Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 5
Í fiskinum hjá FAO Grímur Valdimarsson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, hefur undanfarin tæp átta ár starfað sem forstöðumaður fiskiðnaðarsviðs Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Róm, en auk höfuðstöðvanna rekur FAO átta svæðaskrifstofur víða um heim og um níutíu landsskrifstofur. Grímur segir í viðtali við Ægi frá starfi sínu hjá FAO og helstu verkefnum sem stofnunin tekst á við. Meðal annars kemur fram að gríðarleg vinna hafi að undanförnu beinst að uppbyggingu í fiskiþorpum við Indlandshaf í kjölfar stóra jarðskjálftans á annan dag jóla í fyrra. Er kræklingarækt vænleg atvinnugrein? Í grein Magnúsar Gehringer og Ágústs Einarssonar um hérlenda kræklinga- rækt kemur fram sú skoðun að til þess að hún verði arðbær þurfi að koma til fyrirtæki með t.d. 2.000 tonna framleiðslu á ári. Greinarhöfundar telja að sé rétt haldið á spilunum séu ýmis tækifæri fólgin í kræklingarækt - erlendir markaðir séu til dæmis nokkuð vænlegir. Ógnanir felist hins vegar ekki síst í náttúrulegum aðstæðum hér á landi. Mengunarhætta og hugsanleg hryðjuverkaógn „Menn líta ef til vill svo á að með útfærslu landhelginnar hafi mál stofnunar- innar verið afgreidd til langs tíma. En svona einfalt er þetta ekki. Umferð skipa við landið er alltaf að aukast, verkefnin á sviði björgunar sem upp koma verða æ stærri og sömuleiðis eru menn alltaf betur á varðbergi gagnvart mengunar- hættu og hugsanlegri hryðjuverkaógn. Í mínum huga er hlutverk Landhelgis- gæslunnar aldrei jafn þýðingarmikið og einmitt nú,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í viðtali við Ægi um málefni Gæslunnar. Hægri hönd ráðherrans Ármann Kr. Ólafsson var á síðasta kjörtímabili og það sem af er þessu kjörtímabili að- stoðarmaður Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Þar áður var Ármann aðstoðar- maður Halldórs Blöndal í samgönguráðuneytinu. „Við kostum kapps að hafa tiltækar allar upplýsingar um efnainnihald íslenskra sjávarafurða til að geta brugðist við neyðarmálum sem upp geta komið. Að hafa allar upplýsingar á hraðbergi reyndist mjög mikilvægt í kúariðumálinu fyrir nokkrum árum, þegar það tókst að afstýra því að lokað yrði með öllu innflutningi á íslensku fiskimjöli til Evrópu,“ segir Ármann m.a. í viðtali við Ægi. Aukin vitund um umhverfisvernd „Almennt má segja að það er almennt aukin vitund almennings um umhverfisvernd og þar með hvernig staðið er að fiskveiðum. Þetta er þróun sem í sjálfu sér er æskileg og við teljum okkur geta mætt. En þetta þýðir að við Íslendingar þurfum með markvissum hætti að koma á framfæri upplýsingum við kaupendur íslenskra sjávarafurða hvernig við stöndum að fiskveiðum,“ segir Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Ís- lands, í viðtali við Ægi, en Fiskifélagið lætur m.a. umhverfismál til sín taka. Laxahrogn á Svalbarðseyri Á Svalbarðseyri við Eyjafjörð var sl. vetur stofnsett fyrirtækið Ice & Fire um framleiðslu á laxahrognum. Hrognin eru fengin úr fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi og þau eru síðan krydduð samkvæmt uppskrift frá Eistlandi. Hrognunum er pakkað í litlar krukkur fyrir inn- anlandsmarkað, en þegar fram líða stundir er horft til þess að flytja vöruna út. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461-5135 GSM: 898-4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2005 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Forsíðumyndina tók G. Bizzari hjá fjölmiðlaskrif- stofu FAO í Róm af Grími Valdimarssyni, forstöðu- manni fiskiðnaðarsviðs FAO. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 26 12 32 18 38 Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf ESAB rafsuðubúnaður fyrir þig ESAB allt til rafsuðu Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti 5 45 aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.