Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 31

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 31
31 E F N A H A G U R „Eins og áður hefur komið fram ganga spár út á að gengi íslensku krónunnar muni veikjast þegar líða tekur á árið og veikjast enn frekar á næsta ári,“ segir m.a. í skýrslu nefndarinnar. „Þessi þró- un er e.t.v. þegar hafin, a.m.k. hefur krónan þegar veikst veru- lega frá hámarki marsmánaðar. Þann þrönga stakk sem rekstri sjávarútvegs hefur verið skorinn að undanförnu má fyrst og fremst rekja til sterkrar stöðu krónunnar. Ef spár ganga eftir mun skapast svigrúm til bættrar afkomu, þ.e. að því gefnu að aðrar mikilvægar stærðir, s.s. afli og afurðaverð þró- ist ekki á óhagstæðan hátt. Óvissa er aftur á móti um aðlögunarferl- ið, tímasetningu þess, hversu langan tíma það muni taka og hvernig ferlið verði. Þetta skiptir máli varðandi afkomu og stöðu sjávarútvegs, einstakra greina innan hans og ekki síður ein- stakra fyrirtækja. Ef horft er til einstakra afurðaflokka er jafn- framt ljóst að verðþróun hefur verið nokkuð mismunandi og því varðað fyrirtæki með misjöfnum hætti eftir samsetningu tekna.“ Staða fiskvinnslunnar er erfiðust Tekið er fram að eins og staðan er í dag sé fiskvinnslan í hvað erfið- astri stöðu, en á fyrstu vikum þessa árs benda tölur til þess að framlegð fiskvinnslunnar hafi lækkað verulega og verið um 4%, sem er um helmingi lægri fram- legð en undanfarin ár. „Miðað við svo litla framlegð má búast við að miðað við gengið á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs, verði litlum sem engum hagnaði til að dreifa í fiskvinnslunni, þó að staða ein- stakra fyrirtækja geti verið mis- jöfn. Óvíst er til hvaða ráða stjórnendur einstakra fyrirtækja kunna að grípa til, í því skyni að reyna að hagræða í rekstri, en þau fyrirtæki sem þegar standa höll- um fæti gætu þurft að bregða búi eða endurskipuleggja rekstur sinn með róttækum hætti,“ segir í skýrslunni. Er rétt að lækka veiðigjald? Í skýrslunni er nefnt að tíma- bundin lækkun á veiðigjaldi sé hugsanleg leið fyrir stjórnvöld til að létta á þröngri stöðu sjávarút- vegs við núverandi aðstæður. „Þarna yrði að vísu fremur um táknræna aðgerð að ræða en eitt- hvað sem verulegu máli skiptir samanborið við þróun gengisins. Svo dæmi sé tekið, þá bætir lækkun gengis krónunnar um eitt prósent meiru við tekjur sjávarút- vegs en niðurfelling á öllu veiði- gjaldinu myndi gera. Frestun á veiðigjaldi, að verulegum hluta, yrði vissulega merkjanleg í af- komu sjávarútvegs en ekki afger- andi.“ Minnt er á hvernig veiði- gjaldið kom til: „Það var sett á til að setja niður áralangar deilur um ráðstöfun fiskveiðiheimilda. Laga- setning um veiðigjald var raunar harðlega gagnrýnd, bæði af aðil- um í útgerð og þeim sem hvað mest höfðu gagnrýnt aflamarks- kerfið og úthlutun veiðiheimilda í því. Engu að síður hafa deilur um kvótakerfið hjaðnað verulega frá því að lög um veiðigjald voru sett á og virðist það því hafa náð að einhverju leyti þeim tilgangi að skapa sátt um aflamarkskerfið. Það er fremur á sviði stjórnmál- anna en nefndarinnar að meta það hve miklar líkur eru á að slíkar deilur vakni á ný ef hróflað verður við lögum um veiðigjald. Það er hins vegar ljóst að það yrði ákaf- lega skaðlegt fyrir sjávarútveginn og samfélagið allt, ef svo færi. Að lokum verður að benda á að lækk- un veiðigjalds er lækkun á tekj- um ríkissjóðs. Aðhald í ríkisfjár- málum minnkar því við lækkun veiðigjalds. Við núverandi að- stæður er brýnt að auka fremur en að draga úr aðhaldi í ríkisfjármál- um. Það er því óhjákvæmilegt annað en að hækka almenna skatta eða að draga úr útgjöldum ríkisins, t.d. fresta opinberum fjárfestingum, til að stemma stigu við því að lækkun veiði- gjalds leiði til aukinnar heildar- eftirspurnar og fari á endanum út í verðlag. Það má draga þessar vangavelt- ur saman þannig að það má finna rök fyrir því að fresta álagningu veiðigjalds á útgerðina. Rökin gegn því að þessi leið verði farin virðast þó sterkari. Nefndin getur því ekki mælt með því að hróflað verði við veiðigjaldi.“ Skýrsla um áhrif hás gengis íslensku krónunnar á sjávarútveginn: Ekki verði gripið til sérstakra aðgerða Nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði í ársbyrjun til að „gera úttekt á stöðu sjávarútvegsins í ljósi þeirrar hækkunar sem orðið hefur á gengi íslensku krónunnar og hvort ástæða sé fyrir stjórnvöld að bregðast með einhverjum hætti við þeirri stöðu sem atvinnugreinin verður í“ gerir ekki tillögu um að gripið verði til ákveðinna aðgerða til þess að vinna gegn hátt skráðu gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. „...það má finna rök fyrir því að fresta álagningu veiðigjalds á útgerðina. Rökin gegn því að þessi leið verði farin virðast þó sterk- ari. Nefndin getur því ekki mælt með því að hróflað verði við veiðigjaldi,“ segir m.a. í skýrslunni. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.