Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 13

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 13
13 K R Æ K L I N G A R Æ K T 50% sem flokkast frá við vinnslu s.s. brotin skel, of smá skel, spunaþræðir og ásætur. Til að gera verðmæti úr úrganginum hefur komið til tals að framleiða bragðefni, ensím, og nýta hold af brotinni ferskri skel, frysta eða setja í niðursuðu. 3. Markaðir Kræklingarækt hefur verið stund- uð í margar aldir og er mikil hefð fyrir neyslu kræklings í flestum löndum Mið- og Suður-Evrópu. Frá árinu 1950 hefur framleitt magn aukist um að meðaltali 5% á ári. Greinin er því afar stöðug og þar eru ekki neinar stórar sveiflur. Söluverð hefur hækkað nokkuð jafnt og mest á undan- förnum árum. Spánn, Nýja-Sjá- land og Írland leggja mikla áherslu á framleiðsluaukningu og stunda kræklingarækt á hag- kvæman hátt. Frakkland, Belgía, Ítalía, Holland og Þýskaland eru helstu kaupendur í Evrópu, en markaðir í Bandaríkjunum og Kanada fara stækkandi. Sé tekið tillit til þeirra krafna sem einstök lönd gera um gæði kræklings má álíta að Frakkland, Þýskaland og Belgía séu þau lönd sem íslenskir útflytjendur ættu að einbeita sér að. Einnig mætti benda á minna þróaða markaði í Vesturheimi og Eystrasaltsríkjun- um, en þar fæst jafnvel hærra verð fyrir unnar afurðir. Mikilvægt er að íslenskir ræktendur standi sig í alþjóða samkeppni og stundi markvissa gæðastjórnun, starfi saman í markaðs- og sölumálum og selji vöru sína jafnvel undir einu vörumerki. Söluverðmæti innanlandsmarkaðar er ekki nema 14 milljónir króna á ári þannig að kræklingarækt verður væntanlega aðallega útflutningsgrein. Miðað við stutt geymsluþol kræklings og langar flutningsleiðir frá Ís- landi á helstu markaði ætti að einblína á framleiðslu unninna, frystra afurða í neytendapakkn- ingum. 4. Samkeppnisstaða Greinin er ung og samkeppni milli framleiðenda yfirleitt lítil, enda ríkir fákeppni á innanlands- Mynd 1. Uppbygging kræklingalínu á Íslandi. Mynd 2. Vinnsla á heilli skel, hálfskel og innmat. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.