Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 38

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 38
38 U M H V E R F I S M Á L „Það færist í vöxt að þeir sem kaupa fisk og dreifa honum á er- lendum mörkuðum vilja geta sagt sínum viðskiptavinum að vel sé staðið að veiðum á fiskinum. Almennt má segja að það er al- mennt aukin vitund almennings um umhverfisvernd og þar með hvernig staðið er að fiskveiðum. Þetta er þróun sem í sjálfu sér er æskileg og við teljum okkur geta mætt. En þetta þýðir að við Ís- lendingar þurfum með markviss- um hætti að koma á framfæri upplýsingum við kaupendur ís- lenskra sjávarafurða hvernig við stöndum að fiskveiðum. Fiskifé- lagið og aðildarfélög þess vinna mikið á þessum vettvangi sem m.a. felur í sér hvernig koma megi slíkum upplýsingum á framfæri á góðan, öruggan og hagkvæman hátt.“ - Hvernig er unnt að gera það? „Til þess eru ýmsar leiðir. Við erum fyrst og fremst að tala um veiðar á fiski á sjálfbæran hátt. Okkar veiðar grundvallast á fjöl- þættum rannsóknum, sem fara inn í alþjóðlegt matskerfi - hjá ICES og fleirum. Okkar boðskap- ur er að við stöndum að veiðum í samræmi við alþjóðlega viður- kenndar aðferðir. Ein leiðin sem menn hafa séð í þessu eru svoköll- uð umhverfismerki, sem afurðir eru merktar með ef þær standast kröfur. Marine Stewardship Council (MSC) eru samtök sem fyrir nokkrum árum voru stofnuð af Unilever, sem er stór kaupandi á fiski, og World Wide Fund for Nature. Þessi samtök hafa verið að bjóða upp á að taka út fiski- stofna og stimpla vörurnar þannig að neytendur geti þekkt þeirra merki. Við höfum haft ým- islegt við aðferðir MSC að athuga. Þeirra aðferðafræði stenst að okk- ar mati ekki öll alþjóðlega hefð í sambandi við faggildingu og vottun og viðmið. Við teljum ekki erfitt að rökstyðja að það eigi ekki að vera á hendi eins slíks aðila að setja fiskveiðum reglur og ákvarða hverjir fái vottun um að þær standist reglur. MSC eru með einhverja tugi stafsmanna og eyða miklum fjár- munum í áróður. Og við vitum að innan samtakanna togast á ólíkir hagsmunir þar sem græn samtök sem vilja öfgar í þessum málum, hafa veruleg áhrif. Almennt má segja að menn séu í stórum dráttum sammála um að ganga um auðlindir sjávar af var- úð. Hins vegar geta menn deilt um hvernig eigi að skilgreina slíka varúð. Á meðan átök eru Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands: Umhverfismálin verða æ þýðingarmeiri í sjávarútvegsumræðunni Eitt af stærstu verkefnum Fiskifélags Íslands lýtur að umhverfismálum í margbreyti- legum skilningi þess orðs. Þar á meðal hefur félagið beint kröftum sínum í vinnu er lýtur að þeirri vaxandi kröfu fiskkaupenda og -neytenda að vita hvernig að veiðum á fiskinum sé staðið. Umhverfismálin voru eitt af stóru málunum á Fiskiþingi í apríl sl. Ægir tók hús á Pétri Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Fiskifélagsins, og ræddi við hann um umhverfismálin og önnur mál sem eru inni á borði Fiskifélagsins. Pétur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Fiskifé- lags Íslands. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 38

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.