Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 23

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 23
23 K Æ L I N G K O L M U N N A kældar með sjókælikerfi með fersku vatni. Þessar mælingar voru svo aftur notaðar til þess að stilla og sannreyna líkanið frá SSF, auk þess sem þær hafa veitt talsverða innsýn inn í það hvernig hitastig dreifist í lest og beinir sjónum að „veikum blettum“ við hönnun lestar og kælikerfis. Auk hitamælinganna voru einnig framkvæmdar mælingar á eðlis- eiginleikum hráefnis til þess að varpa ljósi á ástand hráefnis eftir flutning í land. Þar var mælt vatnsinnihald, saltinnihald og magn reikulla köfnunarefnissam- banda (TVN) (mælt í mg/100g) sem segja til um umfang skemmda í hráefni. Stærðin TVN er samansett úr magni ammon- íaks og magni TMA sem myndast við niðurbrot hráefnis. Auðvelt er að ímynda sér hagnýtingu þessar- ar tengingar og mun á næstunni vinna við hana fara í gang. Sem dæmi má nefna að það mætti til dæmis hugsa sér eina hagnýtingu að kanna ávinning þess að kæla aflann betur og meta áhrif fjár- festingar í kælibúnaði. Hvað tekur hráefnið langan tíma að skemmast? Líkanið er eins og áður sagði þró- að út frá jöfnum Langmyre sem lýsir magni reikulla köfnunarefn- issambanda. Því var lýst með hlutafleiðujöfnu, en með því að beita aðferð Páls Valdimarssonar sem að öllu jöfnu er notuð til að lýsa rennsli í pípukerfi, má leysa hana og fá út áætlað meðalgildi fyrir báða þætti reikulu köfnunar- efnissambandanna TVN sem byggir á því hitastigi sem mælt hefur verið eða hitastigi sem áætl- að er að verði. Þetta gefur þá mat á skemmdum sem byggt er á hitastigssögu. Fæst ennfremur út þróunin í skemmdum frá klukku- stund til klukkustundar þannig að hægt er að átta sig á hvenær kolmunni sem áætlað er að nota í fiskmjöl fellur niður um gæða- flokk sem gæti reynst mikilvægt. Tölvulíkanið var búið til í forrit- unarmálinu Matlab frá Math- Works inc. á meðan þróun þess stóð. Mismunandi eftir því hvar í lest mælt er Á mynd 4 gefur að líta mælt hitastig í lest skips sem keyrt er inn í líkanið, en þar er um vegið meðalhitastig að ræða en engu að síður raunverulegar mældar tölur. Það getur verið flókið að meta meðalhitastigið rétt, því mis- munur á hitastigi frá einum stað til annars í hefðbundinni lest get- ur hlaupið á nokkrum gráðum og því geta skemmdir verið talsvert mismunandi eftir því hvar í lest mælt er. Athuga ber að einnig er hægt að setja inn hæstu hitagildi til þess að fá versta tilvik og þar með mestu hráefnisskemmdir í lestinni, þó svo að dæmi um það sé ekki tekið hér og nú. Líkanið leysir jöfnurnar fyrir þetta tilvik af hitastigi og gefur til baka magn TMA (mynd 5) og ammon- íaks (mynd 6) í milligrömmum á hver 100 grömm sem er hefð- Mynd 7. Myndun TVN samkvæmt líkaninu. Mynd 8. Hitastiginu er haldið föstu við 0°C fyrir myndir 9-11. Mynd 9. Myndun TMA samkvæmt líkaninu miðað við 0°C. Mynd 3. Staðsetning á hitanemum í skipslestum Ásgríms Halldórssonar (t.v.) og Beit- is (t.h.). aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 23

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.