Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 45

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 45
45 L A X A H R O G N Laufey sagði í samtali við Ægi að hrognavinnslan sé samkvæmt ákveðinni forskrift frá Eistlandi, en þar er rík hefð fyrir neyslu á hrognum, rétt eins og mörgum öðrum löndum Austur-Evrópu og nægir þar að nefna neyslu Rússa á styrjuhrognum. „Við þreifuðum okkur áfram með þessa framleiðslu og leyfðum fólki að prófa og viðtökurnar voru það hvetjandi að við töldum ástæðu til þess að stíga skrefinu lengra og fara út í framleiðslu. Við fáum hrognin frá laxeldisfyr- irtækinu Rifósi í Kelduhverfi og það samstarf gengur mjög vel. Við fáum hrognin til okkar innan sólarhrings frá slátrun og síðan eru þau hreinsuð og söltuð áður en þeim er pakkað í litlar krukk- ur. Það líða um þrír sólarhringar frá því að fiskinum er slátrað þar til varan er tilbúin til neyslu,“ segir Laufey. Hér á landi eru hrognin mest notuð í forrétti, á smurbrauðstert- ur sem skraut, í sushirétti, með ostum, í salöt og súpur - svo eitt- hvað sé nefnt. Góðar viðtökur Fyrsta alvöru kynningin á laxa- hrognunum frá Ice & Fire var á matvælasýningunni MATUR- INN 2005 á Akureyri í mars og einnig var kynning á hrognunum á sýningunni Norðurland 2005 í Íþróttahöllinni á Akureyri um hvítasunnuna. „Viðbrögðin hafa almennt verið mjög góð. Fyrst og fremst höfum við verið að selja framleiðsluna í höfuðborginni - bæði í verslanir (Fylgifiska við Suðurlandsbraut, Ostabúðina við Skólavörðustíg og Yndisauka í Lækjargötu) og til veitingahúsa og hótela. Á Akur- eyri eru hrognin seld í Heilsu- horninu og einnig hefur Friðrik V. Karlsson verið að nota þetta hráefni á sínum veitingastað. Við höfum fengið fyrirspurnir frá að- ilum um hvort við getum útveg- að hrogn út allt þetta ár og því getum við ekki kvartað undan viðtökunum.“ Stefna á útflutning Laufey leggur áherslu á að hér sé um að ræða lífræna framleiðslu og engin litarefni komi við sögu. „Við erum enn sem komið er með þessa einu framleiðsluvöru og höfum einbeitt okkur að henni, hvað svo sem síðar kann að verða. Við vitum ekki nákvæmlega hversu stór markaðurinn hér inn- anlands er, en vissulega höfum við áform um að flytja vöruna einnig út, en til þess þurfum við útflutningsleyfi og að uppfylla ýmis skilyrði. Við vitum t.d. af miklum áhuga í Eistlandi og ef gengur upp að koma vörunni á þann markað, eru líkur á töluvert mikilli sölu,“ segir Laufey, en strax í sumar er von á pökkunar- vél, sem gerir það að verkum að unnt verður að auka framleiðsl- una umtalsvert. Framleiða laxahrogn á Svalbarðseyri Laufey Kristjánsdóttir hjá Ice & Fire með laxahrognakrukkur. Það þarf áræðni og dug til þess að hrinda góð- um hugmyndum í framkvæmd. Í september sl. þróaðist góð hugmynd í stofnun fyrirtækisins Ice & Fire ehf. um framleiðslu á laxahrognum - vöru sem ekki hefur verið framleidd hér á landi, svo vitað sé. Fyrirtækið er staðsett á Svalbarðseyri við Eyjafjörð og eigendur þess eru tvenn hjón, Laufey Kristjánsdóttir og Jó- hann Helgason, skipverji á Hákoni ÞH, og Mait Trink og Kulliki Matson frá Eistlandi. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 45

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.