Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 43

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 43
43 S J Á VA R Ú T V E G U R Í M Y N D L I S T Stórkallalegir sjómenn að stíga ölduna Gunnar segir að ein orsök þess að íslenskir listamenn veigruðu sér við að nota sjávarútveginn sem myndefni hafi verið sú að þeir vissu ekki hvernig þeir ættu að gera efnið áhugavert. „Gunnlaug- ur finnur spennandi leið til að leysa þennan vanda. Hann brýtur upp þessar lóðréttu og láréttu lín- ur landslagsmálverksins og maður veit ekki hvar sjóndeildarhringur- inn í myndum hans liggur. Í hefðbundnu landslagsmálverki er alltaf ákveðin dýpt en allt önnur tilfinning ríkir í bátamyndum Schevings. Þar eru stórkallalegir sjómenn að stíga ölduna og allt er á fleygiferð og það er sérstakt að sjá hve vel hann nær að skapa til- finningu fyrir sjómennskunni. Það eru þessar gríðarstóru og áhrifamiklu myndir sem hann er að mála á sjötta áratugnum sem eru kannski best þekktu verk Gunnlaugs og á margan hátt ein- stakar. Björn Th. Björnsson hefur meðal annars sagt að sjávarmynd- ir Gunnlaugs eigi sér ekki hlið- stæðu í evrópskri list, að enginn annar hafi náð að endurspegla þetta andrúmsloft um borð í báti lengst norður í hafi eins og Gunnlaugi tókst í þessum mynd- um,“ segir Gunnar J. Árnason að lokum. Gunnlaugur Scheving. Hákarlinn tekinn inn. 1965. 255x405. Gunnlaugur Scheving. Sæþoka. 1968. 259x387. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 43

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.