Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 19

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 19
19 G Æ S L A N bæði nýju varðskipi og gæslu- flugvél. „Hvor kosturinn verður valinn ræðst af því hvort er hag- kvæmara. Við höfum ýmsar upp- lýsingar nú þegar fyrirliggjandi og sjálfur er ég ekki frá því að leiga sé hagkvæmari,“ segir Ge- org. Hann segir að á erlendum mörkuðum bjóðist til leigu mörg skip og flugvélar sem henti til gæslustarfa. Verði nýtt skip smíð- að megi nýta reynslu nágranna- þjóða af rekstri gæsluskipa á norðanverðu Atlantshafi við hönnun skips. Þá megi jafnvel ganga inn í raðsmíðaverkefni, sem lækki kostnað. Varðskipið Ægir, sem er um 1.200 tonn, nálgast að vera fjöru- tíu ára og systurskipið Týr varð þrjátíu ára nú á útmánuðum. Nýtt varðskip segir Georg að þurfi að vera talsvert stærra eða á bilinu 2.000 til 3.000 tonn, en fyrst og fremst þurfi skip með mikla dráttargetu og aðstöðu til að taka um borð sérhannaða gáma til mengunar- og björgunarað- gerða. Dráttarskip í allan sjó „Fiskiveiðieftirlit og almenn gæsla landhelginnar er ekki sama forgangsverkefni hjá okkur og var,“ segir Georg og bendir á að mengun og varnir gegn henni verði æ þýðingarmeira verkefni. Því þurfi Langhelgisgæslan meðal annars að eiga aflmikið varðskip sem geti dregið til dæmis stór flutningaskip sem eru vélarvana - og forðað að þau reki til strandar með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Mikilvægi þess að fá slíkt skip hafi sést vel á liðnum vetri þegar Dettifoss, skip Eimskips, missti stýrisblað og varð stjórn- laust fyrir austan land. Að þar fór ekki verr en raunin varð hafi verið heppni, því bæði Týr og Ægir gátu farið á vettvang og dregið skipið inn til hafnar. Þá hafi vind- áttir staðið frá landi, en hefði ver- ið álandsvindur hefði skipið allt eins getað rekið upp í fjörugrjót „Varðskipin okkar í dag eru hreinlega ekki hönnuð sem drátt- arskip. Þau eru með festuna aftur í skut og togkrafturinn er aðeins 55 tonn. Möguleikinn á að stjórna skipum í eftirdragi er ekki mikill þegar á reynir. Það sem okkur með öðrum orðum vantar er fjölhæft skip sem getur siglt allan sjó.“ Endurnýjun þyrlna blasir við Verkefni Landhelgisgæslunnar í dag eru ekki síst á grunnslóð, svo sem veiðieftirlit og þjónusta við bátaflotann. Georg segir fullgilt sjónarmið að ekki þurfi endilega stórt varðskip í slík verkefni. Þeim megi allt eins sinna með litlum varðbátum, líkt og Danir gera við Færeyjar og Grænland, og kveðst hann í þeim efnum horfa til samstarfsins við Slysa- varnafélagið Landsbjörgu með sinn stóra flota björgunarbáta. Hvað áhrærir kaup á minni skip- um séu fjárveitingar sem Gæslan hefur úr að spila ekki það miklar að hægt verði í bráð að minnsta kosti að vera með skip af mörgum stærðum og gerðum í útgerð. Sem áður segir vinna nefndir tveggja ráðuneyta nú að gerð út- boðs vegna nýs varðskips og flug- vélar fyrir Gæsluna. Sú vél sem stofnunin hefur haft í þjónustu sinni sl. þrjátíu ár, TF SYN, er af gerðinni Fokker F-27. Hún er komin á síðasta snúning, endur- nýjun á mótor og ýmsar fleiri lag- færingar yrðu það miklar að kostnaður væri óverjandi. Vélin er samkvæmt því úr leik eftir tvö ár og segir Georg nauðsynlegt að byrja nú þegar að leita að nýrri vél, enda er það ferli tímafrekt. Endurnýjun á þyrlukosti er svo viðfangefni sem blasir við innan ekki margra ára. Eldri þyrlan TF - SIF er orðin tuttugu ára gömul og stærri þyrlan TF - LÍF, kom til landsins fyrir réttum áratug. „Markaðurinn fyrir stórar þyrlur sem henta til björgunarstarfa er lítill og því mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að finna vél sem hentar. Þyrlumálið hangir saman við hvernig starfsemi Varnarliðs- ins á Keflavíkurvelli þróast, en sveitin þar hefur verið bakvörður okkar og við þeirra. Menn telja því rétt að bíða átekta og sjá hvernig mál Varnarliðsins lykta áður en ákvarðanir um þyrlukaup verða teknar.“ Gjöldum þess að hverfa úr sviðsljósinu Þessa dagana er stjórnstöð Land- helgisgæslunnar að flytjast í Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og áður en árið er úti á öll megin- starfsemi stofnunarinnar að vera komin þangað. Segist Georg vænta þess að sambýli við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Slysavarnafélagið Landsbjörgu, Vaktstöð siglinga, Fjarskiptamið- stöð lögreglu og fleiri geri starfið árangursríkara. „Við höfum und- anfarið, í samvinnu við ráðgjafar- fyrirtæki, unnið að endurskoðun á allri starfsemi Landhelgisgæsl- unnar, þar sem við höfum til dæmis kallað eftir áliti allra starfsmanna. Slík uppstokkun og stefnumótun er mikilvæg því augljóslega mun starfsemin „Umferð skipa við landið er alltaf að aukast, verkefnin á sviði björgunar sem upp koma verða æ stærri og sömuleiðis eru menn alltaf betur á varðbergi gagnvart meng- unarhættu og hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Georg Kr. Lárusson meðal annars hér í viðtalinu. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.