Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 28

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 28
28 Æ G I S V I Ð TA L I Ð hengi. Einnig koma inn í þessa mynd sjávarspendýr, sjófuglar, mengunarmál svo að nokkuð sé nefnt. Um þetta héldum við stóra ráðstefnu á Íslandi árið 2001. Ástralir virðast komnir hvað lengst í því hvernig eigi að útfæra þessar hugmyndir og þar er svo komið að lögum samkvæmt er bannað að flytja út fiskafurðir þaðan nema að umhverfismat hafi farið fram á þeim stofnum sem um ræðir og hvaða áhrif veiðarnar hafi á lífríkið og umhverfið. Þetta virðist þeim hafa tekist mjög vel. Einnig má nefna í þessu sambandi að hags- munir fiskimanna rekast víða á við ferðaþjónustuna, hótelbygginar á strandsvæðum, náttúruskoðun við kórallarif og aðra þjónustu fyrir ferðamenn. Það eru einnig vaxandi átök milli sportveiðimanna og fiski- manna, sem hafa afkomu sína af veiðum. Þetta hefur til dæmis verið áberandi í Ástralíu og Bandaríkjun- um, þar sem sportveiðimenn vilja fá stór veiðisvæði út af fyrir sig, við takmarkaða hrifningu fiski- manna.“ Umræðan um botnveiðarfæri „Umræðan um botnveiðarfæri og mögulegt bann við notkun þeirra hefur líka verið nokkuð áberandi. Fljótlega mun FAO gefa út ítarlega skýrslu um áhrif botnveiðarfæra þar sem meginniðurstaðan kemur út af fyrir sig ekki á óvart. Þar sem lífríkið er viðkvæmt geta botnvörpur valdið óbætanlegu tjóni, t.d. þar sem eru kórallar og önnur fjölskrúðug samfélög botndýra. Á sandbotni er hins vegar allt annað uppi á teningnum og áhrif slíkra veiðarfæra lítil sem eng- in. Það hafa auðvitað verið mjög skiptar skoðanir um botnvörpuna. Í fyrra kom fram tillaga sem send var Sameinuðu þjóðunum, undirrituð af 1200 vísinda- mönnum, um algjört bann við notkun botnveiðar- færa á úthafinu, en gekk þó ekki, eftir enda urðu margir til þess að mótmæla. En ég hygg að allir geti verið sammála um að á úthafinu eru svæði þar sem ekki er skynsamlegt að nota togveiðarfæri, en þau svæði þarf að skilgreina. Ég er hins vegar ekki viss um að þetta séu stór svæði.“ Grímur segir ekki á valdi FAO að banna notkun slíkra veiðarfæra, en minnir á að árið 1992 gekk í gildi alþjóðlegt bann Sameinuðu þjóðanna við notk- un stórra rekneta á úthafinu eftir að umhverfisvernd- armenn höfðu rækilega vakið athygli á vandamálum sem slíkum veiðarfærum geta fylgt. Voru þau kölluð „veggur dauðans“. Þannig er ekkert útilokað með slík bönn, sé fyrir þeim nægjanlegur stuðningur. Brottkast afla Brottkast afla er mál sem einnig hefur verið töluvert á borði FAO. Grímur telur að þetta sé almennt dvín- andi vandamál í heiminum. „Árið 1994 gaf FAO út skýrslu, þar sem var áætlað að fleygt væri um 27 milljónum tonna af fiski aftur í hafið -fimmtungi af þeim afla sem kæmi inn fyrir borðstokkinn. Þetta mat hefur verið endurskoðað í nýrri skýrslu þar sem við áætlum að brottkastið í dag sé ekki meira en um 7 milljónir tonna. Við teljum að brottkastið hafi ver- ið ofmetið og jafnframt hafi dregið töluvert úr því vegna aukinnar spurnar eftir fiski, bættrar nýtingar og bættrar veiðitækni. Hins vegar er brottkast í heit- sjávarrækjuveiðum stórt vandamál. Fyrir hvert kíló sem er hirt er hent 5-20 kílóum af smáfiski. Þetta á t.d. við um Suðaustur-Asíu, Mexíkóflóa og Suður- Úr höfuðstöðvum FAO í Róm. „Úr fjarlægð eru þessar stofnanir kannski heldur gráar og þunglamalegar, en þegar betur er að gáð er þar lífleg og áhuga- verð starfsemi og tek- ist á um málin.“ aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.