Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 29
29 Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um þær tölulegu upplýsingar sem hafa verið settar fram um hvala- skoðun við Ísland. Margir þeirra sem styðja hvalveiðar við Ísland hafa dregið mjög í efa tölur um fjölda þeirra ferðamanna sem fara í hvalaskoðun og efnhagslegt gildi hennar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Ásbjörn Björgvinsson segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að fá fram niðurstöður þessarar könnunar frá hlutlausum aðila. Í framhaldinu verði áhersla lögð á að hlutlaus aðili meti efnahagslegt gildi hvalaskoðunar við Ísland. Hvalaskoðun gekk nokkuð vel við Ísland sl. sumar. Hins vegar segir Ásbjörn að hvalurinn hafi hagað sér öðruvísi en áður og á sumum svæðum hafi hann ekki verið eins líflegur og undanfarin ár. Þannig hafi steypireyður lítið sést sl. sumar í ferðum frá Stykk- ishólmi, sem er af sem áður var. „Við vitum ekki hvað veldur þessu, en það var greinileg breyt- ing sl. sumar miðað við undanfar- in sumur,“ segir Ásbjörn. Í það heila fóru um 70 þúsund manns í hvalaskoðun á sl. ári, sem Ásbjörn segir að sé um 16% aukning frá fyrra ári. Líflegt í Eyjafirði Síðastliðið sumar var boðið upp á hvalaskoðun frá Keflavík, Hafnar- firði, Reykjavík, Vestmannaeyj- um, Stykkishólmi, Hauganesi við Eyjafjörð, Húsavík og Djúpavogi. „Það var nokkuð líflegt á Eyja- firði, enda voru þar tveir hnúfu- bakar að leika sér þar í allt sl. sumar.“ Einnig var nokkuð líflegt í ferðum hvalaskoðunarfyrirtækja sem gera út frá Hafnarfirði, Reykjavík og Keflavík. Sem fyrr fara flestir í hvalaskoð- un frá Húsavík. Þar eru tvö fyrir- tæki sem gera út hvalaskoðunar- báta - annars vegar Norðursigling sem gerir út fjóra báta og hins vegar Hvalaferðir sem gera út einn bát. Ánægður með áhuga Íslendinga Ásbjörn segir að hvalasafnið á Húsavík dragi til sín fjölda gesta. Á árinu 2002 var velta safnsins af inngangseyri og sölu minjagripa um 8 milljónir króna. Í Hvala- miðstöðina á Húsavík komu á milli 19 og 20 þúsund gestir á sl. ári, sem er nokkur fjölgun gesta frá fyrra ári. Í fyrra voru um sex af hverjum tíu gestum útlendingar. „Ég er afskaplega ánægður með hversu margir Íslendingar koma á safn- ið,“ segir Ásbjörn. Um 70 þúsund manns í hvala- skoðun sl. ár „Það var ýmislegt í þessari könnun sem kom okkur á óvart. Til dæmis finnst okkur athyglisvert að 25% þeirra sem svöruðu í könnuninni sögðu að hvala- skoðun hafi haft afgerandi áhrif á það að þeir ákváðu að fara til Íslands. Og okkur þótti líka at- hyglisvert að 60% þeirra sem spurðir voru sögðust hafa ákveðið að fara í hvalaskoðun áður en komið var til landsins,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, um viðhorfskönnun sem rekstrarfræðinemar við Háskólann á Akureyri hafa unnið að á síðustu mán- uðum um hvalaskoðun við Ísland. Könnunin var lögð fyrir um 1.400 erlenda hvalaskoðunargesti. Á efri hæð Hvalamiðstöðvar- innar gefur m.a. að líta nokkr- ar beinagrindur af hvölum. Hvalamiðstöðin á Húsavík hefur á undanförnum árum verið að byggja upp hvalasafn af miklum krafti og er safnið farið að draga til sín mörg þúsund gesti á ári hverju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.