Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 20
20 F Y R I RT Æ K J A K Y N N I N G Þessi breyting á eignarhaldi fyrirtækisins var gerð í kjölfar þess að Bergsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Verkfræðistofunnar Fengs, var ráðinn framkvæmdastjóri hins nýstofnaða rækjufyrirtækis Íshafs hf á Húsavík og fluttist til Húsa- víkur. Bæði Verkfræðistofan Fengur ehf. og Navis ehf. hafa til þessa starfað á sama markaði sem óháð- ar ráðgjafastofur á sviði skipa- hönnunar, vélahönnunar og eftir- lits. Fimm starfsmenn starfa nú hjá Navis-Feng ehf.: Hjörtur Em- ilsson, skipatæknifræðingur, framkvæmdastjóri, Frímann Sturluson, skipasmiður og skipa- tæknifræðingur, G. Herbert Bjarnason, vélstjóri og skipa- tæknifræðingur, Agnar Erlings- son, skipaverkfræðingur, og Einar A. Kristinsson, véltæknifræðing- ur. Hjörtur, Herbert og Frímann störfuðu um árabil hjá Skipa- tækni ehf., en þeir stofnuðu Nav- is snemma á síðasta ári ásamt Agnari Erlingssyni, sem er fyrr- verandi framkvæmdastjóri Det Norske Veritas á Íslandi. Einar A. Kristinsson starfaði áður hjá Verkfræðistofunni Feng. Navis-Fengur ehf. er til húsa að Trönuhrauni 1 í Hafnarfirði, þar sem Verkfræðistofan Fengur var áður til húsa. Fjölbreytt verkefni Helstu verkefni Navis-Fengs er verkfræðiþjónusta er varðar skipa- hönnun, breytingar jafnt sem ný- smíði, eftirlit og umsjón með við- gerðum og nýsmíði, gerð útboðs- gagna, smíða- og verklýsinga, val á vélbúnaði, vinnslulínur, kostn- aðaráætlanir, hallaprófanir, stöð- ugleikaútreikningar og BT-mæl- ingar, ástandsskoðun við kaup, sölu og leigu skipa, ýmsar úttekt- ir og skoðanir (s.s. „Draught Survey“), þykktarmælingar, og matsgerðir, ráðgjöf varðandi ISM- og ISP-kóða og alhliða ráðgjöf á sviði skipa-og vélaverkfræði. Í góðum höndum Bergsteinn Gunnarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Verk- fræðistofunnar Fengs, vill koma á framfæri til viðskiptavina Fengs og þar áður Skipahönnunar þakk- læti fyrir traust og góð viðskipti í gegnum tíðina. „Það er mér léttir að öll gögn varðandi þau verkefni sem unnin hafa verið hjá Verk- fræðistofunni Fengi ehf. og áður Skipahönnun ehf. verða í góðum og traustum höndum Navís-Feng ehf. Hjá þessum nýja fyrirtæki starfa mjög hæfir einstaklingar sem mynda sterka heild og ég er þess fullviss að koma til með að þjóna vel hagsmunum viðskipta- vina Verkfræðistofunnar Fengs,“ segir Bergsteinn. Verkefni fyrir kanadíska útgerð Hjörtur Emilsson, framkvæmda- stjóri Navis-Fengs, segir að starfs- menn fyrirtækisins muni halda áfram af fullum krafti því starfi og þjónustu sem unnið hefur ver- ið að á undanförnum árum hjá bæði Verkfræðistofunni Feng og Navis. „Við munum fylgja eftir verkefnum sem Verkfræðistofan Fengur hefur verið að vinna að. Til dæmis get ég nefnt viðamikl- ar endurbætur og breytingar sem unnið hefur verið að á Heinaste, togara Sjólaskipa hf., úti í Pól- landi. Og einnig get ég nefnt að þessar vikurnar erum við að vinna að stóru verkefni fyrir kanadíska útgerð, Clearwater Seafoods. Um er að ræða stálteikningar í kúfisk- veiðiskipi sem Clearwater Seafoods er að fara bjóða út smíði á,“ segir Hjörtur Emilsson. „Stærstur hluti okkar verkefna nú um stundir kemur erlendis frá. Nútíma fjarskiptatækni gerir það að verkum að engu máli skiptir hvar maður er staðsettur, allar teikningar og önnur gögn eru auðveldlega send milli staða í tölvupósti. Fjarlægðir eru því af- stæðar,“ segir Hjörtur sem telur að íslensk skipahönnun hafi al- mennt mjög gott orð á sér og því hafi hún ágæta möguleika erlend- is. „Tæknilega tel ég að við Ís- lendingar stöndum vel af vígi á þessu sviði og það finnum við vel í samstarfsverkefnum með erlend- um aðilum,“ segir hann. Navis-Fengur ehf. í skipa- hönnun, ráðgjöf og eftirliti Navis ehf. og Verkfræðistofan Fengur ehf. sam- einuðu krafta sína um síðustu áramót. Navis ehf., sem var sett á stofn á síðasta ári í kjölfar gjaldþrots Skipatækni, tók yfir rekstur og gögn Verkfræðistofunnar Fengs ehf. og í kjölfarið var nafni fyrirtækisins breytt í Navis-Fengur ehf. Starfsmenn Navis- Fengs ehf. Stand- andi frá vinstri: Agnar Erlingsson, G. Herbert Bjarna- son og Einar A. Kristinsson. Sitj- andi frá vinstri: Frí- mann Sturluson og Hjörtur Emilsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.