Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 32

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 32
32 S T J Ó R N S Ý S L A „Mikil tæknivæðing og aðlögunarhæfni fyrirtækja vakti lík- lega mesta athygli mína þegar ég fór fyr- ir sex árum af alvöru að kynna mér íslensk- an sjávarútveg, þá vegna þess starfs sem ég hafði tekið að mér og gegni nú,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra. Þegar Árni M. Mathiesen tók við embætti sjávarútvegsráðherra á vordögum 1999, réði hann Ár- mann sem aðstoðarmann sinn. Kjörtímabilið á undan hafði hann verið Halldóri Blöndal til aðstoð- ar í samgönguráðuneytinu og þekkti því orðið ágætlega til þeirra starfshátta sem tíðkast í stjórnarráðinu. Ármann segir því þó ekki að leyna að þessi tvö ráðuneyti séu um margt ólík. „Hér á bæ er sinnt einum ákveðn- um málaflokki og hagsmuna- gæsla á alþjóðlegum vettvangi er mun stærri hluti af starfseminni en gerist í samgönguráðuneytinu. Ráðuneytið tekur beinan þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi í gegnum fiskveiðisamninga, sem við erum aðilar að, og eins í gegnum óformlegra samstarf. Í samgönguráðuneytinu eru mun fleiri málaflokkar, en starfsum- hverfið er þó að mörgu leyti ein- faldara. Ég hygg að það hækki flækjustigið mikið hversu sjávar- útvegsmál eru með beinum hætti tengd afkomu og hagsmunum fólks víðs vegar um land.“ Var á milli starfa og sló því til Ármann Kr. Ólafsson er 38 ára, fæddur og uppalinn að mestu á Akureyri. Hann bjó þó ungur að árum að Þverá í Öxnadal og eitt ár á Patreksfirði, þar sem hann vann í frystihúsi og var lítillega til sjós sem hann segir hafa verið góðan skóla. Rúmlega tvítugur flutti Ár- mann suður og að loknu námi í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands setti hann ásamt félaga sín- um, Jóni Sæmundssyni, á lagg- irnar auglýsingastofuna Nonna og Manna. Stofan starfar í dag undir merkjunum ENNEMM og er ein hin stærsta á sínu sviði hér á landi - og er enn í eigu þeirra félaga að mestu leyti, þó Ármann hafi ekki komið að daglegum rekstri síð- ustu ár. Hann hóf stjórnmálaafskipti fljótlega eftir að hann settist að sunnan heiða og tók sæti í stjórn SUS sem - ásamt því að vera hag- vanur í auglýsingamennsku - leiddi til þess að 1995 var hann af þeim Halldóri Blöndal og Tómasi Inga Olrich fenginn til að stýra baráttu Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir alþingiskosningarnar 1995. Ágætur árangur og góð samvinna leiddi m.a. til þess að Ármann varð aðstoðarmaður Halldórs Blöndal í kjölfarið. „Það var í raun enginn aðdrag- andi að því að mér bauðst starf aðstoðarmanns sjávarútvegsráð- herra. Árni hringdi í mig þar sem ég var staddur á sólarströnd í Norður-Frakklandi og bauð mér vinnu. Ég var þá á milli starfa og sló því til,“ segir Ármann, að- spurður um tildrög þess að hann varð aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra. Hann kveðst þegar hann tók við starfinu hafa talið sig þekkja stjórnkerfi fiskveiða í grófum dráttum, en umhverfið hafi reynst talsvert flókið við nán- ari skoðun og frekari kynni. Jafnræði eins og að var stefnt „Smábátarnir voru fyrst þegar ég kom hingað í ráðuneytið í fjór- þættu kerfi. Þetta var svo snúið að ef það liðu einhverjar vikur milli þess sem maður var að tala um kerfi smábáta, þá gluggaði ég gjarnan í minnisblað sem ég hafði ofan í skúffu til að hafa helstu leikreglur og hugtök á hreinu. Þetta kannski útskýrir hve ærin ástæða var til að einfalda stjórn- kerfið sem smábátarnir störfuðu samkvæmt,“ segir Ármann. Sóknardagakerfið svonefnda var aflagt endanlega á síðasta ári og nú fiska allir smábátakarlar sam- kvæmt aflamarki. „Hinar ólíku reglur sköpuðu mikla togstreitu milli manna. Vissulega tóku breytingarnar á og voru umdeild- ar, en til lengri tíma litið mun nást það jafnræði sem að var stefnt. Það einfaldlega gekk ekki upp að smábátar í dagakerfi fisk- uðu allt að tólf þúsund tonn á ári þegar viðmiðunin var á milli tvö og þrjú þúsund tonn. Eitthvað róttækt þurfti að gerast, það gekk ekki upp að einn hópur útgerðar- manna gæti veitt allt að fimm sinnum meira en honum var ætl- Aðlögunarhæfni greinarinnar er mikil - segir Ármann Kr. Ólafsson, sem hefur verið aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra sl. sex ár Ármann Kr. Ólafsson: Margir telja að allur þorskur í Norður - Atlantshafi sé einn og sami stofninn og vita ekki að um sérstakan þorsk- stofn er að ræða hér við land. Þeirri staðreynd þarf að halda á lofti. Ábyrg fisk- veiðistjórnun skapar okkur sérstöðu og þeim skilaboð- um þarf að koma á framfæri í markaðssókn okkar. Viðtal: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 32

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.