Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 26

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 26
26 Grímur Valdimarsson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins, hefur í hartnær átta ár starfað sem forstöðumaður fisk- iðnaðarsviðs Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Róm. Auk höfuðstöðvanna rekur FAO átta svæðaskrif- stofur víða um heim og um níutíu landsskrifstofur, en aðildarlönd FAO eru nú 188 talsins. FAO er stærsta sérhæfða stofnun Sameinuðu þjóðanna og eins og nafnið bendir til fjallar hún um landbúnað í heiminum og matvælaframleiðslu almennt - þar á meðal fiskveiðar og framleiðslu fiskafurða, auk þess sem nýting skóga er á borðum FAO. Fjögur svið hjá FAO Fiskideild FAO skiptist í fjögur svið - tölfræðisvið, auðlindasvið, fiskveiðistjórnunarsvið og fiskiðnaðar- svið, en Grímur Valdimarsson veitir síðastnefnda sviðinu forstöðu, sem fyrr segir. „Ég kom hingað fyr- ir tæpum átta árum - það er óhætt að segja að tíminn sé fljótur að líða,“ segir Grímur þegar hann er inntur eftir hversu lengi hann hafi verið í starfi hjá Samein- uðu þjóðunum. „Þetta er yfirgripsmikið starf. Það svið sem ég veiti forstöðu hefur fjörutíu starfsmenn og það sem við erum að fást við tengist m.a. við- skiptum með fiskafurðir og alþjóðlegum reglum sem gilda um heilnæmiseftirlit vegna viðskipta með fisk. Við vinnum að útfærslu á samþykktum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, sem kveða m.a. á um hvaða tæknilegar takmarkanir lönd geta sett gegn inn- flutningi á matvælum, t.d. gerlainnihaldi, rotvarnar- efnum, vörnum gegn dýra- og plöntusjúkdómum svo að nokkuð sé nefnt.“ Margvísleg verkefni „Forveri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, GATT, lagði megináherslu á lækkun innflutningstolla til að örva viðskipti milli landa. Frjálsari viðskipti eru lyk- ilatriði, ekki síst fyrir þróunarlönd, og í raun er hluti af okkar starfi að hjálpa þessum löndum til þess að verða hæfari til að taka þátt í alþjóðaversluninni. Með aukinni hnattvæðingu í viðskiptum verður nauðsyn á stöðlun og samræmingu á heilnæmis- og gæðakröfum augljósari. Nú er svo komið að tollar á Í mörg horn að líta hjá FAO - Grímur Valdimarsson gegnir starfi forstöðumanns fiskiðnaðarsviðs Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm Horft yfir aðalfundarsal FAO þar sem m.a. eru haldnir aðalfundir fiskideildarinnar (COFI: Committee on Fisheries) en á síðasta fund deildarinnar mættu 748 fulltrúar frá 137 löndum. Þessi mynd var tekin 10. júní 2002 á opnunarfundi alþjóð- legrar matvælaráðstefnu hjá FAO (World Food Summit). aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 26

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.