Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2004, Side 16

Ægir - 01.01.2004, Side 16
16 T Æ K N I vökvanum í fiskinum fer yfir fasa- skipti og verður að ís, án þess að byggja upp ískristalla. Með þessu verður til, ef svo má segja, kæli- geymsla í fiskinum sjálfum. Til að byrja með unnum við að þessum rannsóknum í samstarfi við HB og inn á verkstæði hjá okkur. Þegar vinnslulínan var sett upp hjá Tanga má segja að stórt skref hafi verið tekið því þá var þróunarferlið komið af tilrauna- stigi og búnaðurinn reyndur í al- vöru vinnslu. Tangamenn telja að afkastaaukningin hafi verið 15- 20%,“ segir Sigurður Guðni. Krapinn er mikilvægur Skaginn framleiðir krapakerfi, en Sigurður Guðni segir að vissulega sé unnt að nota önnur krapakerfi í þessa vinnslu. „Það eru margir framleiðendur krapakerfa, en það sem er frábrugðið í okkar krapa- kerfi er að við erum einu fram- leiðendurnir með stýringu á salt- innihaldi og eitt og sama kerfið getur afhent þrjár mismunandi blöndur, bæði af þykkt og hita- stigi. Til dæmis getur kerfið þannig framleitt þunna blöndu í móttökuna og þykka blöndu með lágu saltinnihaldi í lestina á skip- inu. Öll krapakerfi hafa sína eig- inleika, en við höfum lagt áherslu á að geta dreinerað krapann og því höfum við horft til þess að hafa krapann grófari en gengur og gerist.“ Verkefnið heldur áfram Um næstu skref í þróun á þessum búnaði segir Sigurður Guðni: „Þessu verkefni er ekki lokið. Við eigum eftir að fara betur í gegnum beintökuna, sem við annað hvort fellum inn í roðrif- una eða hönnum sem aðskilinn þátt í kerfinu. Síðan viljum við fara í gegnum kælinguna fyrir landvinnsluna úti á sjó og gera al- vöru rannsóknir með Rf á því hver áhrif kælingar á fiskinum um borð í skipunum eru á vinnsl- una í landi. Menn hafa séð árang- ur af krapakælingu úti á sjó, en það hefur ekki verið skoðað hver áhrifin eru miðað við mismun- andi hitastig, mismunandi salt- innihald í krapanum o.s.frv. Þetta viljum við skoða markvisst og út- víkka okkar verkefni í þessa átt. Einnig viljum við útvíkka verk- efnið í átt að markaðnum, t.d. varðandi pökkun. Það er mikil- vægt að fá þeirri spurningu svarað hvort þær umbúðir sem eru not- aðar í dag við pökkun á ferskum fiski eru þær réttu. Er t.d. rétt að hafa umbúðirnar öðruvísi en þær eru í dag? Í frystu afurðunum á eftir að vinna heilmikið. En því verður ekki á móti mælt að í þeirri vinnslu eru fiskvinnslufyrirtæki hér og annars staðar í töluverðri vörn í samkeppninni við Kínverja vegna kostnaðar. Mér sýnist ljóst að við Íslendingar komum til með að leggja aukna áherslu á að koma sem mestu af afurðum okk- ar ferskum á markað. Kínverjarn- ir keppa ekki við okkur þar. En við komum aldrei til með að flytja allt út ferskt og því verðum við að frysta ódýrari vörurnar. Það er því mikilvægt að gera þá vinnslu eins hagkvæma og mögu- legt er. Roðkælinn er t.d. unnt að nota í ferskvinnsluna fyrri hluta dags, en breyta honum síðan í frysti síðari hluta dags og frysta sporða, smáflök og aðrar afurðir sem þarf að frysta. Á þennan hátt nýtir Tangi hf. á Vopnafirði t.d. þessa tækni.“ Þróunarkostnaðurinn á annað hundrað milljónir króna Eins og áður segir hefur Skaginn hf. verið að þróa þessa tækni und- anfarin tvö til þrjú ár, reyndar hefur roðkælirinn verið í þróun síðustu fimm ár. Sigurður Guðni segir að þróunarkostnaðurinn sé nú þegar kominn í á annað hund- rað milljónir króna. „Roðkælirinn er vel einkaleyfisvarinn. Við erum með einkaleyfi á honum hér á landi, í Evrópu og Bandaríkjun- um. Við höfum ekki lagt mikið í kynningu á þessari tækni erlend- is. Við höfum viljað bíða og sjá hvernig reynslan væri hjá Tanga. Nú liggja hins vegar mjög já- kvæðar niðurstöður fyrir og því munum við fara af fullum krafti í kynningu á þessu erlendis. Við verðum með kynningu á þessu í Noregi í febrúar og síðan munum við kynna þetta á Brusselsýning- unni í maí og væntanlega einnig á sýningunni í Boston. Þessi tækni nýtist víða. Auk fiskveiði- þjóða við Norður-Atlantshaf erum við m.a. að horfa til vinnslu á alaskaufsa og öðrum viðkvæm- um fisktegundum í t.d. Chile og Suður-Afríku. Eftir því sem fisk- urinn er viðkvæmari í vinnslu, því mikilvægara er að veita hon- um styrk í gegnum vinnsluna,“ segir Sigurður Guðni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skagans hf. Einar Víglundsson, framleiðslustjóri Tanga á Vopnafirði, með ferskfiskkassa, annars vegar flugfisk og hins vegar fisk til útflutnings í skipi. Mynd: Jón Sigurðsson/www.vopnafjordur.is

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.