Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 39

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 39
39 U M H V E R F I S M Á L innan MSC milli þeirra sem þekkja til nýtingar fiskistofna og annarra, þá er maður tortrygginn á starf samtakanna.“ Langþráður áfangi „Í mars sl. náðist mikill áfangi í fiskveiðinefnd FAO sem sam- þykkti eftir átta ára stranga bar- áttu alþjóðlegar leiðbeiningar gagnvart umhverfismerkingum. Margir hafa komið að þessum málum hér á landi, en á engan er hallað þó Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LÍÚ og varaformaður Fiskifélagsins, og Guðrún Eyjólfsdóttir í sjávarút- vegsráðuneytinu, séu nefnd. Margir - m.a. erlendir aðilar - hafa sagt í mín eyru að þáttur þeirra tveggja á lokasprettinum hafi hreinlega orðið til þess að þetta mál náðist loks í höfn. Sú skoðun er alveg í samræmi við það sem ég upplifði á sjálfum lokafundinum. Þessi almenni rammi um um- hverfismerkingar náðist sem sagt á vettvangi FAO, sem ég held að sé mikilvægt skref í því að koma á framfæri upplýsingum um sjálf- bærar fiskveiðar. Hins vegar er ljóst að það verður alltaf dýr leið að koma þessum boðskap á fram- færi með umhvefismerki og sjálf- sagt að kanna aðra möguleika betur.“ Menn hafa ekki sperrt eyrun nægilega mikið - Er íslenskur sjávarútvegur al- mennt nægilega upplýstur um þessi mál? „Nei, ég hygg að þessi mál séu enn sem komið er ekki nægilega þekkt innan íslensks sjávarútvegs. Hér eru menn uppteknari af mál- um sem þeir telja að standi sér nær, eins og t.d. fiskveiðistjórnun og fiskverði. Á vettvangi Fiskifé- lagsins hafa umhverfismálin verið mjög í brennidepli í mörg undan- farin ár, sem má glögglega sjá þegar gögn af Fiskiþingum und- anfarinna ára eru skoðuð. Kristján Þórarinsson hefur lengi unnið að umhverfismerk- ingum á vettvangi FAO og sömu- leiðis í samstarfi við önnur Norð- urlönd. Kristján hefur upplýst stjórn Fiskifélagsins, sem í sitja fulltrúar helstu hagsmunasam- taka innan sjávarútvegsins, reglu- lega um gang mála. Þannig hefur greinin verið bærilega vel upplýst um þessi mál og að mínu mati betur en í mörgum öðrum lönd- um. Hins vegar tel ég að almennt hafi menn í greininni ekki sperrt eyrun nægilega mikið, en ég er þó þess fullviss að það á eftir að breytast, enda er hér um að ræða málaflokk sem á eftir að skipta sjávarútveginn æ meira máli í framtíðinni. Áður fyrr voru okkar yfirburðir í sjávarútvegi að einhverju leyti fólgnir í því að geta veitt og unn- ið fisk á sómasamlegan og hag- kvæman hátt. Í framtíðinni mun skipta meira máli hvernig tekst að markaðssetja fiskinn og jafn- framt verður víða sett spurningar- merki við réttinn til þess að veiða fiskinn. Margir á alþjóðlegum vettvangi telja að stjórnvöld hvers lands hafi brugðist í stjórnun fiskveiða og núverandi kerfi sé gengið sér til húðar. Þess í stað eigi fiskveiðistjórnunin að vera á hendi alþjóðlegra stofnana. Því erum við Íslendingar algjörlega ósammála og vísum í því sam- bandi til Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem engan veginn hefur sinnt sínu hlutverki og er í raun gang- andi varúðarmerki um hvernig ekki eigi að standa að málum. Við verðum að játa það að hags- munir sjávarútvegsins í alþjóð- legu samhengi eru í nánast öllum löndum utan Íslands, Noregs og Færeyja mjög veigalitlir. Ég hygg að flest ríki í heiminum séu til- búin að fórna hagsmunum sjávar- útvegsins fyrir einhverja aðra hagsmuni ef á reynir og ég held að það sé enginn vafi á því að til þess að rödd sjávarútvegsins heyr- ist þurfi þjóð eins og Íslendingar að leggja mikið á sig.“ Mikilvægt að vakta umræðuna - Hvernig passar íslenska afla- markskerfið inn í þessa umræðu? „Það er mitt mat að aflamarks- kerfið passi vel inn í þessa um- ræðu um umhverfismál eins og önnur kerfi sem takmarka veiðar á fiski. Aflamarkskerfið er vissu- lega umdeilt á Íslandi, en ég held að umræðan snúist fyrst og fremst um að sóknin í hvern fiskistofn sé í samræmi við það sem ráðlegt sé að veiða. Hér á landi eru menn hins vegar að deila um hvort ráð- leggingarnar séu réttar. Ég held að aflamarkskerfið sé ágætt til þess að takmarka afla, en það er vissulega ekki eina kerfið til þess. Almennt má segja að það er sótt að réttinum til þess að veiða og nýta auðlindir sjávar. Til þess eru notuð ýmis meðul - t.d. þjóð- garðar í hafinu (Marine Protected Areas), að nægur fiskur þurfi að vera fyrir fuglana o.s.frv. Það er sem sagt öllum rökum beitt og því er full ástæða til þess að vakta þessa umræðu og láta rödd nýt- ingarsinna heyrast líka.“ Íslendingar mikils metnir - Hvernig er litið á Íslendinga sem fiskveiðiþjóð á alþjóða vett- vangi? „Ég held að víða sé litið svo á að Íslendingar hafi náð góðum tök- um á fiskveiðistjórnun. Hins veg- ar hafa margir horn í síðu okkar vegna til dæmis hvalamálsins og það á við í öðrum málum þar sem við höfum ekki viljað fara of langt í „grænu áttina“. Eðlilega þurfa Íslendingar stundum að standa tiltölulega fáliðaðir á alþjóðlegum vettvangi þegar verið er að véla um hagsmuni sjávarútvegsins og orðsporið gjeldur þess ef til vill að einhverju leyti. En það er stað- reynd að Íslendingar eru almennt mikils metnir í alþjóðlegu sam- starfi í sjávarútvegsmálum og til dæmis innan fiskveiðinefndar FAO, sem er mjög áhrifamikil nefnd, eru Íslendingar mun áhrifameiri en ætla mætti miðað við stærð landsins og mannfjölda. Þar eru Íslendingar tvímælalaust þjóð sem hlustað er á og í mínum huga er enginn vafi á því að samningamenn Íslands standa sig mjög vel og halda vel á okkar hagsmunum.“ Gagnslaus rökræða við herská náttúruverndarsamtök - Er krafan um t.d. þorskveiði- bann ennþá uppi? „Það er staðreynd að Ís- lendingar eru almennt mik- ils metnir í alþjóðlegu samstarfi í sjávarútvegs- málum og til dæmis innan fiskveiðinefndar FAO, sem er mjög áhrifamikil nefnd, eru Íslendingar mun áhrifameiri en ætla mætti miðað við stærð landsins og mannfjölda.“ aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.