræn- an hátt. Innan skamms er við það miðað að tækið verði komið með íslenskt viðmót. „Slysavarnaskóli sjómanna hef- ur fengið tæki frá okkur og ég vænti þess að leiðbeiningar um notkun þess verði settar inn í grunnnámskeið sjómanna. Endur- lífgunarráð Íslands, sem starfar á vegum Landlæknisembættisins, hefur mælt með því að þetta tæki verði aðgengilegt á sem flestum stórum vinnustöðum og þar sem margir koma saman, t.d. í sund- laugum og langferðabílum. Einnig á stöðum þar sem örðugt er að koma fólki fljótt undir læknishendur, eins og t.d. úti á sjó. Það má líka geta þess að víða erlendis er farið að koma þeim fyrir á deildum spítala, þau þykja það handhæg. Það er enginn vafi að þetta tæki getur bjargað mannslífum, slíkt er dýrmæt,“ segir Arna A. Ant- onsdóttir. Byrjað að kynna endurlífgunartæki frá Zoll hér á landi: Tel að slíkt tæki verði komið í öll skip innan fárra ára - segir Arna A. Antonsdóttir hjá Inter ehf. Fyrirtækið Inter ehf. í Reykjavík hefur hafið sölu á endurlífgunartæki frá bandaríska fram- leiðandanum Zoll. Fyrir utan mjög góða virkni tækisins er einn höfuðkostur þess að það þykir einfalt í notkun. Arna A. Antonsdóttir hjá Int- er segir að nú þegar sé byrjað að kynna tækið í Slysavarnaskóla sjómanna og hún telur að innan fárra ára verði slíkt tæki komið í öll hér- lend fiskiskip. Endurlífgunartækið frá Zoll þykir einfalt í notkun, sem er mikill kostur. Arna A. Antonsdóttir hjá Inter ehf. með endurlífgunartækið. Eins og sjá má rúmast það í litlum handhæg- um kassa. Myndir: Sverrir Jónsson. 30 E N D U R L Í F G U N

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.