Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 14

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 14
14 K R Æ K L I N G A R Æ K T markaði og eftirspurn er yfirleitt meiri en framboð, eins og mark- aðskannanir hafa leitt í ljós. Eng- inn ræktenda hérlendis hefur náð verulegum yfirburðum í ræktun. Kræklingarækt á Íslandi er ekki framkvæmanleg nema á stöðum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Þar þarf að vera hreinn og ómengaður sjór, nóg pláss fyrir langar línur, engin skipaumferð og takmarkað- ar fiskveiðar, skjól fyrir úthafsöld- um og nægilegt framboð af þör- ungum sem eru aðalfæða kræk- lings. Að sama skapi má ekki vera of mikið magn af þungmálmum, æðarfugli eða öðrum afræningj- um. Kræklingarækt er ekki dýr miðað við annað fiskeldi. Það skýrist af einföldum og ódýrum búnaði. Einnig er umhirða til- tölulega lítil og fóðurkostnaður enginn. Miðað við ríkjandi neysluvenj- ur Íslendinga flokkast annar skel- fiskur en kræklingur sem stað- kvæmnisvara. Sumar fisktegund- ir, s.s. humar, rækja, smokkfiskur, kolkrabbi, sæsniglar og skötusel- ur geta einnig komið í staðinn fyrir bláskel, ekki síst meðan reynsla og þekking Íslendinga af skelfiski er lítil. Á hinn bóginn er kræklingur annað og meira en einhver fisktegund. Hann er frá- brugðinn öðrum skeltegundum hvað varðar útlit og bragð og er beinlínis nauðsynlegur í margs konar rétti frá Miðjarðarhafslönd- um, s.s. fiskisúpur og margt fleira. Samkeppnisþættir eru oft settir fram í myndrænu formi, sbr. mynd 3. Þannig fæst betri yfirsýn yfir atvinnugreinina í heild sinni og þá krafta sem ráða samkeppni. 5. SVÓT greining SVÓT greining (styrkleikar, veik- leikar, ógnanir, tækifæri) getur verið mjög gagnleg séu niður- stöður hennar notaðar til að móta stefnu fyrirtækis. Markmiðið er að ýta undir styrkleika og tæki- færi, en komast hjá veikleikum og ógnunum. Þannig stuðlar stefnumótun að því jákvæða um leið og hún reynir að komast hjá því neikvæða í umhverfi fyrirtæk- is. Staða kræklingaræktunar á Ís- landi er ekki góð um þessar mundir. Ræktendur eru fáir og litlir og hefur þeim ekki tekist að ná fullkomnum tökum á ræktun- inni sjálfri. Reynsla, sem byggir að hluta til á erlendri þekkingu, ekki síst frá Spáni og Kanada, er þó að festa sig í sessi. Ræktunar- fyrirtækin afkasta núna örfáum tonnum á ári, sem skýrist að hluta af fjárskorti og slakri stjórn- un. Starfsfólk fyrirtækjanna virð- ist ekki hafa nægan tíma til að sinna störfum sínum, enda er kræklingarækt yfirleitt aukabú- grein og einingar eru litlar. Arðsemismat leiðir í ljós að stærðarhagkvæmni er mikil og því er undirstöðuatriði að stækka einingarnar, fá hæft starfsfólk og hæfa stjórnendur og gera fyrir- tækjunum kleift að kaupa besta fáanlega búnað og starfa við góðar aðstæður. Þar sem fjárþörf er mikil skiptir fjármögnun miklu máli fyrir fyrirtæki í kræklinga- rækt. Náttúrulegir þættir eru ekki síður mikilvægir. Kadmín- og sýklamengun getur komið í veg fyrir sölu afurða. Þörungaeitur getur mælst yfir mörkum í skel á vissum árstímum. Þannig verður skelin ósöluhæf í einhvern tíma. Æðarfuglinn er skæður afræningi og getur étið mikið af skel og því þarf að gera þar viðeigandi ráð- stafanir áður en tjón verður af. Að lokum er íslenskt veðurfar mikill áhættuþáttur og er þá átt við öldugang, vindálag og ís, bæði rekís og hafís. Af öðrum þáttum mætti nefna að skipaumferð og fiskveiðar á ræktunarsvæði geta skemmt línur Mynd 3. Vinnsla á heilli skel, hálfskel og innmat. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 14

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.