Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Sjómannadagurinn er vel til þess fallinn að vekja athygli á sjávarútvegi í landinu og starfi sjómanna um allt land. Í mörgum sjávarplássum er sjómannadagurinn dagur mikilla hátíðarhalda allrar fjölskyldunnar og svo hefur verið í áratugi. Þó má örugglega fullyrða að víða hafi dregið nokkuð úr helgi þessa dags, sem væntanlega tengist því fyrst og fremst að fækkað hefur í sjómannastétt og vægi sjávarútvegsins hefur þannig minnkað. En kannski má segja að sjómanna- dagurinn hafi á vissan hátt breyst í tímans rás. Dagurinn var fyrst og fremst gleðidagur sjómannafjölskyldna, en á nokkrum stöðum á landinu hefur tekist að þróa daginn í þá átt að vera víðtæk fjölskylduskemmtun þar sem finna má eitthvað við allra hæfi. Þetta á til dæmis við um sjómannadagshátíðarhöld- in í Grindavík og í höfuðborginni hefur komist á sú stórskemmtilega hefð að halda upp á hátíð hafsins, sem hefur víðtæka skírskotun til hérlends sjávarútvegs. Það hafa vissulega komið fram mörg og misjöfn sjónarmið um gildi sjómannadags- ins, en fáum hygg ég að hafi dottið í hug að slá hann af. Miklu fremur hefur umræðan snúist um það hvort ef til vill væri ástæða til þess að flytja hann til á almanakinu. Tímasetning sjómannadagsins fyrstu helg- ina í júní tók hér á árum áður mið af vertíð- arlokum í maí. Í þá daga fóru sjómenn um langan veg landshluta í milli til þess að fara á vertíð. En nú er öldin önnur og þessi rök fyrir tímasetningu sjómannadagsins eru því ekki lengur í gildi. Sú skoðun hefur greini- lega nokkurn hljómgrunn meðal bæði sjó- mannna og útgerða að vegna t.d. út- hafskarfaveiða á Reykjaneshrygg á þessum tíma árs og veiða á norsk-íslensku síldinni væri ástæða til þess að færa sjómannadaginn til - t.d. fram í miðjan ágúst þegar kvóti skipanna er í mörgum tilfellum á þrotum og skipin hvort sem er bundin við bryggju. Þetta sjónarmið er allrar athygli vert og full ástæða til þess að skoða málið ofan í kjölinn. En jafnframt yrði að nást mjög víðtæk sam- staða um slíkar breytingar. Sem fyrr segir er mikil þörf á sjómanna- deginum til þess að vekja athygli á starfi sjómanna og sjávarútvegi almennt. Það er auðvitað svo að eftir því sem borgríkið þró- ast og stækkar á suðvesturhorninu og fólki fækkar í sjávarplássunum um allt land dreg- ur úr vitneskju almennings í landinu um sjávarútveg og fyrir hvað hann stendur. Ná- kvæmlega sama hefur verið að gerast með landbúnaðinn. Vægi þessara fornu frum- vinnslugreina minnkar, en þjónustugeirinn bólgnar út. Sjávarútvegurinn þarf hins vegar mjög á því að halda að almenningur í land- inu viti um hvað hann snýst og fyrir hvað hann stendur. Til þess að miðla slíkum upp- lýsingum er sjómannadagurinn upplagður, rétt eins og menn hafa gert með frábærum árangri á hátíð hafsins í Reykjavík. Það framtak er til eftirbreytni. Það er spurning hvort ekki mætti horfa til þess að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi tækju höndum saman um víðtæka kynn- ingu á sjávarútvegi - bæði útgerð og fisk- vinnslu. Til dæmis með því að bjóða fólki að koma um borð í okkar best útbúnu fisk- veiðiskip og fá fræðslu um hvað þar fer fram og það sama má segja um heimsóknir í full- komnustu fiskvinnsluverin. Allt kostar þetta vissulega peninga, en ég hef þá trú á að þeim fjármunum væri vel varið. Ef fisk- veiðiþjóðin sjálf veit eftir nokkur ár lítið sem ekkert um sinn eigin sjávarútveg, þarf ekki að búast við að hún geti uppfrætt aðrar þjóðir um hann. Sjómönnum og fjölskyldum þeirra eru sendar bestu kveðjur í tilefni sjómannadags- ins! Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Flókið samspil umhverfisþátta og sýkingar Nýverið hafa greinst tvær tegundir frum- dýra sem geta valdið sjúkdómum í hörpu- diski í Breiðafirði, en bein áhrif þeirra á stofninn eru ekki fyllilega ljós. Leiða má þó að því líkur að umrædd snýkjudýr séu völd að svæðisbundnum dauðsföllum. Frá árun- um 2000-2002 var ástand á vöðva skeljar- innar lélegt, sem hugsanlega gæti tengst sveiflum í fæðuframboði í Breiðafirði. Hér gæti því verið um flókið samspil umhverf- isþátta og sýkingar að ræða. Aukin nátt- úruleg dauðsföll í veiðistofninum á síðustu árum eru veigamikill þáttur í hnignun stofnsins auk nýliðunarbrests. Ljóst er að árgangar eftir 1998 hafa mælst stórir og eru væntanlegir inn í veiðistofninn á kom- andi árum. Það vekur því vonir um að stofninn nái sér að nýju, en Breiðifjörður er mjög frjósamur og hefur staðið undir mikl- um veiðum í langan tíma. (Jónas P. Jónasson í pistli í ársskýrslu Hafró um hnignun hörpudiskstofnsins í Breiðafirði) Áhrif hlýnunar sjávar Á undanförnum árum hefur orðið veruleg breyting á útbreiðslu og magni margra fisktegunda á Íslandsmiðum. Sjór hefur hlýnað allt í kringum land, sem hefur leitt til stofnstækkunar meðal tegunda á norður- mörkum útbreiðslusvæðis síns við Ísland. Auk þess hafa tegundir sem áður voru nær eingöngu fyrir sunnan og vestan land orðið algengari fyrir norðan og austan. Aukinni útbreiðslu fylgir í mjög mörgum tilfellum veruleg stækkun stofns. Ekki er óviðbúið að hlýnun undanfarinna ára fylgi minnkun í magni kaldsjávartegunda á íslenska land- grunninu. Af mikilvægum kaldsjávarteg- undum má nefna grálúðu og loðnu en magn þeirra á og við íslenska landgrunnið hefur minnkað á undanförnum árum. Er væntanlega hægt að skrifa hluta af minnkuninni á breytingar í umhverfi en veiðarnar skipta einnig verulegu máli. Minnkandi magn loðnu á landgrunninu kemur fram í magasýnum úr þorski, bæði í stofnmælingu að vori og hausti auk þess sem meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur lækkað á útbreiðslu síldar og kolmunna á íslenska landgrunninu, en þorskur étur töluvert af báðum þessum tegundum. (Höskuldur Björnsson í pistli í ársskýrslu Hafró um breyt- ingar á útbreiðslu nytjafiska í kjölfar hlýnunar sjávar.) Víðförul hrefna Þann 17. nóvember bárust merki frá hrefnu sem merkt hafði verið í Faxaflóa 27. ágúst og voru það fyrstu upplýsingarnar sem bár- ust frá því dýri. Hrefnan var þá stödd yfir Mið-Atlantshafshryggnum um 800 km vestur af N-Spáni. Þann 23. nóvember bár- ust aftur sendingar frá hrefnunni sem þá var stödd um 700 km sunnar og hélt sig við Azoreyjar. Síðast barst merki frá henni 5. desember í Kanarístraumnum, um 1000 km norðvestan við Grænhöfðaeyjar, um 3700 km frá merkingarstaðnum í Faxaflóa. Ekki er ljóst hvaða leið hrefnan fór á Azor- eyjasvæðið, en ekki er útilokað að hún hafi fylgt sömu upphafsstefnu og hinar tvær, þ.e. SV eftir Reykjaneshrygg en síðan sveigt til austurs eftir Mið-Atlantshafs- hryggnum til Azoreyjasvæðisins. Áður hafa nokkrar sambærilegar tilraunir með merk- ingar á hrefnum verið gerðar á öðrum haf- svæðum með litlum árangri og aldrei hefur áður tekist að fylgjast með ferðum hrefnu svo langt fram á veturinn. (Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafró í ársskýrslu stofnunarinnar) U M M Æ L I Gildi sjómannadagsins F M þ in Þ M e M to ja F • • • • • • • aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 6

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.