Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 33

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 33
33 S T J Ó R N S Ý S L A að á meðan aðrir þurftu að fylgja sínum aflaheimildum upp á punkt og prik. Auk þess var enn svigrúm í dagakerfinu til að auka umframveiðina enn frekar.“ Fiskifræðin er flókin Ármann segir sína skoðun að sumpart megi segja að ágætur ár- angur sé að nást við uppbyggingu fiskistofnanna umhverfis landið og menn megi ekki fara á taugum þegar spár Hafró gangi eftir. Hafa verði í huga að endurreisnarstarf- ið sé í öllu falli langtímaverkefni og mikilvægt að menn haldi ró sinni. Það verði þó ekki framhjá því litið að það valdi auðvitað vonbrigðum hversu 2004 árgang- urinn í þorskinum virðist vera slakur samkvæmt niðurstöðum úr síðasta netarallýi Hafrannsókna- stofnunarinnar. „Ég fæ það samt aldrei til að ganga upp í mínum huga að rétt sé að auka sóknina í þorskinn ef ætlunin er að styrkja stofninn. Hins vegar má benda á aðra stofna eins og til dæmis ýsustofn- inn, sem hefur braggast mjög hratt undanfarin ár. Skýringar á því eru meðal annars hlýnun sjáv- ar, en nú dreifir ýsan sér allt í kringum landið en áður voru miðin og uppeldisstöðvarnar á mun afmarkaðri svæðum. Á síð- ustu fjórum árum hafa aflaheim- ildir í ýsu aukist úr 41 þúsund tonni upp í 90 þúsund tonn á ári og stofninn er enn mjög sterkur,“ segir Ármann. Fiskifræðina segir hann um margt vera flókna og alltaf sé hægt að kafa dýpra og dýpra í þekkingarleitinni. „Menn geta alltaf sett sig betur inn í fræðin og reynt með marvissari hætti að segja til um þróun fiskistofnanna. Ég held til dæmis að Árni M. Mathiesen hljóti að njóta þess að vera menntaður dýralæknir og þekkja til margra þeirra líffræði- legu þátta sem fiskifræðin byggir á.“ Tökum mið af matvælafram- leiðslu Sjávarútvegsráðuneytið er til húsa á sjöttu hæð að Skúlagötu 6 - Sjávarútvegshúsinu - en á öðrum hæðum hússins og í greininni eru þær þrjár meginstofnanir sem undir ráðuneytið heyra; Hafrann- sóknastofnunin, Fiskistofa og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins. „Í tíð núverandi ráðherra hefur verið lögð mikil áhersla á að auka virði sjávarafurða og í því sam- bandi hefur starfsemi Rf mikla þýðingu,“ segir Ármann. „Raunar má segja að starfsemi ráðuneytis- ins hafi breyst á þá lund að horft er yfir greinina víðar en áður var gert. Stefnumið og áherslur taka mið af matvælaframleiðslu al- mennt fremur en að ráðuneytið helgi sig að mestu stjórnkerfi fiskveiða. Annað sem lögð er mikil áhersla á er að við kostum kapps að hafa tiltækar allar upp- lýsingar um efnainnihald ís- lenskra sjávarafurða til að geta brugðist við neyðarmálum sem upp geta komið. Að hafa allar upplýsingar á hraðbergi reyndist mjög mikilvægt í kúariðumálinu fyrir nokkrum árum, þegar það tókst að afstýra því að lokað yrði með öllu innflutningi á íslensku fiskimjöli til Evrópu. Sambærileg mál gætu allt eins komið upp aft- ur, þar sem til dæmis yrði ákveðið að banna innflutning á fiski frá Íslandi. Að geta brugðist við slíku með réttum og skjótum hætti getur skipt öllu máli og varðandi gjaldeyrisstreymi til landsins.“ Skaðar íslenska hagsmuni Ármann segir að alltaf öðru hvoru séu að koma upp mál sem geti skaðað íslenska útflutningshags- muni „Ákveðnir aðilar hreinlega lifa á því að gera fiskveiðar tor- tryggilegar. Umhverfisumræðan hefur aukist mikið allra síðustu ár og við vitum aldrei hvernig og hvenær slíkar raddir ná í gegn. Oft og tíðum þurfa þessi skaðlegu sjónarmið ekki endilega að vera ásetningur. Stundum er þetta hrein fáfræði. Margir telja til dæmis að allur þorskur í Norður - Atlantshafi sé einn og sami stofn- inn og vita ekki að um sérstakan þorskstofn er að ræða hér við land. Þeirri staðreynd þarf að halda á lofti. Ábyrg fiskveiði- stjórnun skapar okkur sérstöðu og þeim skilaboðum þarf að koma á framfæri í markaðssókn okkar.“ Hann segir ennfremur um út- flutning íslenskra afurða að síð- ustu ár hafi ferskfiskmarkaðir í Evrópu verið að styrkjast mikið og íslensk fyrirtæki verið mjög „Raunar má segja að starfsemi ráðuneytisins hafi breyst á þá lund að horft er yfir greinina víðar en áður var gert. Stefnumið og áherslur taka mið af matvælafram- leiðslu almennt fremur en að ráðuneytið helgi sig að mestu stjórnkerfi fiskveiða,“ segir Ármann Kr. Ólafsson hér í viðtalinu. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.