Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 46

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 46
Engey RE-1 er nýjasta skip íslenska fiski- skipaflotans og jafn- framt það stærsta. Eigandi skipsins er HB-Grandi hf., en seljandi er grískt fyr- irtæki. Skipið hefur síðustu árin verið verkefnalaust í Suður- Kóreu. Engey er 7.805 brúttótonn, 105 m löng, 20 metra breið og með sjö þilför. Skipið var smíðað í Vigo á Spáni árið 1994 og er hið síðasta í röðinni af samtals 14 systurskipum sem smíðuð voru á árun- um 1991 til 1994. HB-Grandi keypti skipið í nóvember á síðasta ári, en síðan hafa verið unnar gagngerar end- urbætur á því í Póllandi. Meðal annars var skipt um allan vinnslubúnað, komið var fyrir tuttugu lóðréttum frystitækjum og sjö sjálfvirkum síldarflökunar- vélum. Þá voru íbúðir skipverjar endurnýjaðar í hólf og gólf. Einn stærsti ávinningurinn við skipið, að mati Rúnars Þórs Stef- ánssonar, útgerðarstjóra, er hið mikla lestarrými, en hún tekur tvö þúsund tonn af frystum afurð- um á brettum. Með tilkomu svo öflugs skips í uppsjávarveiðar verður unnt að stórauka verðmæti uppsjávarkvóta fyrirtækisins, en auk mikillar frystigetu, sem eru 200-250 tonn á sólarhring og fiskimjölsverksmiðjan um borð annar allt að 150 tonnum af hrá- efni á sólarhring. Strax eftir sjómannadaginn mun Engey fara í sinn fyrsta túr undir merkjum HB-Granda og segir Rúnar Þór að stefnan sé tek- in á norsk-íslensku síldina. Allur aðbúnaður skipverja um borð er fyrsta flokks og athygli vekur hversu rúmgott vinnurými er, sem og íbúðir. Helstu mál Mesta lengd skipsins er 105 m, lengd m/lóðlína er 89,80 m, breidd 20 m, dýpt að fyrsta þil- fari 9,20 m, dýpt að öðru þilfari 11,8 m og dýpt að togþilfari 14,7 m. Skipið er 7.000 brúttórúm- lestir, en léttskipsþyngd 4.950 tonn. Efra fiskvinnslurými er 1.240 fermetrar en neðra fiskvinnslu- rými 290 fermetrar - fiskvinnslu- rýmið er því samtals 1.530 fer- metrar. Neðri frystilest er 4.200 rúmmetrar en sú efri 375 rúm- metrar. Mjöllest er 1.250 rúm- metrar. Heildar rúmtak lesta er því 5.825 rúmmetrar. Sjókælitankar (fjórir talsins) eru samtals 465 rúmmetrar og krapa- kælitankar (tveir) eru 440 rúmmetrar. Skipssagan Eins og fyrr segir var skipið hið fjórtánda í röðinni af systurskip- um, sem smíðuð voru í tveimur skipasmíðastöðvum í Vigo á Spáni eftir norskri hönnun. Þau voru smíðuð fyrir rússneska aðila, en eftir tímabundinn rekstur við Rússland féllu veiðiheimildir skipanna niður. Voru þau þá send á veiðisvæði norður við Alaska til veiða og vinnslu á alaskaufsa í samstarfi við norður-ameríska að- ila. Eftir að því samstarfi lauk gekk erfiðlega að fá veiðiheimild- ir fyrir skipin og á endanum var stórum hluta þeirra lagt árið 2002 í Pusan í Suður-Kóreu. Eitthvað af þessum skipum er nú við veiðar á makríl í Kyrrahafi og við strendur Afríku. Frá Suður-Kóreu var skipinu siglt til Las Palmas á Kanaríeyj- um þar sem fram fór botnskoðun í slipp. Gerðar voru smávægilegar breytingar á skipinu neðan sjólínu í tengslum við fiskileitar- tæki ásamt sandblæstri og botn- málun. Um miðjan desember hélt skipið frá Las Palmas til Ála- borgar í Danmörku og var bundið þar yfir jól og áramót. Strax eftir áramót hélt Engey til Gdynia í Engey RE-1 - nýjasta skip í íslenska fiskiskipaflotanum: Stærsta skip flotans Engey RE-1, stærsta skip ís- lenska flotans, við bryggju í Reykjavík. Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. 46 N Ý T T S K I P aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 46

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.