Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 36

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 36
36 L A X V E I Ð I Guðni Guðbergsson á Veiðimálastofnun spáir því að komandi sumar verði gott lax- veiðisumar. Á síðast- liðnu sumri varð auk- in laxveiði frá fyrra ár, ekki síst á Norður- landi vestra, og var smálax nokkuð áber- andi. Guðni segir að aukin smálaxagengd gefi vísbendingar um auknar stórlaxagöng- ur á komandi sumri, einkum á Norður- og Austurlandi. „Vegna þeirrar langtímaþróun- ar sem orðið hefur í fækkun stór- laxa eru veiðimenn enn hvattir til að hlífa honum. Er bæði talið rétt að sýna varfærni í nýtingu þegar slík minnkun kemur fram til verndunar erfðaþátta og einnig er meirihluti stórlaxanna hrygnur sem leggja til mun fleiri hrogn en hrygnur smálaxa og því mikil- vægar til viðhalds stofna,“ segir Guðni Guðbergsson í ársskýrslu Veiðimálastofnunar. Guðni segir að vísbendingar hafi komið fram um að meðalaldur gönguseiða í ám hafi lækkað á síðustu árum, sem gæti tengst lengri vaxtartíma yfir sumarið samfara hagstæðu tíðarfari í ánum. Ekki hafi sést merki um annað en að fjöldi seiða sem gengur til sjávar hafi að mestu haldist og að útganga seiða vorið 2004 hafi verið með eðlileg- um hætti. „Endurheimta á seið- um úr sjó var heldur hærri á síð- asta ári en árin þar á undan og bendir aukin laxgengd í ár á Norðurlandi vestra einnig í þá átt. Líklegt er því að ástand sjávar hafi verið og sé með hagstæðara móti um þessar mundir. Vænta má þess að smálaxaveiði á kom- andi sumri verði svipuð og var 2004 og að heldur verði aukning á stórlaxi. Ekki er vitað til annars en að í heild megi vænta þess að laxgengd og veiði sumarið 2005 verði með betra móti og svipuð eða jafnvel heldur meiri en hún var sumarið 2004. Urriða og sjó- birtingsveiði hefur farið vaxandi í mörgum ám á undanförnum árum. Búast má við að sú þróun haldi áfram og að bleikjuveiði haldist svipuð. Hafa má í huga að skilyrði til veiða og ástundun geta haft áhrif á aflabrögð en þau er erfitt að sjá fyrir,“ segir Guðni Guðbergsson í ársskýrslu Veiði- málastofnunar. Gott laxveiðisumar Sumarið 2004 veiddust 45.831 laxar hér á landi, samkvæmt upp- lýsingum Veiðimálastofnunar. Þar af var tæplega 7.400 löxum sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra laxa því 38.468 laxar. Alls voru skráðir 45.864 urrið- ar í stangveiði en af þeim var 6.014 sleppt aftur. Þá veiddust 36.389 bleikjur, en 1.431 bleikju var sleppt aftur og aflinn því 34.958 bleikjur. Netaveiði á laxi sl. sumar var eingöngu bundin við veiði í ám og vötnum og nær eingöngu í Þjórsá, Ölfusá og Hvítá. Neta- veiðin var um 11% minni en árið 2003 og helmingur af meðalveiði áranna 1974-2003. Sumarið 2004 veiddust flestir laxar í Eystri-Rangá, alls 3.153 laxar, næst flestir í Ytri-Rangá 2.988 og í þriðja sæti var Langá með 2.232 laxa. Flestir urriðar veiddust í Veiði- vötnum alls 10.926. Næst flestir urriðar veiddust í Fremri-Laxá á Ásum 4.602 og Laxá í Mývatns- sveit var í þriðja sæti með 4.481 urriða. Flestar stangveiddar bleikjur, um þrjú þúsund stykki, veiddust í Arnarvatni-Stóra, næst flestar í Hlíðarvatni, 2.772 og í þriðja sæti var Flókadalsá í Fljótum og vötn á vatnakerfi hennar með 2.473 stangveiddar bleikjur. Rannsóknir á veiðiálagi „Sókn í stangveiði á Íslandi hefur verið með líku sniði um langan tíma og talið er að veiðin endur- spegli nokkuð vel laxgengd í árn- ar. Engin netaveiði á laxi hefur verið stunduð við strendur Ís- lands frá árinu 1998 og er nýting laxastofna hér á landi eingöngu í fersku vatni og að langmestu leyti byggð á stofni viðkomandi ár. Við stjórnun nýtingar er slíkt talið til fyrirmyndar. Ef veitt er úr blönd- uðum stofnum geta litlir stofnar verið undir miklu veiðiálagi með- an þeir stærri eru undir lægra veiðiálagi. Á undanförnum árum hefur nokkuð verið fjallað um veiðiálag, stærð og samsetningu hrygning- arstofns. Til að fá frekar vitneskju um þessa þætti eru stundaðar grunnrannsóknir í þremur lyk- ilám hér á landi. Að auki er fylgst með stærð og samsetningu seiða- stofa fjölmargra veiðiáa og taln- ingar á laxi með teljurum eru einnig gerðar. Öflun slíkra grunnupplýsinga ásamt þeim upplýsingum sem liggja í áratuga samfelldri veiðiskráningu úr nýt- ingu veiði sem verið hefur með svipaðri eða sömu sókn eru mjög mikilvægar,“ segir Guðni Guð- bergsson í árlegu yfirliti um lax- og silungsveiði 2004. Veiðimálastofnun: Spáir góðu laxveiði- sumri aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 36

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.