Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 22

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 22
22 K Æ L I N G K O L M U N N A geymslutönkum. Sitthvað er til ráða gegn þessu vandamáli, sjó- kælikerfin hafa til dæmis þann kost að nota má ferskt vatn sem tekið er í landi í þau og er því að einhverju leiti hægt að koma í veg fyrir þessa saltupptöku, að minnsta kosti á meðan kælingu stendur. Hins vegar ná þau ekki að kæla jafn hratt með fersku vatni, þar sem að frostmark er talsvert lægra í söltu vatni en fersku. Kostir og gallar Kælikerfi sem byggja á ís hafa góða kosti vegna þess hversu mikil kæliorka eða kæligeta býr í ísnum. Það verður þó að hafa í huga að meiri hætta er á því að í lestum með slíkum kerfum myndist hitapollar sökum skorts á hreyfingu vökvans, en þessu hefur verið mætt með því að skjóta inn lofti til að hreyfa vökvann. Þar eru sjókælikerfin (RSW) á heimavelli, þar er stöðug hringrásun í gangi á vökv- anum og jafnari hitastigsdreifing er í lestinni. Kæligetan er mun minni í tönkunum hjá RSW- kerfi, sérstaklega þegar um vatn en ekki sjó er að ræða. Bæði kerf- in hafa sem sagt sína kosti og galla, en hægt er að nýta þessi kerfi saman í einu kerfi þar sem kostir hvors eru nýttir að fullu. Samnorrænt verkefni Þetta viðfangsefni varð innblástur að samnorrænu verkefni, styrktu af NIC, sem fjallaði um leitina að auknum verðmætum hráefnis unnu úr kolmunna. Hluti af því var tenging hitastigs og tíma við gæði og gerð tölvulíkans í kring- um þessa tengingu. Auk þess átti sér stað talsverð athugun á því hversu mikill munur getur verið á hitastigi í einni og sömu lest- inni þrátt fyrir notkun kælikerfa. Til þess að ná þessari tengingu var unnið talsvert starf í Noregi sem gaf af sér vísi af líkani á stærðfræðilegu formi. Norska líkanið er byggt á tilraunum sem gerðar voru á rannsóknastofu og voru þær þróaðar og framkvæmd- ar af Dr. Eyjolf Langmyre við Sildolje- og Sildemelindustriens Forskningsinstitutt (SSF). Þetta líkan var svo unnið áfram hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Véla- og iðnaðarverkfræðiskor sem mastersverkefni, með stuðn- ingi Páls Valdimarssonar, prófess- ors við Verkfræðideild Háskóla Íslands. Líkanið, sem þessi sam- vinna leiddi af sér, byggir einmitt á pípukerfislíkani sem Páll hefur þróað. Einnig var miklu magni af raunverulegum hitagögnum safn- að við veiðar á kolmunna, frá júlí 2003 fram í ágúst 2004. Fóru þær mælingar fram um borð í skipi Síldarvinnslunnar á Nes- kaupsstað hf, Beiti NK-123, auk mælinga í skipi Þingeyjar ehf., Ásgrími Halldórssyni SF-250, sem er í eigu SVN og Skinneyjar Þinganess hf, en SVN var þátt- takandi í verkefninu. Í báðum til- vikum var um að ræða lestar Mynd 4. Mælingar á hitastigi í kolmunnafarmi sem notaður var í líkanið. Mynd 5. Myndun TMA samkvæmt líkaninu. Mynd 6. Myndun ammoníaks samkvæmt spálíkaninu. Mynd 2. Beitir NK eitt af skipunum sem tóku þátt í verkefninu en bæði RSW- og vökvaískerfi eru í skipinu. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 22

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.