Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 25
25 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Hraðfrystihúsið Gunnvöru. Restina af kvóta Básafells áttum við sjálfir. Það má vel vera að sumir vilji kalla þetta að búta fyrirtækið í sundur eða gera hvað sem er, en ég spyr þá af hverju Vestfirðingar megi kaupa kvóta úr öðrum byggðarlögum en aðrir megi ekki kaupa kvóta á Vestfjörðum? Ég minni á það að marg- ir aðilar keyptu kvóta af Snæfellsnesi og eigendur Guðbjargarinnar ÍS, svo dæmi sé tekið, keyptu kvóta annars staðar frá áður en hún var síðan seld. Básafell fór ekki á hausinn eins og allir höfðu spáð, en það var kannski aldrei grundvöllur fyrir rekstri félagsins með allar þessar skuldir. Ég skil ekki þá umræðu að við höfum tekið kvóta út úr félaginu. Það sem við gerð- um var að við keyptum félagið, seldum ákveðnar ein- ingar út úr því og áttum restina, kvóta og skip, Eld- borgina, sem við síðan seldum sl. haust.“ Teljum okkur vel geta tekist á við þetta verkefni En víkjum að tilefni viðtalsins, kaupum þeirra feðga á Útgerðarfélagi Akureyringa. Margir gætu sagt sem svo að þeir menn hlytu að vera óeðlilega bjartsýnir sem reiða fram 9 milljarða króna til að kaupa ÚA. Guðmundur er því ekki sammála. „Útgerð er okkar starf og líf og yndi. Við höfum trú á íslenskum sjáv- arútvegi og við teljum að við getum tekist á við þetta verkefni og axlað þá ábyrgð sem því fylgir að kaupa ÚA. Verkin verða auðvitað að tala, en við höf- um lengi verið í sjávarútvegi og við teljum okkur hafa náð góðum árangri. Tíminn verður að leiða í ljós hvort við ráðum við þetta verkefni, en við teljum að við munum gera það. En auðvitað á það við um þetta rekstrardæmi eins og önnur að niðurstaðan er að nokkru leyti háð því að ytri skilyrði verði okkur hag- stæð. Það er ekki á hverjum degi sem félag eins og Út- gerðarfélag Akureyringa er til sölu. Við vitum að þetta félag á sér langa og farsæla sögu og það hefur jafnan verið vel rekið. Við sáum einfaldlega ýmsa möguleika í því að kaupa félagið. Það hefur yfir að ráða ágætum skipakosti og tæknilega fullkominni landvinnslu, að ógleymdri mikilli þekkingu starfs- fólks. Félagið á um 19 þúsund tonna aflaheimildir, sem vissulega er mikill kvóti,“ segir Guðmundur. Samanlagður kvóti ÚA og Útgerðarfélagsins Tjalds er því sem næst 27 þúsund tonn í þorskígildum. Guðmundur segir að margvísleg samlegðaráhrif séu fólgin í aflaheimildum beggja félaga. „Ég nefni sem dæmi að Útgerðarfélagið Tjaldur hefur sérhæft sig töluvert í grálúðuveiðum og ÚA átt töluvert af grá- lúðuheimildum sem það hefur ekki nýtt að fullu. Á móti hefur ÚA sérhæft sig í þorskveiðum og þorskvinnslu og aflað sér mikillar þekkingar á því sviði.“ Fjármögnunin ræður miklu „Hausaþurrkun Laugafisks, sem Útgerðarfélagið á, hefur gengið ágætlega og það sama má segja um saltfiskverkun GPG á Húsavík og Raufarhöfn, sem ÚA á helmingshlut í. Og varðandi markaðsmálin hlýtur að vera auðveldara að selja afurðirnar ef fyrir- tækið er stórt og öflugt. Í markaðsmálunum sé ég þannig töluverð samlegðaráhrif.“ Guðmundur segir það ekki í spilunum að steypa fyrirtækjunum saman í eitt. „Við höfum ekki uppi áætlanir um það í dag, hvað sem kann að verða í framtíðinni.“ En hvað segir Guðmundur um þá gagnrýni að þeir feðgar séu að borga alltof hátt verð fyrir fyrirtækið? „Auðvitað er þetta hátt verð, en verðmatið fer eftir því hvaða forsendur menn gefa sér og hvaða arðsem- iskröfur menn gera. Við teljum okkur vita vel hvað við erum að gera. Það sem ræður miklu í slíkri fjár- festingu er hvernig hún er fjármögnuð. Við teljum að við höfum fengið þetta dæmi vel fjármagnað, sem þýðir að við þurfum ekki að skila eins miklu út úr rekstrinum og ef fjármögnunin væri dýr og óhag- stæð.“ Guðmundur segir það af og frá að þeir feðgar séu að fara í þessa fjárfestingu til þess að græða fúlgur fjár á henni. „Nei, það er af og frá. Við höfum ein- faldlega gaman af því að starfa í sjávarútveginum og þetta er okkar líf og yndi. Svo einfalt er það.“ Útgerðarfélagið Tjaldur festi nýverið kaup á einu af glæsilegasta skipi Færeyinga, Hviltenni. Mynd: Þorgeir Baldursson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.