Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 22
22 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Þrátt fyrir að Kristján Guðmundsson sé einn af kaupendum ÚA má segja að hann hafi dregið sig í hlé frá hinu daglega amstri útgerðarinnar, eftir lang- an og farsælan feril. Synir hans eru hins vegar báðir í eldlínunni. Vestur á Rifi gerir Hjálmar út Faxaborgu SH-207, 335 tonna línuskip, og rekur saltfiskverk- unina K G fiskverkun. Guðmundur heldur hins veg- ar um stýrið hjá Útgerðarfélaginu Tjaldi. Til að byrja með voru þeir bræður með alla þessa starfsemi á sömu hendi, en árið 1998 flutti Guðmundur frá Rifi til Reykjavíkur og jafnframt færðist Útgerðarfélagið Tjaldur alfarið yfir til hans, en Hjálmar hélt áfram útgerð og landvinnslu á Rifi. Eftir sem áður hefur verið náið samstarf milli þeirra feðga, sem nú hefur birst vel í kaupum þeirra á einu stærsta og rótgrón- asta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. Í tengslum við þessi kaup hefur Guðmundur Krist- jánsson fyrst og fremst komið fram í fjölmiðlum fyrir hönd þeirra Rifs-feðga. Guðmundur er í Ægisviðtali að þessu sinni. Snæfellingur í húð og hár „Ég er Snæfellingur í húð og hár, fæddur á Rifi árið 1960 og var þar allar götur þar til ég fór í framhalds- skóla. Lífið var saltfiskur á þessum uppvaxtarárum, ég vann fyrst og fremst í saltfiskverkuninni hjá pabba, en einnig vann ég á veturna með skólanum við að landa úr vertíðarbátum. Þarna kynnist ég mörgum skemmtilegum mönnum, m.a. að norðan. Ég man til dæmis vel eftir nokkrum Hríseyingum; Jóa á Haferninum, Árna, sem nú er á Svaninum, Fribba og Núma, sem var með Tjaldinn. Ég prófaði líka að fara til sjós, m.a. var ég á gamla Tjaldinum, sem við kölluðum svo, 130 tonna vertíð- arbát. Þarna kynnist ég mörgum skemmtilegum mönnum, til dæmis var ég þarna með Binna, sem nú er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Síðar var ég á Brimnesinu frá Rifi á netum og einnig í siglingum. Það var fínt að alast upp á Rifi, lífið þar var frjáls- legt og gott. Það snérist allt um fiskveiðar og fisk- vinnslu eða annað sem tengdist sjávarsíðunni. Ég kynntist líka lítillega farskipaútgerðinni því pabbi var umboðsmaður Eimskips og því kom það oft í minn hlut að taka við endunum og sleppa þegar Guðmundur Kristjánsson hélt mikla „eldmessu“ á aðalfundi LÍÚ sl. haust þar sem hann ræddi vítt og breytt um málefni greinarinnar. Grípum hér niður í ræðu Guðmundar á fundin- um: „Hér er sjávarútvegurinn ekki á ríkisstyrkjum, heldur erum við að greiða í ríkiskassann. Það eru allar líkur á því að öfga- samtök umhverfissinna fari að ráðast á sjávarútveginn á næstu árum og haldi því fram að við ofveiðum fiskistofna. Okkar svar við því er að við sjálfir í sjávarútveginum erum ábyrgir þar sem veiðirétturinn, kvótinn, er okkar eign. Þar af leiðandi eru það okkar hagsmunir að ganga vel um fiskistofna. Öll frá- vik frá skýrum leikreglum um úthlutun veiðiréttar munu skapa miklar deilur og skaða sjávarútveginn, eins og dæmin sanna um gæluverkefni stjórnmálamanna - byggðakvóta, stjórnlausar veiðar smábáta, línuívilnun, þorskeldiskvóta o.fl. Auðvitað er okkar kerfi ekki gallalaust og það sem ég tel að við þurfum að huga að er að eftirlitskerfið gangi ekki að okk- ur dauðum. Þetta eftirlitskerfi hefur tútnað út á síðustu árum eins og púkinn á fjósbitanum. Þegar sveitarstjórinn í Hrísey sagði við Þorstein Pálsson, sjávarútvegsráðherra, að best væri að Veiðieftirlitið og Fiskistofa yrði í Hrísey, sagði ráðherrann að þetta yrði svo lítil stofnun að það tæki því ekki að hafa hana úti á landi. Staðan er önnur í dag. Þetta er orðinn vinnu- staður þar sem á annað hundrað manns vinna og enginn virð- ist ráða við neitt. Fiskistofustjóri segir bara að fjölga verði fólki og sjávarútveg- urinn verður að borga. Við þekkjum öll reikninga sem streyma frá Fiski- stofu til okkar. Bara ein kvótafærsla milli eigin skipa útgerðar kostar tvö þúsund krónur. Það væri ekkert mál að hver og einn millifærði sjálfur eins og við erum að millifæra af okkar bankareikn- ingum og sú færsla kostar örfáar krónur. Kostnaðurinn við rekstur Hafró hefur aukist gríðarlega og á eftir að aukast enn meira á næstu árum. Við erum líka að stunda okkar rannsókn- ir á lífríki sjávar, bæði sjálfstætt og í samvinnu við Hafrann- sóknastofnun. Það er ekki skynsamlegt að aðeins einn aðili stundi fiskirannsóknir hér við land. Það verður að vera sam- keppni í þessum rannsóknum eins og í öðru í atvinnulífinu,“ sagði Guðmundur m.a. á síðasta aðalfundi LÍÚ. Eftirlitskerfið hefur tútnað út Guðmundur Kristjánsson í ræðustól á aðal- fundi LÍÚ sl. haust. Svavar Hjaltalín, elsti starfsmaður Útgerðarfélags Akureyringa, óskar Guðmundi til hamingju með kaupin á ÚA.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.