Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 24
24 Æ G I S V I Ð TA L I Ð klárt að forræðið á auðlindinni er á hendi Alþingis. Þetta finnst mér að þurfi að koma betur fram í þess- ari umræðu. Alþingi ræður yfir auðlindinni og hefur vald til þess að ákveða leikreglurnar. Það er ekki nein ríkisstofnun eða einstaklingar sem ákvarða leikregl- urnar. Það eru einfaldlega tveir aðilar sem geta átt veiðiréttinn, annað hvort ríkið eða einstaklingar og fyrirtækin í þjóðfélaginu. Ég tel að einstaklingar og fyrirtæki eigi að eiga veiðréttinn, ég vil ekki sjá rík- isútgerð. Það gengur ekki upp að mínu mati að sjávarútveg- inum sé kúplað út úr pólitísku umhverfi. Auðvitað á sjávarútvegurinn að koma að stefnumótun greinar- innar. Það er hins vegar búið að lita útgerðarmenn svo ljóta í þjóðfélagsumræðunni að stjórnmálamenn þora vart lengur að tala við okkur. Ég tel þó að mikilvægasta verkefni útgerðarinnar á Íslandi á komandi misserum sé að ná sátt við okkar starfsmenn, þ.e. sjómenn. Sú óeining milli útgerðar og sjómanna sem hefur birst í kjaraviðræðum á und- anförnum árum getur ekki gengið lengur og því held að það sé forgangsverkefni að ná viðunandi lausn fyr- ir báða aðila.“ Leikreglurnar verða að vera skýrar Guðmundur vill orða það svo að núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi sé gott, ef leikreglurnar eru nægilega skýrar. „En ég er ekki sáttur við kvótakerfið ef stjórnmálamenn á hverjum tíma eru að rugla í því fram og til baka. Það getur aldrei gengið upp. Það sem við þurfum er að í þessari grein ríki stöðugleiki. Landsbyggðin hefur mikla þörf fyrir þennan stöðug- leika, enda er sjávarútvegurinn burðaratvinnugrein út um allt land. Reykvíkingar verða mun minna var- ir við þennan óróleika vegna þess einfaldlega að sjáv- arútvegurinn vegur þar hlutfallslega ekki eins mikið í heildardæminu og víða út um land. Starfsfólk í sjávarútvegi, hvort sem það eru útgerðarmenn, sjó- menn eða fiskvinnslufólk, verður að tala sama tungu- málið. Það gengur til dæmis ekki upp að útgerðar- menn komi fram opinberlega og segi að engum fiski sé hent, en síðan kemur skipstjórinn strax á eftir og fullyrðir að svo og svo miklu af fiski sé hent í hafið. Ég held að við séum langt í frá komnir að enda- mörkum í fiskveiðistjórnun. Við þurfum að virkja útgerðarmenn og sjómenn betur í hafrannsóknir. Ég sé fyrir mér að fleiri en Hafró fái að stunda hafrann- sóknir í samvinnu við útgerðir og sjómenn og þær verði þá fjármagnaðar af öðrum aðilum en ríkinu. Eins og staðan er núna tekur ríkið til sín fullt af gjöldum frá útgerðinni og fjármagnar síðan m.a. haf- rannsóknir. Ég sé fyrir mér að ríkið minnki þessar álögur á útgerðina og á móti standi hún sjálf í aukn- um mæli að hafrannsóknunum.“ Básafellsmálið Í umræðunni um kaup Rifs-feðga á ÚA var stundum vitnað með neikvæðum formerkjum til kaupa þeirra forðum á útgerðarfélaginu Básafelli á Vestfjörðum. Guðmundur segir oft hafa farið í gegnum þessa um- ræðu, sem sé nánast undantekningalaust á miklum misskilningi byggð. „Hver var glæpurinn í þessu máli?“ spyr Guðmundur. „Við tókum þarna við fyrir- tæki sem var á leiðinni í gjaldþrot, það vissu allir. Við stokkuðum fyrirtækið upp með heimamönnum og komið var á fót einingum á hverjum stað, Ísafirði, Flateyri og Suðureyri. Einnig var seldur kvóti inn í Yfirgripsmikill rekstur Útgerðarfélagið Tjaldur, sem var stofnað árið 1998, en á rætur allt til ársins 1955 þegar Kristján Guðmundsson lét smíða fyrsta Tjaldinn í Danmörku, gerir út Tjald SH-270, tæplega 700 tonna stálskip. Þá gerir félagið út tæplega 120 tonna snurvoðarbát, Sólborgu RE-76. Auk þess hefur Útgerðarfélagið Tjaldur fest kaup á frystiskipinu Hviltenni frá Færeyjum, sem verður eitt stærsta skip flotans. Útgerðarfélagið Tjaldur hefur yfir að ráða um 8000 þorskígilda kvóta, þar af er um 3000 tonna þorskkvóti. Þá hefur fyrirtækið á sín- um snærum 600 tonna kvóta í Barentshafi. Hjálmar Kristjánsson rekur KG-fiskverkun ehf. á Rifi, en þar er unninn saltfiskur, sem seldur er til Spánar. Í þessari saltfiskverkun á Rifi starfa á bilinu 15 til 20 manns. Jafnframt gerir Hjálmar Kristjáns- son út Faxaborg SH-207, 335 tonna línuskip. „Auðvitað er þetta hátt verð, en verðmatið fer eftir því hvaða forsendur menn gefa sér og hvaða arðsemiskröfur menn gera,“ segir Guðmundur m.a. í viðtalinu um kaupin á ÚA. Myndin er tekin í móttökusal ÚA á Akureyri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.